Láta sér ekki leiðast: Sá reynslumesti klárar stúdentinn | „Mikið í meðhöndlun“ Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2023 11:00 VIð spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir hefðu fyrir stafni á dauðum stundum í landsliðsverkefnum. Vísir/Samsett mynd Íslenska landsliðið er nú mætt til Lisabon í Portúgal þar sem framundan er leikur við ansi sterkt lið heimamanna á morgun í lokaumferð undankeppni EM í fótbolta. Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Ísland mætir til leiks án þess að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum eftir þungt 4-2 tap gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn. Það skal engum dyljast að á meðan á landsliðsverkefnum stendur er nóg um að vera hjá bæði þjálfarateymi, leikmönnum og öðru starfsliði íslenska landsliðsins og að nægu að huga. Við spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir geri milli æfinga, leikja og funda í landsliðsverkefnum til þess að stytta sér stundir. Athuga ber að viðtölin voru tekin í Vínarborg á þriðjudaginn síðastliðinn þar sem að landsliðið undirbjó sig fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. Aron Einar Gunnarsson (103 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Aron Einar: Hvað gera leikmenn til að stytta sér stundir? „Staða mín er bara þannig að ég er mikið í meðhöndlun. Þá er ég að klára stúdentinn á fjölgreinabraut. Svo eru menn annað hvort bara í Play Station eða slaka á. Endurheimt er mjög mikilvæg í þessum bransa sem við erum í. Sérstaklega þar sem að stutt er á milli leikja hjá mönnum.“ Arnór Ingvi Traustason (52 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Arnór Ingvi: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Sjúkraþjálfararnir fá að finna fyrir því. Við erum að pútta, hendum okkur í spa-ið og það er spilað. Og eins hér í Vín (þar sem Arnór spilaði á sínum tíma hjá Rapid Wien) þá hef ég farið og hitt fólk sem ég kynntist hér á sínum tíma. Það er margt í boði en svo er það bara slökun líka.“ Orri Steinn Óskarsson(5 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Orri Steinn: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Það er bara mismunandi eftir mönnum. Ég persónulega er mikið í því að spila spil, kíkja út í göngutúra, horfa á þætti eða vera eitthvað með strákunum. Það er bara mjög rólegt og maður safnar kröftum fyrir æfingar og leiki. Maður vill ekki vera gera eitthvað of mikið. Maður kíkir kannski í spa-ið en það er bara mjög fínt að vera á góðum hótelum og slaka bara á.“ Arnór Sigurðsson (29 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Arnór Sig: Hvað gera landsliðsmenn til þess að stytta sér stundir? „Ég er mikið að spila lúdó svo er vinsælt að spila tíu. Ég er reyndar ekki kominn inn í það teymi. Svo er maður inni í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurunum að spjalla. Við hittumst ekki oft og því er alltaf gaman og nóg að segja frá þegar að við komum saman aftur. Þetta er öðruvísi en hjá félagsliði manns. Margir af leikmönnum landsliðsins eru góðir vinir manns til langs tíma. Leikmenn sem maður hefur þekkt upp öll yngri landsliðin. Það er alltaf extra skemmtilegt að hanga á hótelinu, spila og gera nánast ekki neitt.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Ísland mætir til leiks án þess að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum eftir þungt 4-2 tap gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn. Það skal engum dyljast að á meðan á landsliðsverkefnum stendur er nóg um að vera hjá bæði þjálfarateymi, leikmönnum og öðru starfsliði íslenska landsliðsins og að nægu að huga. Við spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir geri milli æfinga, leikja og funda í landsliðsverkefnum til þess að stytta sér stundir. Athuga ber að viðtölin voru tekin í Vínarborg á þriðjudaginn síðastliðinn þar sem að landsliðið undirbjó sig fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. Aron Einar Gunnarsson (103 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Aron Einar: Hvað gera leikmenn til að stytta sér stundir? „Staða mín er bara þannig að ég er mikið í meðhöndlun. Þá er ég að klára stúdentinn á fjölgreinabraut. Svo eru menn annað hvort bara í Play Station eða slaka á. Endurheimt er mjög mikilvæg í þessum bransa sem við erum í. Sérstaklega þar sem að stutt er á milli leikja hjá mönnum.“ Arnór Ingvi Traustason (52 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Arnór Ingvi: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Sjúkraþjálfararnir fá að finna fyrir því. Við erum að pútta, hendum okkur í spa-ið og það er spilað. Og eins hér í Vín (þar sem Arnór spilaði á sínum tíma hjá Rapid Wien) þá hef ég farið og hitt fólk sem ég kynntist hér á sínum tíma. Það er margt í boði en svo er það bara slökun líka.“ Orri Steinn Óskarsson(5 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Orri Steinn: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Það er bara mismunandi eftir mönnum. Ég persónulega er mikið í því að spila spil, kíkja út í göngutúra, horfa á þætti eða vera eitthvað með strákunum. Það er bara mjög rólegt og maður safnar kröftum fyrir æfingar og leiki. Maður vill ekki vera gera eitthvað of mikið. Maður kíkir kannski í spa-ið en það er bara mjög fínt að vera á góðum hótelum og slaka bara á.“ Arnór Sigurðsson (29 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Arnór Sig: Hvað gera landsliðsmenn til þess að stytta sér stundir? „Ég er mikið að spila lúdó svo er vinsælt að spila tíu. Ég er reyndar ekki kominn inn í það teymi. Svo er maður inni í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurunum að spjalla. Við hittumst ekki oft og því er alltaf gaman og nóg að segja frá þegar að við komum saman aftur. Þetta er öðruvísi en hjá félagsliði manns. Margir af leikmönnum landsliðsins eru góðir vinir manns til langs tíma. Leikmenn sem maður hefur þekkt upp öll yngri landsliðin. Það er alltaf extra skemmtilegt að hanga á hótelinu, spila og gera nánast ekki neitt.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira