„Er mér óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast“ Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2023 14:01 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir það sér óskiljanlegt hvers vegna ekkert sé búið að gerast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og segir það miður að liðið gæti þurft að spila mikilvægan heimaleik utan landssteinanna. Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Eftir 4-2 tap gegn Slóvakíu á dögunum í undankeppni EM er ljóst að eina færa leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumót næsta árs í Þýskalandi er nú í gegnum mögulegt umspil Þjóðadeildarinnar. Fari svo að Ísland fái heimaleik í því umspili þykir nokkuð ljóst að hann fari í raun og veru ekki fram á heimavelli liðsins, Laugardalsvelli. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Umræða um aðstöðuleysi landsliða okkar í fótbolta er ekki ný af nálinni en lítið hefur þokast áfram í þeim efnum er snúa að því að gera aðstöðunna betri. „Það er langt síðan byrjað var að ræða þetta,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, aðspurður hvað honum finnist um að spila mögulega mikilvægan heimaleik erlendis. „Ég veit ekki hvað þarf að gerast til þess að það fari í einhverjar framkvæmdir. Laugardalsvöllur er búinn að vera lengi á undanþágu, bæði hjá FIFA og UEFA.“ Það sé honum óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast. „Það var meðbyr árin 2016-2018. Afhverju það var ekki farið í þetta þá veit ég ekki. Það er því miður ef við förum í umspilið og fáum heimaleik í seinni leik þess, þegar að við höfum unnið fyrri leikinn, og getum ekki spilað heimaleikinn okkar heima. Það er svolítið spes.“ Klippa: Aron Einar: Það er svolítið spes' Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Eftir 4-2 tap gegn Slóvakíu á dögunum í undankeppni EM er ljóst að eina færa leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumót næsta árs í Þýskalandi er nú í gegnum mögulegt umspil Þjóðadeildarinnar. Fari svo að Ísland fái heimaleik í því umspili þykir nokkuð ljóst að hann fari í raun og veru ekki fram á heimavelli liðsins, Laugardalsvelli. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Umræða um aðstöðuleysi landsliða okkar í fótbolta er ekki ný af nálinni en lítið hefur þokast áfram í þeim efnum er snúa að því að gera aðstöðunna betri. „Það er langt síðan byrjað var að ræða þetta,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, aðspurður hvað honum finnist um að spila mögulega mikilvægan heimaleik erlendis. „Ég veit ekki hvað þarf að gerast til þess að það fari í einhverjar framkvæmdir. Laugardalsvöllur er búinn að vera lengi á undanþágu, bæði hjá FIFA og UEFA.“ Það sé honum óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast. „Það var meðbyr árin 2016-2018. Afhverju það var ekki farið í þetta þá veit ég ekki. Það er því miður ef við förum í umspilið og fáum heimaleik í seinni leik þess, þegar að við höfum unnið fyrri leikinn, og getum ekki spilað heimaleikinn okkar heima. Það er svolítið spes.“ Klippa: Aron Einar: Það er svolítið spes'
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira