Of seint að breyta tryggingum Grindvíkinga Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2023 10:41 Leiða má að því líkur að innbú margra þessara húsa séu ekki tryggð gagnvart náttúruhamförum. Vísir/Vilhelm Náttúruhamfaratrygging Íslands segir að þar sem búið sé að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn sé ljóst að ekki megi gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir í bænum. Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir að í aðdragandanum að þeim atburðum sem nú standa yfir í Grindavík hafi forstjóri NTÍ notað hvert tækifæri til að hvetja íbúa á Suðurnesjum til að yfirfara sína vátryggingavernd til að sem flestir séu hæfilega tryggðir ef til atburða kæmi. Það sé hins vegar svo að í reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands er kveðið á um að óheimilt sé að gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir á þeim stað eða svæði, sem í hættu er þegar vátryggingaratburður er hafin eða hann er yfirvofandi. „Þar sem nú er búið að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn er mikilvægt að ljóst sé að þessi grein hefur verið virkjuð og lítur NTÍ svo á að allir nýir samningar eða breytingar á eldri samningum á því svæði sem nú er skilgreint hættusvæði séu ógildir.“ Innbú ekki tryggt nema sérstaklega sé um það samið Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tilvist hennar er nauðsynleg þar sem hefðbundnar tryggingar vátryggingafélaga tryggja ekki gegn tjóni sem verður vegna náttúruhamfara. Stofnunin tryggir húseignir, innbú og lausafé, sem er brunatryggt hjá vátryggingafélagi með íslenskt starfsleyfi gagnvart náttúruhamförum. Hins vegar er það svo að tryggja þarf innbú og lausafé sérstaklega, slík trygging er ekki innifalin í lögbundinni brunatryggingu. Í frétt Vísis frá árinu 2021, þegar jörð tók fyrst að skjálfa á Reykjanesi, segir að lauslega áætlað sé talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands þá. Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir að í aðdragandanum að þeim atburðum sem nú standa yfir í Grindavík hafi forstjóri NTÍ notað hvert tækifæri til að hvetja íbúa á Suðurnesjum til að yfirfara sína vátryggingavernd til að sem flestir séu hæfilega tryggðir ef til atburða kæmi. Það sé hins vegar svo að í reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands er kveðið á um að óheimilt sé að gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir á þeim stað eða svæði, sem í hættu er þegar vátryggingaratburður er hafin eða hann er yfirvofandi. „Þar sem nú er búið að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn er mikilvægt að ljóst sé að þessi grein hefur verið virkjuð og lítur NTÍ svo á að allir nýir samningar eða breytingar á eldri samningum á því svæði sem nú er skilgreint hættusvæði séu ógildir.“ Innbú ekki tryggt nema sérstaklega sé um það samið Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tilvist hennar er nauðsynleg þar sem hefðbundnar tryggingar vátryggingafélaga tryggja ekki gegn tjóni sem verður vegna náttúruhamfara. Stofnunin tryggir húseignir, innbú og lausafé, sem er brunatryggt hjá vátryggingafélagi með íslenskt starfsleyfi gagnvart náttúruhamförum. Hins vegar er það svo að tryggja þarf innbú og lausafé sérstaklega, slík trygging er ekki innifalin í lögbundinni brunatryggingu. Í frétt Vísis frá árinu 2021, þegar jörð tók fyrst að skjálfa á Reykjanesi, segir að lauslega áætlað sé talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands þá.
Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira