Smíða eftirlíkingu af skipi sem lagði grunninn að Íslandsbyggð Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2023 11:41 Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður segir mikilvægt að smíða eftirlíkingu að Knörr. Skip af þeirri gerð hafi lagt grunninn að byggð á Íslandi. aðsend Næsta sumar verður hafin smíði á eftirlíkingu af rúmlega þúsund ára Knerri sem fannst í ágætu ástandi í Schleswig-Holstein í Þýskalandi. Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður segir þessa skipagerð grundvöllinn að Íslandsbyggð sem hafi flutt hingað allt frá fólki og búfénaði til fyrstu kirkju landsins. Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður er enginn nýgræðingur íbyggingu víkingaskipa. Hann smíðaði skipið Íslending skömmu fyrir síðustu aldamót og sigldi því ásamt áhöfn frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands, meginlands Kanada og Bandaríkjanna árið 2000 til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Ameríku þúsund árum áður. Hann hefur nú ásamt Ragnari Thorseth, norskum félaga sínum, hafið undirbúning að smíði á Knörr, sem hann segir allt annars konar skip. Knörrinn væri flutningaskip víkinganna og grundvöllurinn að byggð á Íslandi. „þetta er skip sem mest var notað til Íslands og Grænlands. Sem Bjarni Herjólfsson notaði og síðar Leifur Eiríksson til að fara til Ameríku á því. Þetta er nákvæmlega það skip. Þetta er skipið sem útbreiddi kristna trú um norður Atlantshaf og þetta er skipið sem bar fyrstu kirkjuna til Íslands frá Noregi,“ segir Gunnar Marel. Gunnar Marel ásamt fyrrverandi áhafnarmeðlum hans á Íslendingi og aðstandendum um borð í Íslendingu í Víkingaheimum.aðsend Knörrinn hafi því lagt grundvöll að byggð og menningu á Íslandi og víðar. Skipið sem fannst í Hedyby íSchleswig-Holstein árið 1980 hafi verið byggt á bilinu 1006 til 1026. Það hafi nú þegar verið mælt upp og mikilvægt að smíða eftirlíkingu af því fyrir sögu Íslendinga og Norðmanna. „Jómfrúarferðin verður hingað til Íslands og til Grænlands og fljótlega til baka aftur. Síðan vítt og breitt um þetta svæði sem þeir voru mest á og kynna söguna,“ segir skipasmiðurinn og skipstjórinn. Víkingaskipið Íslendingur er nú varðveitt á safninu Víkingaheimar í Reykjanesbæ.Víkingaheimar Byrjað væri að safna efni í skipið en sjálf smíðin hæfist ekki fyrr en seinnipart næsta sumars. Áætlaður kostnaður viðbyggingu skipsins með öllum nútíma öryggisbúnaði væri um 20 milljónir norskra króna, eða um 260 milljónir íslenskra króna. „Þetta er stórmerkilegt fyrir ekki síst Íslendinga. Líka fyrir Grænland og norður Ameríku. Þetta er skipið sem var notað til að fara á til Ameríku í upphafi, til Vínlands, árið 1000,“ segir Gunnar Marel Eggertsson. Þýskaland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður er enginn nýgræðingur íbyggingu víkingaskipa. Hann smíðaði skipið Íslending skömmu fyrir síðustu aldamót og sigldi því ásamt áhöfn frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands, meginlands Kanada og Bandaríkjanna árið 2000 til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Ameríku þúsund árum áður. Hann hefur nú ásamt Ragnari Thorseth, norskum félaga sínum, hafið undirbúning að smíði á Knörr, sem hann segir allt annars konar skip. Knörrinn væri flutningaskip víkinganna og grundvöllurinn að byggð á Íslandi. „þetta er skip sem mest var notað til Íslands og Grænlands. Sem Bjarni Herjólfsson notaði og síðar Leifur Eiríksson til að fara til Ameríku á því. Þetta er nákvæmlega það skip. Þetta er skipið sem útbreiddi kristna trú um norður Atlantshaf og þetta er skipið sem bar fyrstu kirkjuna til Íslands frá Noregi,“ segir Gunnar Marel. Gunnar Marel ásamt fyrrverandi áhafnarmeðlum hans á Íslendingi og aðstandendum um borð í Íslendingu í Víkingaheimum.aðsend Knörrinn hafi því lagt grundvöll að byggð og menningu á Íslandi og víðar. Skipið sem fannst í Hedyby íSchleswig-Holstein árið 1980 hafi verið byggt á bilinu 1006 til 1026. Það hafi nú þegar verið mælt upp og mikilvægt að smíða eftirlíkingu af því fyrir sögu Íslendinga og Norðmanna. „Jómfrúarferðin verður hingað til Íslands og til Grænlands og fljótlega til baka aftur. Síðan vítt og breitt um þetta svæði sem þeir voru mest á og kynna söguna,“ segir skipasmiðurinn og skipstjórinn. Víkingaskipið Íslendingur er nú varðveitt á safninu Víkingaheimar í Reykjanesbæ.Víkingaheimar Byrjað væri að safna efni í skipið en sjálf smíðin hæfist ekki fyrr en seinnipart næsta sumars. Áætlaður kostnaður viðbyggingu skipsins með öllum nútíma öryggisbúnaði væri um 20 milljónir norskra króna, eða um 260 milljónir íslenskra króna. „Þetta er stórmerkilegt fyrir ekki síst Íslendinga. Líka fyrir Grænland og norður Ameríku. Þetta er skipið sem var notað til að fara á til Ameríku í upphafi, til Vínlands, árið 1000,“ segir Gunnar Marel Eggertsson.
Þýskaland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira