Enn kvikuþrýstingur og hrinan kom á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 18:52 Biðin eftir að kvikugangurinn róist gæti tekið mun lengri tíma. Þessi mynd var tekin í dag skammt frá Grindavík. Fáir nýttu daginn til að kíkja heim nema helst viðgerðarmenn. vísir/vilhelm Kvikugangurinn við Grindavík gæti verið breiðari en áður var áætlað og storknun hans gæti tekið mun lengri tíma, miðað við nýjustu líkön. Jarðskjálftafræðingur segir nýjustu jarðskjálftahrinu sýna að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Frá þessu greinir Veðurstofan og styðst við aflögunargögn frá GPS mælum og gervitunglum. „Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Hrinan kom á óvart Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands sem segir að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Það er í raun enn kvika á hreyfingu, á þriggja til fimm kílómetra dýpi, fyrir miðju gangsins. Almannavarnir eru enn á hættustigi og það er enn full ástæða til að vera á tánum. Það er of snemmt að segja að einhverju sé að ljúka hér,“ segir Kristín. Hún segir skjálftahrinuna hafa komið á óvart. „Við höfum séð að hver dagur er sér líkur, þessi kvikugangur minnir þarna á sig. Það er full ástæða til að fylgjast áfram vel með.“ Hún segir nýjustu líkön sýna að mest kvka sé fyrir miðju gangsins. Þar muni taka lengstan tíma fyrir kvikuna til að storkna. Fremur nokkrir mánuðir Skjálftavirkni við ganginn hefur verið stöðug síðustu daga, en skammlíf hrina smáskjalfta gekk yfir í nótt. „Mældust um 500 skjálftar á sólarhring nærri kvikuganginum. Áfram er mest virkni nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Um miðnætti í dag hófst jarðskjálftahviða nærri Sýlingarfelli og virkni jókst tímabundið í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smáskjálftar en einn skjálfti mældist 3,0 að stærð.“ Þenslan haldi áfram við Svartsengi og aflögun mælist enn nærri kvikuganginum. „Frekari líkanreikningar hafa verið gerðir til að áætla umfang kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember. Þeir líkanreikningar benda til þess að hluti kvikugangsins gæti verið breiðari en áætlað var í fyrstu. Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslunni að lokum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Frá þessu greinir Veðurstofan og styðst við aflögunargögn frá GPS mælum og gervitunglum. „Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Hrinan kom á óvart Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands sem segir að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Það er í raun enn kvika á hreyfingu, á þriggja til fimm kílómetra dýpi, fyrir miðju gangsins. Almannavarnir eru enn á hættustigi og það er enn full ástæða til að vera á tánum. Það er of snemmt að segja að einhverju sé að ljúka hér,“ segir Kristín. Hún segir skjálftahrinuna hafa komið á óvart. „Við höfum séð að hver dagur er sér líkur, þessi kvikugangur minnir þarna á sig. Það er full ástæða til að fylgjast áfram vel með.“ Hún segir nýjustu líkön sýna að mest kvka sé fyrir miðju gangsins. Þar muni taka lengstan tíma fyrir kvikuna til að storkna. Fremur nokkrir mánuðir Skjálftavirkni við ganginn hefur verið stöðug síðustu daga, en skammlíf hrina smáskjalfta gekk yfir í nótt. „Mældust um 500 skjálftar á sólarhring nærri kvikuganginum. Áfram er mest virkni nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Um miðnætti í dag hófst jarðskjálftahviða nærri Sýlingarfelli og virkni jókst tímabundið í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smáskjálftar en einn skjálfti mældist 3,0 að stærð.“ Þenslan haldi áfram við Svartsengi og aflögun mælist enn nærri kvikuganginum. „Frekari líkanreikningar hafa verið gerðir til að áætla umfang kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember. Þeir líkanreikningar benda til þess að hluti kvikugangsins gæti verið breiðari en áætlað var í fyrstu. Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslunni að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira