Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2023 21:11 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sýnir berggang við Stykkishólmshöfn en slík fyrirbæri myndast í kvikuinnskotum. Mynd/Stöð 2. Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. Haraldur er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi en á að baki langan alþjóðlegan vísindaferil við eldfjallarannsóknir víða um heim. Hann ræddi við okkur í dag frá Massachusetts í Bandaríkjunum. Þegar við báðum hann um að meta líkur á eldgosi við Grindavík benti hann á að kvikugangur sem þessi storknaði hratt. „Það fer eftir því hvað hann er þykkur hversu hratt hann storknar. Kvikugangur sem er meter, hann storknar á nokkrum dögum,“ segir Haraldur í frétt Stöðvar 2 og giskar á að þessi sé um tveggja metra breiður. „Ég mundi halda að hann sé búinn að tapa ansi miklum hita, að gangurinn sé orðinn hálfstorknaður, orðinn stinnur, og minni líkur á að kvikan gangi upp. Svo að ég mundi ekki búast við gosi núna.“ Grindavík er ein öflugasta útgerðarstöð landsins. Öll starfsemi í bænum hefur legið niðri frá því Almannavarnir fyrirskipuðu rýmingu þann 10. nóvember.Vilhelm Gunnarsson En telur Haraldur að það fari þá að verða óhætt fyrir Grindvíkinga að snúa heim? Eða þurfa þeir að bíða í marga mánuði? „Þetta er viðkvæmt mál. Og þetta eru ákvarðanir sem menn þurfa að taka. Ef ég byggi í Grindavík þá mundi ég vera farinn heim. Nema ég væri með hús sem væri mitt í sigdalnum. Eða mjög nálægt sigdalnum.“ En bætir við að allur sé varinn góður. „Og eðlilegt að sumu leyti að hafa flutt fólkið úr bænum. Ég mundi vera farinn heim fyrir jól,“ segir eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tuttugu mínútna langt viðtal við Harald má sjá hér: Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19 Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ 18. nóvember 2023 13:53 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Haraldur er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi en á að baki langan alþjóðlegan vísindaferil við eldfjallarannsóknir víða um heim. Hann ræddi við okkur í dag frá Massachusetts í Bandaríkjunum. Þegar við báðum hann um að meta líkur á eldgosi við Grindavík benti hann á að kvikugangur sem þessi storknaði hratt. „Það fer eftir því hvað hann er þykkur hversu hratt hann storknar. Kvikugangur sem er meter, hann storknar á nokkrum dögum,“ segir Haraldur í frétt Stöðvar 2 og giskar á að þessi sé um tveggja metra breiður. „Ég mundi halda að hann sé búinn að tapa ansi miklum hita, að gangurinn sé orðinn hálfstorknaður, orðinn stinnur, og minni líkur á að kvikan gangi upp. Svo að ég mundi ekki búast við gosi núna.“ Grindavík er ein öflugasta útgerðarstöð landsins. Öll starfsemi í bænum hefur legið niðri frá því Almannavarnir fyrirskipuðu rýmingu þann 10. nóvember.Vilhelm Gunnarsson En telur Haraldur að það fari þá að verða óhætt fyrir Grindvíkinga að snúa heim? Eða þurfa þeir að bíða í marga mánuði? „Þetta er viðkvæmt mál. Og þetta eru ákvarðanir sem menn þurfa að taka. Ef ég byggi í Grindavík þá mundi ég vera farinn heim. Nema ég væri með hús sem væri mitt í sigdalnum. Eða mjög nálægt sigdalnum.“ En bætir við að allur sé varinn góður. „Og eðlilegt að sumu leyti að hafa flutt fólkið úr bænum. Ég mundi vera farinn heim fyrir jól,“ segir eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tuttugu mínútna langt viðtal við Harald má sjá hér:
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19 Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ 18. nóvember 2023 13:53 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47
Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49
Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19
Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ 18. nóvember 2023 13:53