Hvað er þá að Viðreisn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 11:00 „Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári. Kristrún Frostadóttir hafði þá tæpum tveimur vikum áður verið kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins og lýst því yfir af því tilefni að stefna hans um inngöngu í Evrópusambandið yrði sett á ís. Nokkuð sem hún hafði raunar ítrekað boðað frá því að hún lýsti yfir framboði sínu í ágúst sama ár. Þess í stað yrði lögð áherzla á málefni sem væru til þess fallin að sameina vinstrimenn fremur en að sundra þeim. Fróðlegt er að skoða hvernig fylgi flokkanna tveggja hefur þróast á því rúma ári sem liðið er síðan Þorgerður hvatti Evrópusambandssinna í Samfylkingunni til þess að styðja Viðreisn. Fyrir ári mældist fylgi Viðreisnar 8,4% samkvæmt Gallup, hliðstætt og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Í síðustu könnun fyrirtækisins mældist það hins vegar 7,5%. Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar farið úr 16,6% í rúm 29%. Fygisaukingin yrði aðeins einnota Miðað við niðurstöður skoðanakannana síðasta árið er ein helzta ástæða fylgisaukningar Samfylkingarinnar sú ákvörðun forystu flokksins að leggja ekki lengur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Kannanir sýna þannig að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukizt verulega í röðum þeirra sem andvígir eru því að gengið verði í sambandið. Margir andstæðingar inngöngu í það telja nú greinilega óhætt að styðja flokkinn. Hins vegar er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Samfylkingunni. Einungis áherzlubreytingu sem fyrr segir. Stefnan er óbreytt og þó Kristrún hafi sagt að innganga í Evrópusambandið sé ekki á dagskrá hefur hún líka sagt að það gæti breytzt ef aðstæður kölluðu á það. Með öðrum orðum gæti það allt eins gerzt strax eftir kosningar í krafti atkvæða andstæðinga inngöngu í sambandið. Mikil pólitísk áhættu fælist hins vegar í því enda myndu umræddir kjósendur líklega seint treysta Kristrúnu og Samfylkingunni aftur fyrir atkvæðum sínum. Fygisaukingin yrði einnota. Eins gæti slík framganga hæglega leitt til aukinnar andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en hafa verður í huga í því sambandi að ekki væri nóg að koma málinu af stað heldur þyrfti einnig að lenda því sem er ferli sem tekur mörg ár. Fátt sem bendir til háværrar kröfu Fullyrt er gjarnan í röðum Viðreisnar að hávær krafa sé uppi um það að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fátt ef eitthvað bendir þó til þess að svo sé í raun. Fylgi Viðreisnar, sem ekki aðeins er eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það, sýnir það ágætlega. Væri slík krafa raunverulega fyrir hendi ætti það að sýna sig í stórauknum stuðningi við flokkinn. Miðað við niðurstöður skoðanakannana hafa þeir, sem segjast mjög hlynntir inngöngu í Evrópusambandið og kunna því að láta málið ráða atkvæði sínu í þingkosningum, einungis verið um 22%. Fyrir fylgisaukningu Samfylkingarinnar mældist samanlagt fylgi flokkanna tveggja að sama skapi um 22% en skref í átt að inngöngu í sambandið verða eðli málsins samkvæmt ekki tekin nema þingmeirihluti verði fyrir því. Telji forystumenn Viðeisnar engu að síður að hávær krafa sé til staðar í þjóðfélaginu um að stefnt verði að inngöngu í Evrópusambandið stendur vitanlega upp á þá að útskýra hvers vegna það hafi ekki skilað sér í stórauknum stuðningi við eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið? Ekki sízt eftir hvatningu flokksformannsins fyrir ári síðan til Evrópusambandssinna um að styðja hann. Hvað sé þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
„Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári. Kristrún Frostadóttir hafði þá tæpum tveimur vikum áður verið kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins og lýst því yfir af því tilefni að stefna hans um inngöngu í Evrópusambandið yrði sett á ís. Nokkuð sem hún hafði raunar ítrekað boðað frá því að hún lýsti yfir framboði sínu í ágúst sama ár. Þess í stað yrði lögð áherzla á málefni sem væru til þess fallin að sameina vinstrimenn fremur en að sundra þeim. Fróðlegt er að skoða hvernig fylgi flokkanna tveggja hefur þróast á því rúma ári sem liðið er síðan Þorgerður hvatti Evrópusambandssinna í Samfylkingunni til þess að styðja Viðreisn. Fyrir ári mældist fylgi Viðreisnar 8,4% samkvæmt Gallup, hliðstætt og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Í síðustu könnun fyrirtækisins mældist það hins vegar 7,5%. Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar farið úr 16,6% í rúm 29%. Fygisaukingin yrði aðeins einnota Miðað við niðurstöður skoðanakannana síðasta árið er ein helzta ástæða fylgisaukningar Samfylkingarinnar sú ákvörðun forystu flokksins að leggja ekki lengur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Kannanir sýna þannig að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukizt verulega í röðum þeirra sem andvígir eru því að gengið verði í sambandið. Margir andstæðingar inngöngu í það telja nú greinilega óhætt að styðja flokkinn. Hins vegar er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Samfylkingunni. Einungis áherzlubreytingu sem fyrr segir. Stefnan er óbreytt og þó Kristrún hafi sagt að innganga í Evrópusambandið sé ekki á dagskrá hefur hún líka sagt að það gæti breytzt ef aðstæður kölluðu á það. Með öðrum orðum gæti það allt eins gerzt strax eftir kosningar í krafti atkvæða andstæðinga inngöngu í sambandið. Mikil pólitísk áhættu fælist hins vegar í því enda myndu umræddir kjósendur líklega seint treysta Kristrúnu og Samfylkingunni aftur fyrir atkvæðum sínum. Fygisaukingin yrði einnota. Eins gæti slík framganga hæglega leitt til aukinnar andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en hafa verður í huga í því sambandi að ekki væri nóg að koma málinu af stað heldur þyrfti einnig að lenda því sem er ferli sem tekur mörg ár. Fátt sem bendir til háværrar kröfu Fullyrt er gjarnan í röðum Viðreisnar að hávær krafa sé uppi um það að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fátt ef eitthvað bendir þó til þess að svo sé í raun. Fylgi Viðreisnar, sem ekki aðeins er eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það, sýnir það ágætlega. Væri slík krafa raunverulega fyrir hendi ætti það að sýna sig í stórauknum stuðningi við flokkinn. Miðað við niðurstöður skoðanakannana hafa þeir, sem segjast mjög hlynntir inngöngu í Evrópusambandið og kunna því að láta málið ráða atkvæði sínu í þingkosningum, einungis verið um 22%. Fyrir fylgisaukningu Samfylkingarinnar mældist samanlagt fylgi flokkanna tveggja að sama skapi um 22% en skref í átt að inngöngu í sambandið verða eðli málsins samkvæmt ekki tekin nema þingmeirihluti verði fyrir því. Telji forystumenn Viðeisnar engu að síður að hávær krafa sé til staðar í þjóðfélaginu um að stefnt verði að inngöngu í Evrópusambandið stendur vitanlega upp á þá að útskýra hvers vegna það hafi ekki skilað sér í stórauknum stuðningi við eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið? Ekki sízt eftir hvatningu flokksformannsins fyrir ári síðan til Evrópusambandssinna um að styðja hann. Hvað sé þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun