Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2023 12:18 Patricia og Rúrik búa í hesthúsi og bíða hvað þess sem verða vill. Að sögn Rúriks hefur Patriciu orðið um og ó, hún er frá Sviss og ekki vön jarðskjálftum. Rúrik Hreinsson/Patricia Hobi Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. Þegar blaðamaður náði tali af Rúrik var hann á leið til Grindavíkur eftir Suðurstrandavegi eftir nýfengið grænt ljós frá yfirvöldum þess efnis að þeir mættu skjótast í hús sín og ná í „einhverja larfa“ eins og Rúrik orðar þar. Fer vel um þau í hesthúsinu En þegar bærinn var rýmdur fengu þau inni í hesthúsi hjá vinafólki sínu. Rúrik lætur vel af dvöl þeirra þar. „Það fer ægilega vel um okkur, notalegt að vera inni um hestana og svo erum við með kisurnar okkar tvær hjá okkur og fjóra hesta,“ segir Rúrik. Þau hjónaleysin eiga níu hesta alls. Þau voru svo fyrirhyggjusöm að koma þremur þeirra fyrir í Keflavík þar sem þeir eru á beit og tveir hestanna eru á Mýrum. Fjórir eru svo með þeim í Fjárborgum. Rúrik kvartar ekki og segist ánægður með viðbrögð yfirvalda. „Ég held að menn séu að gera sitt besta og eru að reyna að gæta öryggis fólks. Ég tek ofan hattinn fyrir þessu fólki og er ekki að ergja mig yfir smámunum.“ Rúrik hefur fullan skilning á því að reistar hafi verið skorður við því að fólk hafi ekki fengið að fara eftir gæludýrum sínum og nú rofar eitthvað til með það. „Fyrst eru menn að hugsa um öryggi fólks og svo eru dýrin í framhaldi af því.“ Patricia í rusli vegna jarðhræringanna Rúrik er sjómaður en kærasta hans, hún Patrica, starfar hjá Silica við Bláa lónið. Hún er frá Sviss en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. „Hún er alveg í rusli yfir þessu öllu saman. Þetta hefur fengið verulega á hana. Hún er óvön jarðskjálftum,“ segir Rúrik. Hann segir ömurlegt til þess að hugsa að geta hugsanlega ekki lengur búið í sínum heimabæ. „Ég er fæddur og uppalinn á Þingeyri en hef búið í Grindavík frá 1993,“ segir Rúrik sem lítur á sig sem Þingeyring og Grindvíking jöfnum höndum. „Ég sleit barnsskónum á Þingeyri og flutti 13 ára til Grindavíkur.“ En það sem uppúr stendur er að finna fyrir hinni miklu samkennd sem ríkir í samfélaginu. „Sama hvar borið er niður. Það er búið að hringja í mann víðs vegar að og bjóða manni allskonar húsnæði og aðstöðu fyrir okkur og hrossin. Þetta er heiðursfólk sem á Fákaland og þau eiga mikið hrós skilið fyrir að hleypa okkur inn og leyfa okkur að búa þarna. Þetta er með ólíkindum,“ segir Rúrik. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Þegar blaðamaður náði tali af Rúrik var hann á leið til Grindavíkur eftir Suðurstrandavegi eftir nýfengið grænt ljós frá yfirvöldum þess efnis að þeir mættu skjótast í hús sín og ná í „einhverja larfa“ eins og Rúrik orðar þar. Fer vel um þau í hesthúsinu En þegar bærinn var rýmdur fengu þau inni í hesthúsi hjá vinafólki sínu. Rúrik lætur vel af dvöl þeirra þar. „Það fer ægilega vel um okkur, notalegt að vera inni um hestana og svo erum við með kisurnar okkar tvær hjá okkur og fjóra hesta,“ segir Rúrik. Þau hjónaleysin eiga níu hesta alls. Þau voru svo fyrirhyggjusöm að koma þremur þeirra fyrir í Keflavík þar sem þeir eru á beit og tveir hestanna eru á Mýrum. Fjórir eru svo með þeim í Fjárborgum. Rúrik kvartar ekki og segist ánægður með viðbrögð yfirvalda. „Ég held að menn séu að gera sitt besta og eru að reyna að gæta öryggis fólks. Ég tek ofan hattinn fyrir þessu fólki og er ekki að ergja mig yfir smámunum.“ Rúrik hefur fullan skilning á því að reistar hafi verið skorður við því að fólk hafi ekki fengið að fara eftir gæludýrum sínum og nú rofar eitthvað til með það. „Fyrst eru menn að hugsa um öryggi fólks og svo eru dýrin í framhaldi af því.“ Patricia í rusli vegna jarðhræringanna Rúrik er sjómaður en kærasta hans, hún Patrica, starfar hjá Silica við Bláa lónið. Hún er frá Sviss en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. „Hún er alveg í rusli yfir þessu öllu saman. Þetta hefur fengið verulega á hana. Hún er óvön jarðskjálftum,“ segir Rúrik. Hann segir ömurlegt til þess að hugsa að geta hugsanlega ekki lengur búið í sínum heimabæ. „Ég er fæddur og uppalinn á Þingeyri en hef búið í Grindavík frá 1993,“ segir Rúrik sem lítur á sig sem Þingeyring og Grindvíking jöfnum höndum. „Ég sleit barnsskónum á Þingeyri og flutti 13 ára til Grindavíkur.“ En það sem uppúr stendur er að finna fyrir hinni miklu samkennd sem ríkir í samfélaginu. „Sama hvar borið er niður. Það er búið að hringja í mann víðs vegar að og bjóða manni allskonar húsnæði og aðstöðu fyrir okkur og hrossin. Þetta er heiðursfólk sem á Fákaland og þau eiga mikið hrós skilið fyrir að hleypa okkur inn og leyfa okkur að búa þarna. Þetta er með ólíkindum,“ segir Rúrik.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira