Faraldur ofbeldis og áreitni Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 17. nóvember 2023 08:30 Það er þyngra en tárum taki að skoða niðurstöður úr nýlegri könnun sem VR lét gera meðal félagsfólks. Þar sögðust 54% svarenda hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára þar sem 67% segjast hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi. Sömuleiðis er ástandið marktækt verra hjá félagsfólki af erlendum uppruna þar sem 60% segjast hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Þetta er ekki ástand sem VR mun sætta sig við. Það rétt að rifja hér upp að félagsfólk VR varð að mæta til vinnu á tímum heimsfaraldurs. Þar sá það til þess að öll hefðum við gott aðgengi að lífsnauðsynjum á borð við matvæli og lyf. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst. Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín. Vanlíðan, þunglyndi og svefnleysi eru vel þekktar afleiðingar þess að verða fyrir áreitni og sífellt stærri hópur fólks þarf að leita sér aðstoðar. En á sama tíma hljótum við að vera sammála um að eftirfarandi hegðun á ekkert erindi inn á vinnustaði og enginn á að þurfa að þola slíkt. Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Í þessu, líkt og á mörgum fleiri sviðum, skipta forvarnir miklu máli. Að huga að sjálfsögðum öryggisatriðum til þess að tryggja öryggi starfsfólks. Að allt starfsfólk viti hvert það getur leitað ef það verður fyrir áreitni eða ofbeldi. Að búið sé að móta viðbrögð við atvikum þar sem starfsfólk verður fyrir áreitni og ofbeldi. Það kemur skýrt fram í könnun VR að þar sem atvinnurekendur hafa látið hjá líða að sinna skyldum sínum þegar kemur að forvörnum verður starfsfólk frekar fyrir áreitni og ofbeldi. Og samkvæmt könnun VR er starfsfólk meira en tvöfalt líklegra til þess að hafa orðið vitni að áreitni eða ofbeldi á þeim vinnustöðum þar sem ekki er fyrirliggjandi áhættumat eða viðbragðsáætlun. Krafa VR er alveg skýr í þessu efni. Tryggja verður öryggi launafólks við vinnu sína. Það er rétt að halda því til haga að margir atvinnurekendur standa sig vel og sömuleiðis er alvarlegt ofbeldi sjaldgæft hér á landi. Erlendis berast reglulega til okkar fréttir af því að starfsfólk í verslun og þjónustu hafi orðið fyrir alvarlegu ofbeldi og jafnvel látið lífið við störf sín. Þessi faraldur ofbeldis og áreitni ágerðist við heimsfaraldur Covid og aðgerðum tengdar honum. Hörmuleg dæmi um ofbeldi og svívirðingar sem starfsfólk í verslun hefur þurft að þola hafa birst í fréttum víðsvegar um heim. Alþjóðleg samtök verslunarfólks hafa gert 17. nóvember að alþjóðlegum degi þar sem skorað er á viðskiptavini, atvinnurekendur og stjórnvöld taka höndum saman um aðgerðir til þess að útrýma áreitni og ofbeldi gagnvart starfsfólki í verslun og þjónustu. Við og alþjóðahreyfing verslunarfólks töldum að mikilvægum áfanga í baráttunni gegn ofbeldi hefði verið náð þegar Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkti sáttmála C190, sem er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Þessi sáttmáli var samþykktur á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Með henni fylgdu tilmæli nr. 206 sem leiðbeina eiga þeim ríkjum sem fullgilda samþykktina um hvernig henni skuli hrint í framkvæmd. Það er því dapurleg staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa látið hjá líða að lögfesta C190, þrátt fyrir að hafa árið 2019 skrifað undir samþykktina og þar með undirgengist þá skyldu að lögfesta sáttmálann. Það er skýlaus krafa VR að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar í þessu efni og lögfesti C190, enda full ástæða til. Sá galli er á gildandi lögum að í þeim er ekki gert ráð fyrir að launafólk geti orðið fyrir áreitni eða ofbeldi frá viðskiptavinum og það nýtur því takmarkaðra réttinda í slíkum tilfellum. Um fjórðungur gerenda í könnun VR eru þeir sem þolendur skilgreina sem viðskiptavini eða þriðja aðila. Á þessu tekur C190 og það er því mat VR að hér sé um að ræða gríðarlega mikilvægt mál fyrir félagsfólk VR. VR skorar á atvinnurekendur og stjórnvöld að taka höndum saman með sér um eftirfarandi markmið: Að ofbeldi og áreitni sé aldrei leyfilegt. Að komið sé í veg fyrir kynbundið áreitni og ofbeldi. Að tryggt sé að forvarnir á borð við áhættumat og aðgerðaráætlun sé til staðar á öllum vinnustöðum. Að C190 samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar verði lögfest. Nú fer í hönd sá tími þegar mest mæðir á þeim sem starfa í verslun og þjónustu. Viðmót okkar allra skiptir því máli. Tökum þolinmæðina með okkur í verslunarferðina og sýnum því fólki sem starfar í verslun og þjónustu kurteisi og virðingu. Ekkert okkar á að þurfa þola ofbeldi í starfi og öll eigum við rétt á að okkur sé sýnd virðing. Höfum þá gullnu reglu í huga að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið sé fram við okkur. