Veit ekki til þess að húsnæðið sé samþykkt til búsetu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2023 11:26 Grunur lék á um að fólk væri fast inni í húsnæðinu þegar útkall barst um eld í Stangarhyl 3 í morgun. Vísir Deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segist ekki vita til þess að húsnæðið við Stangarhyl 3 í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, sé samþykkt til búsetu. Maður á fertugsaldri er þungt haldinn. „Mér finnst mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á atvinnuhúsnæði þar sem fólk býr, að það sé hugað að öryggismálum. Að það sé tryggt eins og kostur er að húsnæðið sé eins öruggt.“ segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa upplýsingar um hvernig brunavörnum var háttað í húsinu en um iðnaðarhúsnæði er að ræða þar sem búið er á efri hæðinni. Starfsmannaleigan Mönnun ehf er skráð til húsa í Stangarhyl 3 auk nokkurra einstaklinga. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan lagði mikinn reyk frá húsinu. Vernharð segir talsverða ringulreið hafa skapast þar sem ekki hafi verið ljóst hversu margir væru inni í húsinu. Reykkafarar björguðu einum út, manni á fertugsaldri, sem var fluttur á slysadeild þar sem hann liggur þungt haldinn. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild, annar með sjúkrabíl en lögregla keyrði hinn þar sem grunur lék á að hann væri með reykeitrun. Talsverðan tíma tók að staðsetja eldinn Þegar gengið hafði verið úr skugga um að ekki væru fleiri inn í húsinu tók eiginlegt slökkvistarf við. „Það var mikill hiti og reykur inni, það tók okkur töluverðan tíma að staðsetja eldinn. En þegar það tókst vorum við nokkuð fljót að slökkva,“ segir Vernharð. Mánuður frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði þar sem maður lést Rúmur mánuður er liðinn síðan karlmaður lést í bruna í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða 7 í Reykjavík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði það andlát hafa orðið vegna þess að pólitísk valdastétt hafi ekki gripið inn í. Hún sagði nauðsynlegt að setja verulegar hömlur á AirBNB leiguhúsnæði og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði. Slökkvilið Reykjavík Bruni í Stangarhyl Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
„Mér finnst mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á atvinnuhúsnæði þar sem fólk býr, að það sé hugað að öryggismálum. Að það sé tryggt eins og kostur er að húsnæðið sé eins öruggt.“ segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa upplýsingar um hvernig brunavörnum var háttað í húsinu en um iðnaðarhúsnæði er að ræða þar sem búið er á efri hæðinni. Starfsmannaleigan Mönnun ehf er skráð til húsa í Stangarhyl 3 auk nokkurra einstaklinga. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan lagði mikinn reyk frá húsinu. Vernharð segir talsverða ringulreið hafa skapast þar sem ekki hafi verið ljóst hversu margir væru inni í húsinu. Reykkafarar björguðu einum út, manni á fertugsaldri, sem var fluttur á slysadeild þar sem hann liggur þungt haldinn. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild, annar með sjúkrabíl en lögregla keyrði hinn þar sem grunur lék á að hann væri með reykeitrun. Talsverðan tíma tók að staðsetja eldinn Þegar gengið hafði verið úr skugga um að ekki væru fleiri inn í húsinu tók eiginlegt slökkvistarf við. „Það var mikill hiti og reykur inni, það tók okkur töluverðan tíma að staðsetja eldinn. En þegar það tókst vorum við nokkuð fljót að slökkva,“ segir Vernharð. Mánuður frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði þar sem maður lést Rúmur mánuður er liðinn síðan karlmaður lést í bruna í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða 7 í Reykjavík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði það andlát hafa orðið vegna þess að pólitísk valdastétt hafi ekki gripið inn í. Hún sagði nauðsynlegt að setja verulegar hömlur á AirBNB leiguhúsnæði og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði.
Slökkvilið Reykjavík Bruni í Stangarhyl Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21