„Þurfum að stefna að því að ná betri frammistöðum oftar“ Árni Gísli Magnússon skrifar 29. nóvember 2023 21:19 Halldór Stefán tók við liði KA fyrir tímabilið. FH vann öruggan sjö marka sigur á KA fyrir norðan fyrr í kvöld. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn ef undanskilinn er lokakafli fyrri hálfleiks þar sem KA skoraði fimm mörk í röð. Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, segir liðið ekki hafa fylgt sigrinum gegn Val í síðustu umferð nægilega vel eftir en tekur fram að liðið sé í þroskaferli. „Mér fannst þetta köflótt. Við náttúrulega byrjum ekki nógu vel, mér finnst við samt alveg vera skapa helling, en finnst okkur vanta pínu frammistöður hjá liðinu. Við náum kannski ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunum í síðasta leik en við getum ekki endilega sett kröfu á 17 til 18 ára stráka að þeir séu svona í hverri einustu viku en það er þangað sem við eigum að komast og þetta er einn liður í þessu þroskaferli að ná því viku eftir viku og því miður gekk það ekki í dag. Mér finnst við samt í leiknum vera gera fullt flott en klikka á færum og tapaðir boltar og smá svona.“ Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 11 mörk en aðrir leikmenn voru einungis með tvö til þrjú mörk hver. Sóknarleikur KA einkenndist því mikið af einstaklingsframtökum þar sem menn voru að láta vaða á markið þegar sóknin var að renna út í sandinn. Skarphéðinn Ívar Einarsson var duglegur að reyna þegar á þurfti og skoraði 3 mörk úr alls 10 skotum. „Þessi skot eiga bara að vera inni hjá Skarpa og línumennirnir þurfa að skora meira og við þurfum að fá meira úr hornunum og svona heildar frammistaðan þarf að vera betri til að vinna þessi bestu lið og því miður var hún það ekki í dag.“ KA byrjaði leikinn illa og FH var komið í 5 marka forystu snemma leiks og keyrði látlaust hraða miðju og refsuðu töpuðum boltum heimamanna. Hvers vegna byrjar KA leikinn svona illa? „Pínu tvíþætt, auðvitað skaparðu þína eigin heppni, mér finnst við pínu óheppnir líka, við erum að fá færi og klikka, þeir taka eitthvað frákast og óheppnir með tapaða bolta og allskonar svona. Tapaðir boltar þar sem við erum klaufar og veljum vitlaust. Stærsti munurinn á leiknum í dag og síðasta leik að tæknifeilarnir okkar eru tvöfalt ef ekki þrefalt fleiri í dag og þá er auðvitað erfitt að vinna svona leik.“ KA á aftur heimaleik í næstu umferð þegar botnlið Selfoss kemur í heimsókn. Hvað getur Halldór tekið úr leiknum í dag inn í næsta leik? „Ekkert eitthvað sérstakt, bara áfram í framþróuninni. FH er að spila ákveðna hluti á okkur sem Valur gerir ekki og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera og stefna að því að ná betri frammistöðum oftar, það er það sem við þurfum svolítið að einblína á“, sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla KA FH Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, segir liðið ekki hafa fylgt sigrinum gegn Val í síðustu umferð nægilega vel eftir en tekur fram að liðið sé í þroskaferli. „Mér fannst þetta köflótt. Við náttúrulega byrjum ekki nógu vel, mér finnst við samt alveg vera skapa helling, en finnst okkur vanta pínu frammistöður hjá liðinu. Við náum kannski ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunum í síðasta leik en við getum ekki endilega sett kröfu á 17 til 18 ára stráka að þeir séu svona í hverri einustu viku en það er þangað sem við eigum að komast og þetta er einn liður í þessu þroskaferli að ná því viku eftir viku og því miður gekk það ekki í dag. Mér finnst við samt í leiknum vera gera fullt flott en klikka á færum og tapaðir boltar og smá svona.“ Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 11 mörk en aðrir leikmenn voru einungis með tvö til þrjú mörk hver. Sóknarleikur KA einkenndist því mikið af einstaklingsframtökum þar sem menn voru að láta vaða á markið þegar sóknin var að renna út í sandinn. Skarphéðinn Ívar Einarsson var duglegur að reyna þegar á þurfti og skoraði 3 mörk úr alls 10 skotum. „Þessi skot eiga bara að vera inni hjá Skarpa og línumennirnir þurfa að skora meira og við þurfum að fá meira úr hornunum og svona heildar frammistaðan þarf að vera betri til að vinna þessi bestu lið og því miður var hún það ekki í dag.“ KA byrjaði leikinn illa og FH var komið í 5 marka forystu snemma leiks og keyrði látlaust hraða miðju og refsuðu töpuðum boltum heimamanna. Hvers vegna byrjar KA leikinn svona illa? „Pínu tvíþætt, auðvitað skaparðu þína eigin heppni, mér finnst við pínu óheppnir líka, við erum að fá færi og klikka, þeir taka eitthvað frákast og óheppnir með tapaða bolta og allskonar svona. Tapaðir boltar þar sem við erum klaufar og veljum vitlaust. Stærsti munurinn á leiknum í dag og síðasta leik að tæknifeilarnir okkar eru tvöfalt ef ekki þrefalt fleiri í dag og þá er auðvitað erfitt að vinna svona leik.“ KA á aftur heimaleik í næstu umferð þegar botnlið Selfoss kemur í heimsókn. Hvað getur Halldór tekið úr leiknum í dag inn í næsta leik? „Ekkert eitthvað sérstakt, bara áfram í framþróuninni. FH er að spila ákveðna hluti á okkur sem Valur gerir ekki og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera og stefna að því að ná betri frammistöðum oftar, það er það sem við þurfum svolítið að einblína á“, sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla KA FH Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira