Netöryggi snýst ekki lengur bara um tækni - heldur um fólk Margrét Valgerður Helgadóttir skrifar 17. nóvember 2023 14:31 Við viljum öll geta verið sem mest á netinu og hafa aðgang að góðu og öflugu netsambandi. Lífið okkar hefur að svo miklu leyti færst yfir á stafrænar slóðir. Við eigum í samskiptum við fjölskyldu og vini í gegnum netið. Hver þekkir ekki að hafa skoðað ljósmyndir úr fermingu eða fimmtugsafmæli Fríðu frænku á Facebook. Og við erum mörg sem erum afar þakklát fyrir að geta stundað bankaviðskipti eða átt í netsamskiptum við þjónustustofnanir, og sparað þannig spor og tíma. Októbermánuður er nýliðinn en hann er alþjóðlegur netöryggismánuður og því hafa fyrirtæki og stofnanir út um allan heim undanfarið lagt ríkari áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um þessi mál. Ráðstefnur og málþing eru haldin til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis enda ekki vanþörf á. Málefnið er hins vegar þess eðlis að við þurfum einfaldlega að vera meðvituð um hætturnar allan ársins hring. Netöryggi er málefni sem varðar okkur öll og það er mikill misskilningur að netöryggi sé einungis eitthvað sem þau sem starfa innan tæknigeirans þurfi bara að hugsa um. Netöryggi er einfaldlega orðið órjúfanlegur hluti af almennri öryggisvitund vegna stafrænni tilveru okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum öll að huga að öryggi og vera á varðbergi í öllu því stafræna sem við erum að fást við, óháð aldri og starfstétt. Þar skiptir heldur engu hvort við erum að gera eitthvað í símanum okkar, tölvunni, eða að taka út peninga í hraðbanka. Öryggisógnin er alls staðar í kringum okkur. Þessi stafræni veruleiki hefur þróast hratt en hljóðlega. Fyrir suma hefur þessi þróun verið sýnileg, en það eru stórir hópar í þjóðfélaginu sem hafa ekki náð að fylgja henni eftir og fyllast jafnvel kvíða yfir að þurfa að taka þátt í þessum stafræna heimi sem við búum í núna. Og samhliða þessari þróun hefur það aðeins gleymst að ræða skuggahliðarnar og þann veruleika sem þekkjum í dag. Þessar netöryggisógnirnar og allt það sem getur farið úrskeiðis þegar öll okkar tilvera er orðin stafræn. Ef við spólum 20 ár aftur í tímann þá voru það kerfisstjórar og öryggisstjórar sem höfðu mestar áhyggjur af netöryggi og ógnum þess. Þetta var fólkið sem fjárfesti í eldveggjum og vírusvörnum fyrir sína vinnustaði og var gert ábyrgt fyrir netöryggi og að halda árlegan fyrirlestur fyrir samstarfsfólk sitt með misgóðum árangri. En heimurinn er gjörbreyttur og núna erum við öll komin með tölvu í vasann þ.e. símann okkar, sem inniheldur okkar allra mikilvægustu upplýsingar auk þess að vera alltaf nettengdur. Þótt að kerfisstjórar, öryggisstjórar og sérfræðingar í upplýsingatækni vinna mikið og gott starf að auknu netöryggi fyrir mikilvægar þjónustur sem við reiðum okkur á, þá getum við öll verið fulltrúar að bættu öryggi í okkar stafræna lífi. Staðan í dag er sú að hinn almenni borgari er skotmark netglæpamanna. Við þurfum þess vegna að ræða um netöryggi og nauðsyn þess að passa upp á tækin okkar við börnin okkar, við hvert annað, við foreldra okkar og ömmur og afa. Brýnum fyrir þeim sem eru í kringum okkur að gæta sín á gylliboðum sem eru of góð til að vera sönn. Að svara ekki í símann þegar óþekkt símanúmer erlendis frá eru að hringja og þú átt ekki von á símtali. Að gefa aldrei upp rafræn skilríki nema þú hafir sjálf/-ur óskað eftir innskráningu. Að smella ekki á einhverjar slóðir í leikjum eða í gegnum SMS-skilaboð í farsímanum án þess að vita raunverulega fyrir hvað er verið að opna. Að gefa ekki upp persónulegar upplýsingar um okkur í Facebook leikjum. Að opna ekki slóðir frá póst- og flutningafyrirtækjum ef við höfum ekki verið að panta vörur. Að grandskoða tölvupósta og skilaboð sem dúkka skyndilega upp og svo mætti lengi telja. Aukin vitund í samfélaginu um hvaða hættur steðji að og aukin umræða um þekktar ógnir, hækkar öryggisstigið. Það er einmitt með þessum hætti sem við getum öll verið virkir og mikilvægir þátttakendur í því að bæta netöryggi. Með því að vera vakandi fyrir netsvindlum og -svikum sem einstaklingar og sem hluti af þeim samfélögum sem við erum í hverju sinni. Hvort sem það er á vinnustaðnum, í vinahópnum eða innan fjölskyldunnar. Við erum einfaldlega komin á þann stað í hinum stafræna heimi, að við verðum að taka netöryggisógnina með inn í okkar daglega líf og líta svo á að við séum öll okkar eigin öryggisstjórar. Höfundur er sérfræðingur í stafrænu öryggi og starfar hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Fjarskipti