„Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2023 19:57 Hussein líður eins og hann sé í martröð. Óvissan sé óbærileg. Vísir/Vilhelm Hussein Hussein óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla aðstoð við dagleg verk. Honum hefur ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar sem hingað til hefur séð um alla aðstoð við hann. Hussein er 29 ára gamall og er frá Írak. Hann hefur búið á Íslandi síðustu þrjú árin. Hann, og fjölskylda hans, hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hérna en hafa kært niðurstöðuna til íslenskra dómstóla. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að á meðan þau bíða niðurstöðu þar megi ekki vísa Hussein úr landi en það megi vísa fjölskyldu hans þangað, og því fara þau til Grikklands á laugardag. „Mér líður eins og ég sé í martröð og ég veit ekki hvað verður um mig í framtíðinni. Ég hef orðið fyrir svo miklum vonbrigðum,“ segir Hussein aðspurður hvernig honum líði. Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með flest dagleg verk. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa bæði fordæmt aðskilnað hans frá fjölskyldu hans í vikunni og segja það ómannúðlegt. Fjölskylda hans óttast mjög hvað verði um hann þegar hann fer en hann hefur enn engin svör fengið frá Útlendingastofnun eða félagsþjónustunni um það hvað taki við þegar fjölskylda hans fer á laugardag. „Mamma fékk í dag tölvupóst frá Útlendingastofnun þar sem henni var sagt að hafa samband við félagsþjónustuna. Þau ætluðu að hjálpa syni hennar og séu með plan fyrir hann. Við hringdum í félagsráðgjafann sem sagðist ekki hafa heyrt af neinu plani og að Útlendingastofnun hefði ekki látið þau vita af því.“ Hussein segir ástand sitt hafa versnað mikið frá því hann kom til landsins, Hann óttast hvað tekur við eftir að fjölskylda hans fer. „Fjölskyldan hjálpar mér með allt frá þeim sem þegar ég vakna. Þau hjálpa mér í og úr hjólastólnum, að borða og elda. Þau hjálpa mér með allt,“ segir Hussein og að tilhugsunin um að vera einn eftir á Íslandi sé hrikaleg. Hann hafi aldrei verið einn og vilji alls ekki vera án fjölskyldu sinnar. Hussein með fjölskyldu sinni. Þeim Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi og Zahraa Hussein.Vísir/Vilhelm Hann segir sína helstu ósk að geta lifað eðlilegu lífi á Íslandi og vonar að yfirvöld endurskoði ákvörðun sína. „Ég vona að íslensk yfirvöld skoði mál mitt út frá mannréttindum. Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar og ég get ekki farið til Grikklands því ég mun deyja ef ég hef ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ég vona að ég og fjölskylda mín munum geta búið hér saman. Við eigum marga vini og ég get ekki ímyndað mér lífið án þeirra.“ Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34 Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hussein er 29 ára gamall og er frá Írak. Hann hefur búið á Íslandi síðustu þrjú árin. Hann, og fjölskylda hans, hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hérna en hafa kært niðurstöðuna til íslenskra dómstóla. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að á meðan þau bíða niðurstöðu þar megi ekki vísa Hussein úr landi en það megi vísa fjölskyldu hans þangað, og því fara þau til Grikklands á laugardag. „Mér líður eins og ég sé í martröð og ég veit ekki hvað verður um mig í framtíðinni. Ég hef orðið fyrir svo miklum vonbrigðum,“ segir Hussein aðspurður hvernig honum líði. Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með flest dagleg verk. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa bæði fordæmt aðskilnað hans frá fjölskyldu hans í vikunni og segja það ómannúðlegt. Fjölskylda hans óttast mjög hvað verði um hann þegar hann fer en hann hefur enn engin svör fengið frá Útlendingastofnun eða félagsþjónustunni um það hvað taki við þegar fjölskylda hans fer á laugardag. „Mamma fékk í dag tölvupóst frá Útlendingastofnun þar sem henni var sagt að hafa samband við félagsþjónustuna. Þau ætluðu að hjálpa syni hennar og séu með plan fyrir hann. Við hringdum í félagsráðgjafann sem sagðist ekki hafa heyrt af neinu plani og að Útlendingastofnun hefði ekki látið þau vita af því.“ Hussein segir ástand sitt hafa versnað mikið frá því hann kom til landsins, Hann óttast hvað tekur við eftir að fjölskylda hans fer. „Fjölskyldan hjálpar mér með allt frá þeim sem þegar ég vakna. Þau hjálpa mér í og úr hjólastólnum, að borða og elda. Þau hjálpa mér með allt,“ segir Hussein og að tilhugsunin um að vera einn eftir á Íslandi sé hrikaleg. Hann hafi aldrei verið einn og vilji alls ekki vera án fjölskyldu sinnar. Hussein með fjölskyldu sinni. Þeim Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi og Zahraa Hussein.Vísir/Vilhelm Hann segir sína helstu ósk að geta lifað eðlilegu lífi á Íslandi og vonar að yfirvöld endurskoði ákvörðun sína. „Ég vona að íslensk yfirvöld skoði mál mitt út frá mannréttindum. Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar og ég get ekki farið til Grikklands því ég mun deyja ef ég hef ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ég vona að ég og fjölskylda mín munum geta búið hér saman. Við eigum marga vini og ég get ekki ímyndað mér lífið án þeirra.“
Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34 Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34
Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18