Gæti kvikugangur leitað undir Reykjanesbæ? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 09:44 Kort sem sýnir sprungusveima á Reykjanesskaga. Reykjanessbær er utan sprungusveims Reykjaness en Grindavík innan hans. Enn fremur sést að austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar liggja innan sprungusveims Krýsuvíkur. Grindavík liggur innan sprungusveims og sprungusveimur eldstöðvarkerfis Krýsuvíkur liggur um austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Reykjanesbær liggur hins vegar utan sprungusveima. Þetta segir í svari Páls Einarssonar, prófessors emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavef HÍ við spurningunni „Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?“ „Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til staðar fyllir hann sprunguna jafnharðan og hún myndast. Þetta má orða á þann hátt að bergið brotni þegar spennan fer yfir brotmörk bergsins. Vökvinn, í þessu tilfelli kvikan, lækkar brotmörkin og getur þannig leitt til þess að sprunga myndast og stækkar þótt spennan breytist ekki,“ segir í svarinu. Ekkert mæli gegn því kvikugangar geti ferðast lárétt í jarðskorpunni, jafnvel langar vegalengdir. Það ráði bergspennan mestu. Hér á landi ríki lárétt togspenna og allt eins líklegt að kvikugangurinn eigi auðveldara með að mynda lóðrétta sprungu sem breiðist út í lárétta stefnu. Við réttar aðstæður geti slíkur gangur ferðast langar leiðir. Í umbrotunum við Kröflu á árunum 1975 til 1984 náði lengsti gangurinn frá Kröflu og út í Öxarfjörð, um 60 km. Þá myndaðist 48 km gangur í umbrotunum í Holuhrauni árið 2014, sem náði frá Bárðarbungu og til gosstöðvanna. „Kvikugangur skilur eftir sig spor ef hann er nógu stór og nálægt yfirborði. Á yfirborðinu kemur fram sprungukerfi, sprungusveimur, sem endurspeglar legu gangsins og dýpi niður á hann. Beint yfir ganginum myndast venjulega sigdalur. Á Reykjanesskaga koma fram nokkrir slíkir og má með nokkurri vissu nota þá til marks um hvar gangar hafa farið um og hvar ekki. Grindavík liggur innan slíks sprungusveims og sprungusveimur eldstöðvarkerfis Krýsuvíkur liggur um austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar, eins og sést á kortinu hér fyrir ofan sem fengið er úr grein Páls Einarssonar o. fl. (2017). Reykjanesbær liggur hins vegar utan sprungusveima.“ Svarið í heild má finna á Vísindavef HÍ. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar inn klukkan 9 og fyrirtækin klukkan 14 Um 500 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Skjálftum virðist fara fækkandi og aðeins einn skjálfti mælst stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundir og aðeins 43 stærri en 2,0 samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands. 17. nóvember 2023 06:34 Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þetta segir í svari Páls Einarssonar, prófessors emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavef HÍ við spurningunni „Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?“ „Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til staðar fyllir hann sprunguna jafnharðan og hún myndast. Þetta má orða á þann hátt að bergið brotni þegar spennan fer yfir brotmörk bergsins. Vökvinn, í þessu tilfelli kvikan, lækkar brotmörkin og getur þannig leitt til þess að sprunga myndast og stækkar þótt spennan breytist ekki,“ segir í svarinu. Ekkert mæli gegn því kvikugangar geti ferðast lárétt í jarðskorpunni, jafnvel langar vegalengdir. Það ráði bergspennan mestu. Hér á landi ríki lárétt togspenna og allt eins líklegt að kvikugangurinn eigi auðveldara með að mynda lóðrétta sprungu sem breiðist út í lárétta stefnu. Við réttar aðstæður geti slíkur gangur ferðast langar leiðir. Í umbrotunum við Kröflu á árunum 1975 til 1984 náði lengsti gangurinn frá Kröflu og út í Öxarfjörð, um 60 km. Þá myndaðist 48 km gangur í umbrotunum í Holuhrauni árið 2014, sem náði frá Bárðarbungu og til gosstöðvanna. „Kvikugangur skilur eftir sig spor ef hann er nógu stór og nálægt yfirborði. Á yfirborðinu kemur fram sprungukerfi, sprungusveimur, sem endurspeglar legu gangsins og dýpi niður á hann. Beint yfir ganginum myndast venjulega sigdalur. Á Reykjanesskaga koma fram nokkrir slíkir og má með nokkurri vissu nota þá til marks um hvar gangar hafa farið um og hvar ekki. Grindavík liggur innan slíks sprungusveims og sprungusveimur eldstöðvarkerfis Krýsuvíkur liggur um austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar, eins og sést á kortinu hér fyrir ofan sem fengið er úr grein Páls Einarssonar o. fl. (2017). Reykjanesbær liggur hins vegar utan sprungusveima.“ Svarið í heild má finna á Vísindavef HÍ.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar inn klukkan 9 og fyrirtækin klukkan 14 Um 500 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Skjálftum virðist fara fækkandi og aðeins einn skjálfti mælst stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundir og aðeins 43 stærri en 2,0 samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands. 17. nóvember 2023 06:34 Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Vaktin: Íbúar inn klukkan 9 og fyrirtækin klukkan 14 Um 500 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Skjálftum virðist fara fækkandi og aðeins einn skjálfti mælst stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundir og aðeins 43 stærri en 2,0 samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands. 17. nóvember 2023 06:34
Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03