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er þyngra en tárum taki að skoða niðurstöður úr nýlegri könnun sem VR lét gera meðal félagsfólks. Þar sögðust 54% svarenda hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára þar sem 67% segjast hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi. Sömuleiðis er ástandið marktækt verra hjá félagsfólki af erlendum uppruna þar sem 60% segjast hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Þetta er ekki ástand sem VR mun sætta sig við. Það rétt að rifja hér upp að félagsfólk VR varð að mæta til vinnu á tímum heimsfaraldurs. Þar sá það til þess að öll hefðum við gott aðgengi að lífsnauðsynjum á borð við matvæli og lyf. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst. Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín. Vanlíðan, þunglyndi og svefnleysi eru vel þekktar afleiðingar þess að verða fyrir áreitni og sífellt stærri hópur fólks þarf að leita sér aðstoðar. En á sama tíma hljótum við að vera sammála um að eftirfarandi hegðun á ekkert erindi inn á vinnustaði og enginn á að þurfa að þola slíkt. Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Í þessu, líkt og á mörgum fleiri sviðum, skipta forvarnir miklu máli. Að huga að sjálfsögðum öryggisatriðum til þess að tryggja öryggi starfsfólks. Að allt starfsfólk viti hvert það getur leitað ef það verður fyrir áreitni eða ofbeldi. Að búið sé að móta viðbrögð við atvikum þar sem starfsfólk verður fyrir áreitni og ofbeldi. Það kemur skýrt fram í könnun VR að þar sem atvinnurekendur hafa látið hjá líða að sinna skyldum sínum þegar kemur að forvörnum verður starfsfólk frekar fyrir áreitni og ofbeldi. Og samkvæmt könnun VR er starfsfólk meira en tvöfalt líklegra til þess að hafa orðið vitni að áreitni eða ofbeldi á þeim vinnustöðum þar sem ekki er fyrirliggjandi áhættumat eða viðbragðsáætlun. Krafa VR er alveg skýr í þessu efni. Tryggja verður öryggi launafólks við vinnu sína. Það er rétt að halda því til haga að margir atvinnurekendur standa sig vel og sömuleiðis er alvarlegt ofbeldi sjaldgæft hér á landi. Erlendis berast reglulega til okkar fréttir af því að starfsfólk í verslun og þjónustu hafi orðið fyrir alvarlegu ofbeldi og jafnvel látið lífið við störf sín. Þessi faraldur ofbeldis og áreitni ágerðist við heimsfaraldur Covid og aðgerðum tengdar honum. Hörmuleg dæmi um ofbeldi og svívirðingar sem starfsfólk í verslun hefur þurft að þola hafa birst í fréttum víðsvegar um heim. Alþjóðleg samtök verslunarfólks hafa gert 17. nóvember að alþjóðlegum degi þar sem skorað er á viðskiptavini, atvinnurekendur og stjórnvöld taka höndum saman um aðgerðir til þess að útrýma áreitni og ofbeldi gagnvart starfsfólki í verslun og þjónustu. Við og alþjóðahreyfing verslunarfólks töldum að mikilvægum áfanga í baráttunni gegn ofbeldi hefði verið náð þegar Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkti sáttmála C190, sem er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Þessi sáttmáli var samþykktur á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Með henni fylgdu tilmæli nr. 206 sem leiðbeina eiga þeim ríkjum sem fullgilda samþykktina um hvernig henni skuli hrint í framkvæmd. Það er því dapurleg staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa látið hjá líða að lögfesta C190, þrátt fyrir að hafa árið 2019 skrifað undir samþykktina og þar með undirgengist þá skyldu að lögfesta sáttmálann. Það er skýlaus krafa VR að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar í þessu efni og lögfesti C190, enda full ástæða til. Sá galli er á gildandi lögum að í þeim er ekki gert ráð fyrir að launafólk geti orðið fyrir áreitni eða ofbeldi frá viðskiptavinum og það nýtur því takmarkaðra réttinda í slíkum tilfellum. Um fjórðungur gerenda í könnun VR eru þeir sem þolendur skilgreina sem viðskiptavini eða þriðja aðila. Á þessu tekur C190 og það er því mat VR að hér sé um að ræða gríðarlega mikilvægt mál fyrir félagsfólk VR. VR skorar á atvinnurekendur og stjórnvöld að taka höndum saman með sér um eftirfarandi markmið: Að ofbeldi og áreitni sé aldrei leyfilegt. Að komið sé í veg fyrir kynbundið áreitni og ofbeldi. Að tryggt sé að forvarnir á borð við áhættumat og aðgerðaráætlun sé til staðar á öllum vinnustöðum. Að C190 samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar verði lögfest. Nú fer í hönd sá tími þegar mest mæðir á þeim sem starfa í verslun og þjónustu. Viðmót okkar allra skiptir því máli. Tökum þolinmæðina með okkur í verslunarferðina og sýnum því fólki sem starfar í verslun og þjónustu kurteisi og virðingu. Ekkert okkar á að þurfa þola ofbeldi í starfi og öll eigum við rétt á að okkur sé sýnd virðing. Höfum þá gullnu reglu í huga að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið sé fram við okkur. Höfundur er formaður VR.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun