„Það verða allir að sitja við sama borð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2023 15:01 Stefán Árni Pálsson er stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Vísir Arnar Guðjónsson lét gamminn geyssa um vinnubrögð KKÍ í viðtali eftir sigur Stjörnunnar á Haukum í gær. Málið var rætt í Subway Körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með vinnubrögð KKÍ varðandi það hvort félög geti aflað sér upplýsinga um leikmannalista andstæðinga sína fyrir leiki. Haukar sömdu við nýjan bandarískan leikmann í vikunni og vissi Arnar ekki hvort hann yrði í leikmannahópi liðsins gegn Stjörnunni í gær. „Þetta er búið að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar, listi yfir löglega leikmenn að það sé ekki hægt að fá að sjá það. Öll lið sitja við sama borð. Þegar við síðan semjum við við James Ellisor þá fá Þórsarar að vita það að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar tveimur vikum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta.“ „Á föstudag sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir eru löglegir fyrir Hauka. Vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan bandarískan leikmann, vitandi að þeir eiga á skrifstofunni Emil Barja, vitandi að Anna Soffía er gengin til liðs við þær frá Breiðablik. KKÍ getur ekki séð sér fært að vita. Ekki í gær klukkan fjögur, við æfðum klukkan fimm ekki vitandi hverjir eru löglegir á móti okkur.“ Arnar segir ólíðandi að málum sé svona háttað og að geta ekki einu sinni verið viss hvort lið séu með löglegt lið á móti þeim. Hann segir að svo virðist sem tölvupóstar hjá KKÍ hafni í einhverju svartholi. „Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum“ „Ég skil hann að vissu leyti. Það er frekar pirrandi að vera að undirbúa liðið sitt og þú veist ekki hvaða liði þú ert að fara að mæta,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Stefán Árni, Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson fóru yfir málið í gær og voru sammála Arnari í gagnrýni hans. „Réttilega segir Arnar að það verði allir að sitja við sama borð þegar kemur að þessu. Það getur ekki verið að einhver geti hringt og fengið allt staðfest en ekki hann. Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum,“ sagði Teitur. Klippa: Umræða um ummæli Arnar Guðjónsson um vinnubrögð KKÍ „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránlegt. Ef það er satt sem hann segir, sem ég reikna með að sé 100% satt, þá er það bara hræðilegt,“ sagði Ómar. Haukar eru nýbúnir að semja við Damier Pitts sem lék með Grindavík í fyrra og Ómar sagði það líka skipta máli í samhenginu. „Sérstaklega því þetta er ekki bara einhver bandarískur leikmaður. Þetta er leikmaður sem hefur spilað hérna áður og hann veit hverju hann er að fara að mæta. Hann getur skoðað og sett upp kerfi á móti því.“ Viðtalið við Arnar og umræðu þeirra Stefáns Árna, Ómars og Teits má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með vinnubrögð KKÍ varðandi það hvort félög geti aflað sér upplýsinga um leikmannalista andstæðinga sína fyrir leiki. Haukar sömdu við nýjan bandarískan leikmann í vikunni og vissi Arnar ekki hvort hann yrði í leikmannahópi liðsins gegn Stjörnunni í gær. „Þetta er búið að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar, listi yfir löglega leikmenn að það sé ekki hægt að fá að sjá það. Öll lið sitja við sama borð. Þegar við síðan semjum við við James Ellisor þá fá Þórsarar að vita það að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar tveimur vikum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta.“ „Á föstudag sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir eru löglegir fyrir Hauka. Vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan bandarískan leikmann, vitandi að þeir eiga á skrifstofunni Emil Barja, vitandi að Anna Soffía er gengin til liðs við þær frá Breiðablik. KKÍ getur ekki séð sér fært að vita. Ekki í gær klukkan fjögur, við æfðum klukkan fimm ekki vitandi hverjir eru löglegir á móti okkur.“ Arnar segir ólíðandi að málum sé svona háttað og að geta ekki einu sinni verið viss hvort lið séu með löglegt lið á móti þeim. Hann segir að svo virðist sem tölvupóstar hjá KKÍ hafni í einhverju svartholi. „Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum“ „Ég skil hann að vissu leyti. Það er frekar pirrandi að vera að undirbúa liðið sitt og þú veist ekki hvaða liði þú ert að fara að mæta,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Stefán Árni, Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson fóru yfir málið í gær og voru sammála Arnari í gagnrýni hans. „Réttilega segir Arnar að það verði allir að sitja við sama borð þegar kemur að þessu. Það getur ekki verið að einhver geti hringt og fengið allt staðfest en ekki hann. Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum,“ sagði Teitur. Klippa: Umræða um ummæli Arnar Guðjónsson um vinnubrögð KKÍ „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránlegt. Ef það er satt sem hann segir, sem ég reikna með að sé 100% satt, þá er það bara hræðilegt,“ sagði Ómar. Haukar eru nýbúnir að semja við Damier Pitts sem lék með Grindavík í fyrra og Ómar sagði það líka skipta máli í samhenginu. „Sérstaklega því þetta er ekki bara einhver bandarískur leikmaður. Þetta er leikmaður sem hefur spilað hérna áður og hann veit hverju hann er að fara að mæta. Hann getur skoðað og sett upp kerfi á móti því.“ Viðtalið við Arnar og umræðu þeirra Stefáns Árna, Ómars og Teits má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira