Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2023 19:21 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við raforkuskort hjá þjóð sem stefni að grænum orkuskiptum. Stöð 2/Einar Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að þriðja veturinn í röð neyðist fiskimjölsverksmiðjur til að að brenna olíu vegna raforkuskorts. Þessi olíubrennsla hafi þurrkað út ávinninginn í orkuskiptunum af öllum innfluttum raforkubílum frá upphafi. Landsvirkjun segir að fyrirtæki eins og fiskimjölsbræðslur og gagnaver þurfi að sæta skerðingu á raforku fram á næsta vor. Lítið sem ekkert hefur verið virkjað á íslandi síðast liðinn fimmtán til tuttugu ár.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við þessa stöðu hjá þjóð sem stefni að orkuskiptum yfir í græna orku sem gnægt sé af í landinu. „Nei, alls ekki. Það er rannsóknarefni af hverju við erum komin í þessa stöðu. Það er komið að skuldadögum vegna þess að við höfum ekki gert neitt, eða mjög lítið, í fimmtán til tuttugu ár. Við erum sú þjóð sem menn líta til þegar kemur að grænni orku og við eigum að vera það áfram. Við erum með mjög metnaðarfull markmið. Út á hvað ganga þau? Taka út bensín og dísel og setja græna orku í staðinn. Þannig að stutta svarið við spurningunni er að þetta er alls ekki ásættanlegt og við verðum að gera allt hvað við getum til að leysa úr þessu sem allra fyrst,“ segir Guðlaugur Þór. Eftir að menn töldu Hvammsvirkjun komna á beinu brautina í júní í sumar, felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjanaleyfið úr gildi. Sú virkjun er nú í bið á meðan unnið er að nákvæmari umsókn. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að einfalda verði leyfisveitingakerfið vegna virkjana.Stöð 2/Einar Ráðherra segir að sem betur fer hafi margt breyst. Þannig hafi nýleg lög sem tryggðu að aflaukning virkjana þyrfti ekki að fara í gegnum rammaáætlun Alþingis einfaldað málin mikið. „Þar eru 300 megavött í pípunum. Það liggur hins vegar alveg fyrir að leyfisveitingaferlið er alls ekki nógu skilvirkt. Sömuleiðis er lika flöskuháls þegar kemur að sveitarfélögunum. Meðal annars vegna þess að við höfum ekki unnið úr því hvernig hvernig tekjuskipting er milli nærsamfélaga og ríkisins þegar kemur að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið væri að samningum um skiptingu tekna af virkjanamannvirkjum milli ríkis og sveitarfélaga. Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var greint frá því að þriðja veturinn í röð neyðist fiskimjölsverksmiðjur til að að brenna olíu vegna raforkuskorts. Þessi olíubrennsla hafi þurrkað út ávinninginn í orkuskiptunum af öllum innfluttum raforkubílum frá upphafi. Landsvirkjun segir að fyrirtæki eins og fiskimjölsbræðslur og gagnaver þurfi að sæta skerðingu á raforku fram á næsta vor. Lítið sem ekkert hefur verið virkjað á íslandi síðast liðinn fimmtán til tuttugu ár.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við þessa stöðu hjá þjóð sem stefni að orkuskiptum yfir í græna orku sem gnægt sé af í landinu. „Nei, alls ekki. Það er rannsóknarefni af hverju við erum komin í þessa stöðu. Það er komið að skuldadögum vegna þess að við höfum ekki gert neitt, eða mjög lítið, í fimmtán til tuttugu ár. Við erum sú þjóð sem menn líta til þegar kemur að grænni orku og við eigum að vera það áfram. Við erum með mjög metnaðarfull markmið. Út á hvað ganga þau? Taka út bensín og dísel og setja græna orku í staðinn. Þannig að stutta svarið við spurningunni er að þetta er alls ekki ásættanlegt og við verðum að gera allt hvað við getum til að leysa úr þessu sem allra fyrst,“ segir Guðlaugur Þór. Eftir að menn töldu Hvammsvirkjun komna á beinu brautina í júní í sumar, felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjanaleyfið úr gildi. Sú virkjun er nú í bið á meðan unnið er að nákvæmari umsókn. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að einfalda verði leyfisveitingakerfið vegna virkjana.Stöð 2/Einar Ráðherra segir að sem betur fer hafi margt breyst. Þannig hafi nýleg lög sem tryggðu að aflaukning virkjana þyrfti ekki að fara í gegnum rammaáætlun Alþingis einfaldað málin mikið. „Þar eru 300 megavött í pípunum. Það liggur hins vegar alveg fyrir að leyfisveitingaferlið er alls ekki nógu skilvirkt. Sömuleiðis er lika flöskuháls þegar kemur að sveitarfélögunum. Meðal annars vegna þess að við höfum ekki unnið úr því hvernig hvernig tekjuskipting er milli nærsamfélaga og ríkisins þegar kemur að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið væri að samningum um skiptingu tekna af virkjanamannvirkjum milli ríkis og sveitarfélaga.
Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20