Stafræn þróun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við viljum öll geta verið sem mest á netinu og hafa aðgang að góðu og öflugu netsambandi. Lífið okkar hefur að svo miklu leyti færst yfir á stafrænar slóðir. Við eigum í samskiptum við fjölskyldu og vini í gegnum netið. Hver þekkir ekki að hafa skoðað ljósmyndir úr fermingu eða fimmtugsafmæli Fríðu frænku á Facebook. Og við erum mörg sem erum afar þakklát fyrir að geta stundað bankaviðskipti eða átt í netsamskiptum við þjónustustofnanir, og sparað þannig spor og tíma. Októbermánuður er nýliðinn en hann er alþjóðlegur netöryggismánuður og því hafa fyrirtæki og stofnanir út um allan heim undanfarið lagt ríkari áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um þessi mál. Ráðstefnur og málþing eru haldin til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis enda ekki vanþörf á. Málefnið er hins vegar þess eðlis að við þurfum einfaldlega að vera meðvituð um hætturnar allan ársins hring. Netöryggi er málefni sem varðar okkur öll og það er mikill misskilningur að netöryggi sé einungis eitthvað sem þau sem starfa innan tæknigeirans þurfi bara að hugsa um. Netöryggi er einfaldlega orðið órjúfanlegur hluti af almennri öryggisvitund vegna stafrænni tilveru okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum öll að huga að öryggi og vera á varðbergi í öllu því stafræna sem við erum að fást við, óháð aldri og starfstétt. Þar skiptir heldur engu hvort við erum að gera eitthvað í símanum okkar, tölvunni, eða að taka út peninga í hraðbanka. Öryggisógnin er alls staðar í kringum okkur. Þessi stafræni veruleiki hefur þróast hratt en hljóðlega. Fyrir suma hefur þessi þróun verið sýnileg, en það eru stórir hópar í þjóðfélaginu sem hafa ekki náð að fylgja henni eftir og fyllast jafnvel kvíða yfir að þurfa að taka þátt í þessum stafræna heimi sem við búum í núna. Og samhliða þessari þróun hefur það aðeins gleymst að ræða skuggahliðarnar og þann veruleika sem þekkjum í dag. Þessar netöryggisógnirnar og allt það sem getur farið úrskeiðis þegar öll okkar tilvera er orðin stafræn. Ef við spólum 20 ár aftur í tímann þá voru það kerfisstjórar og öryggisstjórar sem höfðu mestar áhyggjur af netöryggi og ógnum þess. Þetta var fólkið sem fjárfesti í eldveggjum og vírusvörnum fyrir sína vinnustaði og var gert ábyrgt fyrir netöryggi og að halda árlegan fyrirlestur fyrir samstarfsfólk sitt með misgóðum árangri. En heimurinn er gjörbreyttur og núna erum við öll komin með tölvu í vasann þ.e. símann okkar, sem inniheldur okkar allra mikilvægustu upplýsingar auk þess að vera alltaf nettengdur. Þótt að kerfisstjórar, öryggisstjórar og sérfræðingar í upplýsingatækni vinna mikið og gott starf að auknu netöryggi fyrir mikilvægar þjónustur sem við reiðum okkur á, þá getum við öll verið fulltrúar að bættu öryggi í okkar stafræna lífi. Staðan í dag er sú að hinn almenni borgari er skotmark netglæpamanna. Við þurfum þess vegna að ræða um netöryggi og nauðsyn þess að passa upp á tækin okkar við börnin okkar, við hvert annað, við foreldra okkar og ömmur og afa. Brýnum fyrir þeim sem eru í kringum okkur að gæta sín á gylliboðum sem eru of góð til að vera sönn. Að svara ekki í símann þegar óþekkt símanúmer erlendis frá eru að hringja og þú átt ekki von á símtali. Að gefa aldrei upp rafræn skilríki nema þú hafir sjálf/-ur óskað eftir innskráningu. Að smella ekki á einhverjar slóðir í leikjum eða í gegnum SMS-skilaboð í farsímanum án þess að vita raunverulega fyrir hvað er verið að opna. Að gefa ekki upp persónulegar upplýsingar um okkur í Facebook leikjum. Að opna ekki slóðir frá póst- og flutningafyrirtækjum ef við höfum ekki verið að panta vörur. Að grandskoða tölvupósta og skilaboð sem dúkka skyndilega upp og svo mætti lengi telja. Aukin vitund í samfélaginu um hvaða hættur steðji að og aukin umræða um þekktar ógnir, hækkar öryggisstigið. Það er einmitt með þessum hætti sem við getum öll verið virkir og mikilvægir þátttakendur í því að bæta netöryggi. Með því að vera vakandi fyrir netsvindlum og -svikum sem einstaklingar og sem hluti af þeim samfélögum sem við erum í hverju sinni. Hvort sem það er á vinnustaðnum, í vinahópnum eða innan fjölskyldunnar. Við erum einfaldlega komin á þann stað í hinum stafræna heimi, að við verðum að taka netöryggisógnina með inn í okkar daglega líf og líta svo á að við séum öll okkar eigin öryggisstjórar. Höfundur er sérfræðingur í stafrænu öryggi og starfar hjá Fjarskiptastofu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun