Þingmenn xD í Suðvestur mega ekki verða veikir Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2023 14:35 Arnar Þór er 1. varamaður og ef hann á ekki að sleppa inná þing, þá má þeim Bjarna, Jóni, Bryndísi og Óla Birni ekki verða misdægurt. vísir/vilhelm Arnar Þór Jónsson lögmaður, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, segist hafa öruggar heimildir fyrir því að ekki megi til þess koma að hann taki sæti á þingi. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ segir Arnar Þór á bloggsíðu sinni. Arnar Þór lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, sérstaklega þegar slík útilokun er lögð á á vogarskálar samvisku, sannfæringar og innri heilinda. „En að því sögðu óska ég Sjálfstæðisflokknum alls góðs og bind enn vonir við að allt það góða fólk sem þar er finni hjá sér styrk til að rísa undir merkjum flokksins og vera „arftakar Kennedys, Reagans og Lincolns“.“ Segir Arnar sem leggur út af pistli Óla Björns Kárasonar sem fjallar um pólitíska arfleifð John F. Kennedy. Vísir heyrði því fleygt þegar ráðherraskipti voru nýverið, þegar Jón Gunnarsson vék fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu, að hann hafi „ekki mátt hætta“ á þingi af þessum sökum. Bjarni hafi því þurft að lofa honum einhverju fyrir sinn snúð en Jón hafði velt því fyrir sér að láta alfarið af störfum. Þetta var kenning sem þótti óvarlegt að fara með út þá en Arnar Þór segist nú hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að allt verði gert til að hann taki ekki sæti á þinginu af hálfu Sjálfstæðismanna. „Þau boð hafi verið látin út ganga að enginn þingmaður í SV kjördæmi megi forfallast til að tryggja að ég komi ekki aftur inn,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Og bætir við: „Örugg heimild.“ Arnar er 1. varaþingmaður kjördæmisins sem þýðir þá að Sjálfstæðismenn verða að gæta þess vandlega að ekkert hendi þau Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndísi Haraldsdóttur og Óla Björn Kárason, þau mega helst ekki fá kvef. Annars er voðinn vís og „minkurinn“ sleppur inn í hænsnahúsið. En Arnar Þór hefur meðal annars vakið athygli fyrir ódeiga baráttu fyrir tjáningarfrelsinu. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
„Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ segir Arnar Þór á bloggsíðu sinni. Arnar Þór lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, sérstaklega þegar slík útilokun er lögð á á vogarskálar samvisku, sannfæringar og innri heilinda. „En að því sögðu óska ég Sjálfstæðisflokknum alls góðs og bind enn vonir við að allt það góða fólk sem þar er finni hjá sér styrk til að rísa undir merkjum flokksins og vera „arftakar Kennedys, Reagans og Lincolns“.“ Segir Arnar sem leggur út af pistli Óla Björns Kárasonar sem fjallar um pólitíska arfleifð John F. Kennedy. Vísir heyrði því fleygt þegar ráðherraskipti voru nýverið, þegar Jón Gunnarsson vék fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu, að hann hafi „ekki mátt hætta“ á þingi af þessum sökum. Bjarni hafi því þurft að lofa honum einhverju fyrir sinn snúð en Jón hafði velt því fyrir sér að láta alfarið af störfum. Þetta var kenning sem þótti óvarlegt að fara með út þá en Arnar Þór segist nú hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að allt verði gert til að hann taki ekki sæti á þinginu af hálfu Sjálfstæðismanna. „Þau boð hafi verið látin út ganga að enginn þingmaður í SV kjördæmi megi forfallast til að tryggja að ég komi ekki aftur inn,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Og bætir við: „Örugg heimild.“ Arnar er 1. varaþingmaður kjördæmisins sem þýðir þá að Sjálfstæðismenn verða að gæta þess vandlega að ekkert hendi þau Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndísi Haraldsdóttur og Óla Björn Kárason, þau mega helst ekki fá kvef. Annars er voðinn vís og „minkurinn“ sleppur inn í hænsnahúsið. En Arnar Þór hefur meðal annars vakið athygli fyrir ódeiga baráttu fyrir tjáningarfrelsinu.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira