Kostar skólann ellefu milljarða að reka þjálfarann og ætla samt að reka hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 11:01 Jimbo Fisher þarf ekki að leita sér að nýju starfi á næstunni þvi starfslokin hjá Texas A&M eru honum afar hagstæð. Getty/Justin Ford Texas A&M skólinn hefur ákveðið að reka þjálfara fótboltaliðsins síns og þrátt fyrir að það kosti metupphæð að losa sig við hann. Þjálfari ameríska fótboltaliðsins hjá Texas A&M heitir Jimbo Fisher og hann var heldur betur með skotheldan samning til ársins 2031. Breaking: Jimbo Fisher has been fired as Texas A&M head coach, sources told @PeteThamel. pic.twitter.com/Ap8xLrkSDa— ESPN (@espn) November 12, 2023 Samtals mun það kosta skólann 77 milljónir Bandaríkjadala að losna við þjálfarann eða ellefu milljarða íslenskra króna. Það verður þrefalt meira en gamla metið yfir dýrasta brottreksturinn. Stjórn Texas A&M komst að þeirri niðurstöðu að reka Fisher eftir fjögurra tíma maraþonfund. Fyrir brottrekstur Fisher var mesti kostnaður við að reka þjálfara þegar Auburn skólinn rak Gus Malzahn árið 2020 sem kostaði skólann 21 milljón dollara eða rétt rúmlega þrjá milljarða í íslenskum krónum. Ástæða þess að þetta er skólanum svona dýrt spaug er þessi skotheldi samningur Fisher sem vissi heldur betur hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir sinn samning við skólann. Hann naut góðs af því að LSU var þá að reyna að stela honum frá Texas A&M. Texas A&M fires coach Jimbo Fisher, a move that will cost the school $75M https://t.co/ItTt9PVgpV— The Denver Post (@denverpost) November 13, 2023 Fisher skrifaði fyrst undir tíu ára samning við Texas A&M University í desember 2017 en fyrir 2021 tímabilið þá framlengdi hann samninginn út 2031 tímabilið. Það er þessi framlenging sem er að tryggja honum ótrúlegar tekjur næstu árin fyrir að gera ekki neitt. Texas A&M þarf að borga honum 19,2 milljón dollara innan við sextíu daga frá brottrekstrinum, 2,7 milljarða íslenskra króna. Skólinn þarf síðan að borga honum 7,2 milljónir dollara árlega til ársins 2031. Hann fær því borgaðan milljarð einu sinni ári næstu átta árin. Texas A&M hafði tapað fjórum af fyrstu níu leikjum sínum á leiktíðinni en vann 51-10 sigur á Mississippi State um helgina. Stjórnin var víst búin að ákveða að reka hann fyrir þann leik. View this post on Instagram A post shared by USA TODAY Sports (@usatodaysports) Bandaríkin Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Þjálfari ameríska fótboltaliðsins hjá Texas A&M heitir Jimbo Fisher og hann var heldur betur með skotheldan samning til ársins 2031. Breaking: Jimbo Fisher has been fired as Texas A&M head coach, sources told @PeteThamel. pic.twitter.com/Ap8xLrkSDa— ESPN (@espn) November 12, 2023 Samtals mun það kosta skólann 77 milljónir Bandaríkjadala að losna við þjálfarann eða ellefu milljarða íslenskra króna. Það verður þrefalt meira en gamla metið yfir dýrasta brottreksturinn. Stjórn Texas A&M komst að þeirri niðurstöðu að reka Fisher eftir fjögurra tíma maraþonfund. Fyrir brottrekstur Fisher var mesti kostnaður við að reka þjálfara þegar Auburn skólinn rak Gus Malzahn árið 2020 sem kostaði skólann 21 milljón dollara eða rétt rúmlega þrjá milljarða í íslenskum krónum. Ástæða þess að þetta er skólanum svona dýrt spaug er þessi skotheldi samningur Fisher sem vissi heldur betur hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir sinn samning við skólann. Hann naut góðs af því að LSU var þá að reyna að stela honum frá Texas A&M. Texas A&M fires coach Jimbo Fisher, a move that will cost the school $75M https://t.co/ItTt9PVgpV— The Denver Post (@denverpost) November 13, 2023 Fisher skrifaði fyrst undir tíu ára samning við Texas A&M University í desember 2017 en fyrir 2021 tímabilið þá framlengdi hann samninginn út 2031 tímabilið. Það er þessi framlenging sem er að tryggja honum ótrúlegar tekjur næstu árin fyrir að gera ekki neitt. Texas A&M þarf að borga honum 19,2 milljón dollara innan við sextíu daga frá brottrekstrinum, 2,7 milljarða íslenskra króna. Skólinn þarf síðan að borga honum 7,2 milljónir dollara árlega til ársins 2031. Hann fær því borgaðan milljarð einu sinni ári næstu átta árin. Texas A&M hafði tapað fjórum af fyrstu níu leikjum sínum á leiktíðinni en vann 51-10 sigur á Mississippi State um helgina. Stjórnin var víst búin að ákveða að reka hann fyrir þann leik. View this post on Instagram A post shared by USA TODAY Sports (@usatodaysports)
Bandaríkin Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira