Kostar skólann ellefu milljarða að reka þjálfarann og ætla samt að reka hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 11:01 Jimbo Fisher þarf ekki að leita sér að nýju starfi á næstunni þvi starfslokin hjá Texas A&M eru honum afar hagstæð. Getty/Justin Ford Texas A&M skólinn hefur ákveðið að reka þjálfara fótboltaliðsins síns og þrátt fyrir að það kosti metupphæð að losa sig við hann. Þjálfari ameríska fótboltaliðsins hjá Texas A&M heitir Jimbo Fisher og hann var heldur betur með skotheldan samning til ársins 2031. Breaking: Jimbo Fisher has been fired as Texas A&M head coach, sources told @PeteThamel. pic.twitter.com/Ap8xLrkSDa— ESPN (@espn) November 12, 2023 Samtals mun það kosta skólann 77 milljónir Bandaríkjadala að losna við þjálfarann eða ellefu milljarða íslenskra króna. Það verður þrefalt meira en gamla metið yfir dýrasta brottreksturinn. Stjórn Texas A&M komst að þeirri niðurstöðu að reka Fisher eftir fjögurra tíma maraþonfund. Fyrir brottrekstur Fisher var mesti kostnaður við að reka þjálfara þegar Auburn skólinn rak Gus Malzahn árið 2020 sem kostaði skólann 21 milljón dollara eða rétt rúmlega þrjá milljarða í íslenskum krónum. Ástæða þess að þetta er skólanum svona dýrt spaug er þessi skotheldi samningur Fisher sem vissi heldur betur hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir sinn samning við skólann. Hann naut góðs af því að LSU var þá að reyna að stela honum frá Texas A&M. Texas A&M fires coach Jimbo Fisher, a move that will cost the school $75M https://t.co/ItTt9PVgpV— The Denver Post (@denverpost) November 13, 2023 Fisher skrifaði fyrst undir tíu ára samning við Texas A&M University í desember 2017 en fyrir 2021 tímabilið þá framlengdi hann samninginn út 2031 tímabilið. Það er þessi framlenging sem er að tryggja honum ótrúlegar tekjur næstu árin fyrir að gera ekki neitt. Texas A&M þarf að borga honum 19,2 milljón dollara innan við sextíu daga frá brottrekstrinum, 2,7 milljarða íslenskra króna. Skólinn þarf síðan að borga honum 7,2 milljónir dollara árlega til ársins 2031. Hann fær því borgaðan milljarð einu sinni ári næstu átta árin. Texas A&M hafði tapað fjórum af fyrstu níu leikjum sínum á leiktíðinni en vann 51-10 sigur á Mississippi State um helgina. Stjórnin var víst búin að ákveða að reka hann fyrir þann leik. View this post on Instagram A post shared by USA TODAY Sports (@usatodaysports) Bandaríkin Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Þjálfari ameríska fótboltaliðsins hjá Texas A&M heitir Jimbo Fisher og hann var heldur betur með skotheldan samning til ársins 2031. Breaking: Jimbo Fisher has been fired as Texas A&M head coach, sources told @PeteThamel. pic.twitter.com/Ap8xLrkSDa— ESPN (@espn) November 12, 2023 Samtals mun það kosta skólann 77 milljónir Bandaríkjadala að losna við þjálfarann eða ellefu milljarða íslenskra króna. Það verður þrefalt meira en gamla metið yfir dýrasta brottreksturinn. Stjórn Texas A&M komst að þeirri niðurstöðu að reka Fisher eftir fjögurra tíma maraþonfund. Fyrir brottrekstur Fisher var mesti kostnaður við að reka þjálfara þegar Auburn skólinn rak Gus Malzahn árið 2020 sem kostaði skólann 21 milljón dollara eða rétt rúmlega þrjá milljarða í íslenskum krónum. Ástæða þess að þetta er skólanum svona dýrt spaug er þessi skotheldi samningur Fisher sem vissi heldur betur hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir sinn samning við skólann. Hann naut góðs af því að LSU var þá að reyna að stela honum frá Texas A&M. Texas A&M fires coach Jimbo Fisher, a move that will cost the school $75M https://t.co/ItTt9PVgpV— The Denver Post (@denverpost) November 13, 2023 Fisher skrifaði fyrst undir tíu ára samning við Texas A&M University í desember 2017 en fyrir 2021 tímabilið þá framlengdi hann samninginn út 2031 tímabilið. Það er þessi framlenging sem er að tryggja honum ótrúlegar tekjur næstu árin fyrir að gera ekki neitt. Texas A&M þarf að borga honum 19,2 milljón dollara innan við sextíu daga frá brottrekstrinum, 2,7 milljarða íslenskra króna. Skólinn þarf síðan að borga honum 7,2 milljónir dollara árlega til ársins 2031. Hann fær því borgaðan milljarð einu sinni ári næstu átta árin. Texas A&M hafði tapað fjórum af fyrstu níu leikjum sínum á leiktíðinni en vann 51-10 sigur á Mississippi State um helgina. Stjórnin var víst búin að ákveða að reka hann fyrir þann leik. View this post on Instagram A post shared by USA TODAY Sports (@usatodaysports)
Bandaríkin Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira