Fjölskyldumeðlimirnir nefndir á nafn í Hollandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2023 14:40 Harry og Meghan koma mikið við sögu í nýjustu bók Omid Scobie. Joshua Sammer/Getty Images Ný bók breska rithöfundarins Omid Scobie um konungsfjölskylduna hefur verið fjarlægð úr hillum bókaverslanna í Hollandi vegna fregna af því að í bókinni leynist nafn tveggja manneskja sem sagðar eru hafa lýst áhyggjum af húðlit sonar þeirra Meghan og Harry. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Xander, hollenskur útgefandi bókarinnar, sem ber heitið Endgame, hafi ákveðið að stöðva sölu bókarinnar „tímabundið“ vegna „villu“ sem fundist hafi í bókinni. Omid Scobie skrifar um konungsfjölskylduna í bókinni en hann hefur áður skrifað bókina Finding Freedom um þau Harry og Meghan. Forsaga málsins er sú að í sögufrægu sjónvarpsviðtali við Opruh Winfrey árið 2021 lýsti Meghan Markle því að meðlimur í konungsfjölskyldunni hefði viðrað áhyggjur sínur af því hvaða húðlit ófæddur sonur hennar yrði með. Áður hefur Oprah sjálf sagt opinberlega að ekki hafi verið um að ræða Elísabetu Bretlandsdrottningu né Filippus. Í frétt Guardian kemur fram að Omid Scobie, sem ítrekað hefur skrifað bækur um konungsfjölskylduna, hafi ekki birt nafnið í bók sinni. Þar kemur hins vegar fram að ekki hafi einungis einn meðlimur fjölskyldunnar viðrað þessar áhyggjur, heldur hafi þeir verið tveir. Einhverra hluta vegna virðast nöfn þeirra þó hafa slæðst í hollenska þýðingu af bókinni. „Bókin hefur verið þýdd á nokkrum tungumálum og því miður tala ég ekki hollensku. En ef það eru þýðingarvillur þá mun útgefandi leiðrétta þær. Ég skrifaði ensku útgáfuna. Það er engin útgáfa frá mér þar sem þessi nöfn eru birt,“ hefur miðillinn eftir Scobie. Höfundurinn skrifar í bók sinni að vegna breskra laga megi hann ekki nafngreina einstaklingana í bók sinni. Mikinn styr stóð um málið árið 2021 eftir opinberanir Meghan Markle. Vilhjálmur Bretaprins sagði í samtali við fjölmiðla í kjölfarið að konungsfjölskyldan væri alls ekki rasísk. Bretland Kóngafólk Holland Harry og Meghan Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Xander, hollenskur útgefandi bókarinnar, sem ber heitið Endgame, hafi ákveðið að stöðva sölu bókarinnar „tímabundið“ vegna „villu“ sem fundist hafi í bókinni. Omid Scobie skrifar um konungsfjölskylduna í bókinni en hann hefur áður skrifað bókina Finding Freedom um þau Harry og Meghan. Forsaga málsins er sú að í sögufrægu sjónvarpsviðtali við Opruh Winfrey árið 2021 lýsti Meghan Markle því að meðlimur í konungsfjölskyldunni hefði viðrað áhyggjur sínur af því hvaða húðlit ófæddur sonur hennar yrði með. Áður hefur Oprah sjálf sagt opinberlega að ekki hafi verið um að ræða Elísabetu Bretlandsdrottningu né Filippus. Í frétt Guardian kemur fram að Omid Scobie, sem ítrekað hefur skrifað bækur um konungsfjölskylduna, hafi ekki birt nafnið í bók sinni. Þar kemur hins vegar fram að ekki hafi einungis einn meðlimur fjölskyldunnar viðrað þessar áhyggjur, heldur hafi þeir verið tveir. Einhverra hluta vegna virðast nöfn þeirra þó hafa slæðst í hollenska þýðingu af bókinni. „Bókin hefur verið þýdd á nokkrum tungumálum og því miður tala ég ekki hollensku. En ef það eru þýðingarvillur þá mun útgefandi leiðrétta þær. Ég skrifaði ensku útgáfuna. Það er engin útgáfa frá mér þar sem þessi nöfn eru birt,“ hefur miðillinn eftir Scobie. Höfundurinn skrifar í bók sinni að vegna breskra laga megi hann ekki nafngreina einstaklingana í bók sinni. Mikinn styr stóð um málið árið 2021 eftir opinberanir Meghan Markle. Vilhjálmur Bretaprins sagði í samtali við fjölmiðla í kjölfarið að konungsfjölskyldan væri alls ekki rasísk.
Bretland Kóngafólk Holland Harry og Meghan Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira