Ratcliffe ætlar að fá ráð hjá Sir Alex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2023 07:01 Sir Jim Ratcliffe ætlar sér stóra hluti með Manchester United. Peter Byrne/Getty Images Búist er við því að Sir Jim Ratcliffe muni spyrja Sir Alex Ferguson ráða þegar kemur að því að umturna Manchester United en búist er við því að gengið verði frá kaupum Ratcliffe á 25 prósent eignarhlut í félaginu á næstu dögum. Eftir að ljóst var að Glazer-fjölskyldan hygðist ekki selja Man United, þrátt fyrir að Ratcliffe og Sheikh Jassim frá Katar hafi ítrekað hækkað boð sín í enska knattspyrnufélagið, þá ákvað Ratcliffe að fara aðra leið. Hann mun kaupa 25 prósent eignarhlut í félaginu og fær að sjá alfarið um knattspyrnuhliðina. Það virðist sem hann sé þegar byrjaður að taka til hendinni en á dögunum var tilkynnt að Richard Arnold myndi láta af störfum um árslok. Enn á eftir að ganga frá kaupum Ratcliffe á fjórðungi félagsins en það breytir því ekki að fjölmiðlar á Bretlandseyjum fjalla um málið eins og það sé frágengið. The Telegraph greinir frá því að hinn 71 árs gamli Ratcliffe ætli að leita til Sir Alex Ferguson og fá hjá honum ráð um hvernig sé best að setja upp „knattspyrnuhlið“ félagsins. Sir Alex þarf vart að kynna en hann stýrði Man United frá 1986 til 2013 og vann fjölda titla, þar af 13 Englandsmeistaratitla. Síðan hann setti þjálfaraúlpuna í skápinn hefur félagið ekki orðið enskur meistari. Exclusive: Sir Jim Ratcliffe expected to take guidance from Sir Alex Ferguson in radical overhaul of Man Utd which could be good news for Dougie Freedman, although there are other sporting director targets. @Matt_Law_DT and @Tom_Morgs#TelegraphFootball #MUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 16, 2023 Búast má við fleiri breytingum hjá Man United þar sem John Murtough er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eins og staðan er í dag en næsta öruggt er að Ratcliffe muni skipta honum út. Richard Arnold gone, and two to follow?Major doubts are forming over the future of two more figures at the head of Man Utd as the Sir Jim Ratcliffe revolution gathers paceMore from @DiscoMirror: https://t.co/QEAFAFXom0 pic.twitter.com/EbSw1b5i1q— Mirror Football (@MirrorFootball) November 15, 2023 Man United situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stigum minna en topplið Man City. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Eftir að ljóst var að Glazer-fjölskyldan hygðist ekki selja Man United, þrátt fyrir að Ratcliffe og Sheikh Jassim frá Katar hafi ítrekað hækkað boð sín í enska knattspyrnufélagið, þá ákvað Ratcliffe að fara aðra leið. Hann mun kaupa 25 prósent eignarhlut í félaginu og fær að sjá alfarið um knattspyrnuhliðina. Það virðist sem hann sé þegar byrjaður að taka til hendinni en á dögunum var tilkynnt að Richard Arnold myndi láta af störfum um árslok. Enn á eftir að ganga frá kaupum Ratcliffe á fjórðungi félagsins en það breytir því ekki að fjölmiðlar á Bretlandseyjum fjalla um málið eins og það sé frágengið. The Telegraph greinir frá því að hinn 71 árs gamli Ratcliffe ætli að leita til Sir Alex Ferguson og fá hjá honum ráð um hvernig sé best að setja upp „knattspyrnuhlið“ félagsins. Sir Alex þarf vart að kynna en hann stýrði Man United frá 1986 til 2013 og vann fjölda titla, þar af 13 Englandsmeistaratitla. Síðan hann setti þjálfaraúlpuna í skápinn hefur félagið ekki orðið enskur meistari. Exclusive: Sir Jim Ratcliffe expected to take guidance from Sir Alex Ferguson in radical overhaul of Man Utd which could be good news for Dougie Freedman, although there are other sporting director targets. @Matt_Law_DT and @Tom_Morgs#TelegraphFootball #MUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 16, 2023 Búast má við fleiri breytingum hjá Man United þar sem John Murtough er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eins og staðan er í dag en næsta öruggt er að Ratcliffe muni skipta honum út. Richard Arnold gone, and two to follow?Major doubts are forming over the future of two more figures at the head of Man Utd as the Sir Jim Ratcliffe revolution gathers paceMore from @DiscoMirror: https://t.co/QEAFAFXom0 pic.twitter.com/EbSw1b5i1q— Mirror Football (@MirrorFootball) November 15, 2023 Man United situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stigum minna en topplið Man City.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira