Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 16:46 Jimmy Carter var viðstaddur útför eiginkonu sinnar, Rosalynn. EPA-EFE/ALEX BRANDON Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. Carter lést þann 19. nóvember síðastliðinn 96 ára gömul. Eiginmaður hennar, hinn 99 ára gamli Jimmy Carter, var viðstaddur jarðarförina í hjólastól. Hann hefur sætt líknandi meðferð síðan í febrúar. Þau höfðu verið gift í 77 ár þegar hún lést. Presturinn Tony Lowden sá um guðsþjónustu í jarðarförinni. Hundruð gesta heimsóttu smábæinn þar sem hún og Jimmy fæddust til þess að votta henni virðingu sína. Þúsund manns voru viðstaddir guðsþjónustuna. Rosalynn fór mikinn í lifandi lífi og breytti ásýnd forsetafrú Bandaríkjanna. Hún tók mun meiri þátt á opinberum vettvangi og beitti sér fyrir ýmsum málum í starfi. Hún var til að mynda ötul baráttukona fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu. Mikill viðbúnaður var í smábænum. EPA-EFE/ALEX BRANDON Undanfarin ár voru hún og eiginmaður hennar dugleg að taka á móti gestum á heimili sínu í uppeldisbænum. Hún var hans helsti pólitíski ráðgjafi og sagði Jack Carter, sonur þeirra, að þau hefðu verið jafningjar í öllum skilningi þess orðs. Þó nokkur heimsþekkt andlit voru viðstödd jarðarförina. Þar á meðal forsetahjónin Joe og Jill Biden, fyrrverandi forsetinn Bill Clinton auk eiginkonu hans Hillary Clinton. Þúsund manns voru viðstaddir útförina.EPA-EFE/ALEX BRANDON / POOL Barnabarnabarn Rosalynn, Charles Jeffrey Carter, las upp úr Biblíunni í útför langömmu sinnar. EPA-EFE/ALEX BRANDON Fyrrverandi forsetinn sat við hlið núverandi Bandaríkjaforseta og öðrum fyrrverandi við athöfnina. EPA-EFE/ALEX BRANDON Joe Biden Bandaríkjaforseti mætti auðvitað í útförina.EPA-EFE/Brynn Anderson Jill Biden er forsetafrú Bandaríkjanna. EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lét sig ekki vanta. Hún var fyrst kvenna til þess að gegna þeirri stöðu.EPA-EFE/Brynn Anderson Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vottaði virðingu sína. Hann er þriðji á eftir Carter í röð forsetanna.EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Hillary Clinton fylgdi kollega sínum til grafar.EPA-EFE/Brynn Anderson Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú, mætti. EPA-EFE/Brynn Anderson Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Carter lést þann 19. nóvember síðastliðinn 96 ára gömul. Eiginmaður hennar, hinn 99 ára gamli Jimmy Carter, var viðstaddur jarðarförina í hjólastól. Hann hefur sætt líknandi meðferð síðan í febrúar. Þau höfðu verið gift í 77 ár þegar hún lést. Presturinn Tony Lowden sá um guðsþjónustu í jarðarförinni. Hundruð gesta heimsóttu smábæinn þar sem hún og Jimmy fæddust til þess að votta henni virðingu sína. Þúsund manns voru viðstaddir guðsþjónustuna. Rosalynn fór mikinn í lifandi lífi og breytti ásýnd forsetafrú Bandaríkjanna. Hún tók mun meiri þátt á opinberum vettvangi og beitti sér fyrir ýmsum málum í starfi. Hún var til að mynda ötul baráttukona fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu. Mikill viðbúnaður var í smábænum. EPA-EFE/ALEX BRANDON Undanfarin ár voru hún og eiginmaður hennar dugleg að taka á móti gestum á heimili sínu í uppeldisbænum. Hún var hans helsti pólitíski ráðgjafi og sagði Jack Carter, sonur þeirra, að þau hefðu verið jafningjar í öllum skilningi þess orðs. Þó nokkur heimsþekkt andlit voru viðstödd jarðarförina. Þar á meðal forsetahjónin Joe og Jill Biden, fyrrverandi forsetinn Bill Clinton auk eiginkonu hans Hillary Clinton. Þúsund manns voru viðstaddir útförina.EPA-EFE/ALEX BRANDON / POOL Barnabarnabarn Rosalynn, Charles Jeffrey Carter, las upp úr Biblíunni í útför langömmu sinnar. EPA-EFE/ALEX BRANDON Fyrrverandi forsetinn sat við hlið núverandi Bandaríkjaforseta og öðrum fyrrverandi við athöfnina. EPA-EFE/ALEX BRANDON Joe Biden Bandaríkjaforseti mætti auðvitað í útförina.EPA-EFE/Brynn Anderson Jill Biden er forsetafrú Bandaríkjanna. EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lét sig ekki vanta. Hún var fyrst kvenna til þess að gegna þeirri stöðu.EPA-EFE/Brynn Anderson Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vottaði virðingu sína. Hann er þriðji á eftir Carter í röð forsetanna.EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Hillary Clinton fylgdi kollega sínum til grafar.EPA-EFE/Brynn Anderson Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú, mætti. EPA-EFE/Brynn Anderson
Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira