Skytturnar komu til baka gegn Refunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 21:01 Alessia Russo skoraði og lagði upp fyrir Arsenal. Nathan Stirk/Getty Images Arsenal kom til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn Leicester City í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Englandsmeistarar Chelsea unnu Everton örugglega 3-0 og Manchester United vann lið Dagnýjar Brynjarsdóttir, West Ham United, 5-0. Arsenal lenti óvænt 2-0 undir í kvöld en svaraði með sex mörkum í síðari hálfleik. Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Alessia Russo jafnaði metin þremur mínútum síðar. Caitlin Foord kom Skyttunum yfir á 58. mínútu og Victoria Pelova bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Stina Blackstenius bætti við fimmta markinu þegar stundarfjórðungur lifði leiks og Lina Hurtig því sjötta þegar það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-6. HT Leicester 2-0 Arsenal49 Leicester 2-1 Arsenal52 Leicester 2-2 Arsenal58 Leicester 2-3 Arsenal61 Leicester 2-4 Arsenal75 Leicester 2-5 Arsenal90+8 Leicester 2-6 ArsenalSIX unanswered goals by Arsenal in the second half to defeat Leicester in the WSL pic.twitter.com/cs7q6YFUwu— B/R Football (@brfootball) November 12, 2023 Það virðist ekki sem fréttir þess efnis að Emma Hayes muni taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu hafi haft áhrif á Chelsea þegar liðið sótti Everton heim. Jessie Fleming kom Chelsea yfir snemma leiks, Sam Kerr tvöfaldaði forystuna eftir rúma klukkustund og varamaðurinn Agnes Beever-Jones skoraði þriðja markið í þann mund sem venjulegur leiktími rann út, lokatölur í Bítlaborginni 0-3. Three points on the road! #CFCW pic.twitter.com/tghO9rID5r— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 12, 2023 Í Manchester var West Ham í heimsókn en Dagný er þó hvergi sjáanleg enda á hún von á sínu öðru barni. Hennar er sárt saknað en brasilíska landsliðskonan Geyse kom Man United yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimakonur gengu svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Millie Turner tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu og Nikita Parris bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Happy birthday dad pic.twitter.com/a37bnMSWn6— Millie Turner (@MillieTurner_) November 12, 2023 Hvorugt lið virtist ætla að skora í síðari hálfleik eða allt þangað til Lucia Garcia skoraði fjórða mark Man Utd á 88. mínútu og Melvine Malard bætti við því fimmta skömmu síðar. Lokatölur í Manchester 5-0 heimaliðinu í vil. Önnur úrslit Tottenham Hotspur 1-1 Liverpool Manchester City 0-1 Brighton & Hove Albion Bristol City 0-2 Aston Villa Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Arsenal lenti óvænt 2-0 undir í kvöld en svaraði með sex mörkum í síðari hálfleik. Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Alessia Russo jafnaði metin þremur mínútum síðar. Caitlin Foord kom Skyttunum yfir á 58. mínútu og Victoria Pelova bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Stina Blackstenius bætti við fimmta markinu þegar stundarfjórðungur lifði leiks og Lina Hurtig því sjötta þegar það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-6. HT Leicester 2-0 Arsenal49 Leicester 2-1 Arsenal52 Leicester 2-2 Arsenal58 Leicester 2-3 Arsenal61 Leicester 2-4 Arsenal75 Leicester 2-5 Arsenal90+8 Leicester 2-6 ArsenalSIX unanswered goals by Arsenal in the second half to defeat Leicester in the WSL pic.twitter.com/cs7q6YFUwu— B/R Football (@brfootball) November 12, 2023 Það virðist ekki sem fréttir þess efnis að Emma Hayes muni taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu hafi haft áhrif á Chelsea þegar liðið sótti Everton heim. Jessie Fleming kom Chelsea yfir snemma leiks, Sam Kerr tvöfaldaði forystuna eftir rúma klukkustund og varamaðurinn Agnes Beever-Jones skoraði þriðja markið í þann mund sem venjulegur leiktími rann út, lokatölur í Bítlaborginni 0-3. Three points on the road! #CFCW pic.twitter.com/tghO9rID5r— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 12, 2023 Í Manchester var West Ham í heimsókn en Dagný er þó hvergi sjáanleg enda á hún von á sínu öðru barni. Hennar er sárt saknað en brasilíska landsliðskonan Geyse kom Man United yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimakonur gengu svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Millie Turner tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu og Nikita Parris bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Happy birthday dad pic.twitter.com/a37bnMSWn6— Millie Turner (@MillieTurner_) November 12, 2023 Hvorugt lið virtist ætla að skora í síðari hálfleik eða allt þangað til Lucia Garcia skoraði fjórða mark Man Utd á 88. mínútu og Melvine Malard bætti við því fimmta skömmu síðar. Lokatölur í Manchester 5-0 heimaliðinu í vil. Önnur úrslit Tottenham Hotspur 1-1 Liverpool Manchester City 0-1 Brighton & Hove Albion Bristol City 0-2 Aston Villa
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira