Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2023 12:03 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir til lítils að ræða nýja langtíma kjarasamninga á sama tíma og hið opinbera boði stórfelldar gjaldskrárhækkanir. Stöð 2/Arnar Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. Verðbólga síðustu tólf mánuðina mælist nú átta prósent og hefur aukist um 0,1 prósentustig frá síðasta mánuði. Segja má að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi leikið ákveðinn biðleik þegar hún ákvað að halda meginvöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum og horfi ekki hvað síst til yfirstandandi kjaraviðræðna. Stefnt hefur verið að því að ljúka samningum áður en núgildandi skammtímasamningar renna út eftir tíu vikur, hinn 31. janúar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir verkalýðshreyfinguna ekki geta staðið eina að því að minnka verðbólgu og lækka vexti. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þetta ekki geta gengið upp. „Samningar þurfa hreinlega að renna út og friðarskyldan sömuleiðis. Vegna þess að stjórnvöld virðast vera að fara í þveröfuga átt bæði varðandi húsnæðismálin og sveitarfélögin eru að tilkynna gjaldskrárhækkanir á bilinu fimm upp í þrjátíu prósent, erum við að sjá. Þannig að við höfum í sjálfu sér núna tekið ákvörðun um að setja allar viðræður á bið,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðshreyfingin muni skoða málin aftur upp úr áramótum þegar komið verði endanlega í ljós hversu miklar gjaldskrárhækkanir hins opinbera verði á næsta ári. Þetta væri samdóma álit stóru landsambandanna á almennum vinnumarkaði „Við erum í þessu saman og ég reikna fastlega með því að frekari fundarhöldum eða viðræðum við bæði stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót. Ég á frekar von á að það verði lendingin frekar en að spýta í lófana,“ segir formaður VR. Þetta þýðir með öðrum orðum að yfirstandandi kjaraviðræður eru í algjöru uppnámi. Ragnar Þór segir að sveitarfélögin væru nú að ræða sínar fjárhagsáætlanir fyrr næsta ár með áformum um stórfelldar hækkanir á gjöldum. Nú væri útlit fyrir að lokaatlaga verði ekki gerð að kjarasamningum fyrr en friðarskylda núgildandi samninga væri að renna út í lok janúar. „Þetta er bara grafalvarleg staða. Við erum að fara afturábak. Stjórnvöld varðandi húsnæðismálin, varðandi gjaldskrárhækkanir. Við erum að sjá vísitöluna hækka og hækka verðlag. Það er alls staðar þrýstingur upp á við. Það er allt sem talar einhver veginn gegn því að hér náist einhver góð niðurstaða í kjaraviðræðum. Þannig að við getum ekki annað en beðið. Við getum ekki verið að gera atlögu að einhverju, ein í einhverjum báti út á ballarhafi þegar enginn ætlar að taka þátt,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuðina mælist nú átta prósent og hefur aukist um 0,1 prósentustig frá síðasta mánuði. Segja má að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi leikið ákveðinn biðleik þegar hún ákvað að halda meginvöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum og horfi ekki hvað síst til yfirstandandi kjaraviðræðna. Stefnt hefur verið að því að ljúka samningum áður en núgildandi skammtímasamningar renna út eftir tíu vikur, hinn 31. janúar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir verkalýðshreyfinguna ekki geta staðið eina að því að minnka verðbólgu og lækka vexti. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þetta ekki geta gengið upp. „Samningar þurfa hreinlega að renna út og friðarskyldan sömuleiðis. Vegna þess að stjórnvöld virðast vera að fara í þveröfuga átt bæði varðandi húsnæðismálin og sveitarfélögin eru að tilkynna gjaldskrárhækkanir á bilinu fimm upp í þrjátíu prósent, erum við að sjá. Þannig að við höfum í sjálfu sér núna tekið ákvörðun um að setja allar viðræður á bið,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðshreyfingin muni skoða málin aftur upp úr áramótum þegar komið verði endanlega í ljós hversu miklar gjaldskrárhækkanir hins opinbera verði á næsta ári. Þetta væri samdóma álit stóru landsambandanna á almennum vinnumarkaði „Við erum í þessu saman og ég reikna fastlega með því að frekari fundarhöldum eða viðræðum við bæði stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót. Ég á frekar von á að það verði lendingin frekar en að spýta í lófana,“ segir formaður VR. Þetta þýðir með öðrum orðum að yfirstandandi kjaraviðræður eru í algjöru uppnámi. Ragnar Þór segir að sveitarfélögin væru nú að ræða sínar fjárhagsáætlanir fyrr næsta ár með áformum um stórfelldar hækkanir á gjöldum. Nú væri útlit fyrir að lokaatlaga verði ekki gerð að kjarasamningum fyrr en friðarskylda núgildandi samninga væri að renna út í lok janúar. „Þetta er bara grafalvarleg staða. Við erum að fara afturábak. Stjórnvöld varðandi húsnæðismálin, varðandi gjaldskrárhækkanir. Við erum að sjá vísitöluna hækka og hækka verðlag. Það er alls staðar þrýstingur upp á við. Það er allt sem talar einhver veginn gegn því að hér náist einhver góð niðurstaða í kjaraviðræðum. Þannig að við getum ekki annað en beðið. Við getum ekki verið að gera atlögu að einhverju, ein í einhverjum báti út á ballarhafi þegar enginn ætlar að taka þátt,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02
„Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08
Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21