Að slá blettinn Ari Tryggvason skrifar 11. nóvember 2023 07:01 Orðatiltæki þetta var mjög vinsælt innan stjórnsýslu Ísraels; „að slá blettinn“ og bletturinn er Gaza. Árið 2006 voru haldnar þingkosningar á Vesturbakkanum og á Gaza. Hamas var hvatt til þátttöku, að taka þátt í þessari stórkostlegu tilraun. Þeir brutu odd á oflæti sínu og létu tilleiðast. Fram að því voru þeir á móti öllum kosningum á hernumdu svæðunum, vegna þess að þessar kosningar voru afleiðingar Oslóar samkomulagsins, sem þeir voru andsnúnir, líkt og margir aðrir. Þeim og öðrum til mikillar undrunar, unnu þeir kosningarnar á Gaza. Samkvæmt eftirlitsteymi Jimmys Carters, voru þær fullkomlega heiðarlegar og sanngjarnar. Hvað gerðu Ísrael og Bandaríkin í kjölfarið? Settu viðskiptahindranir á Gaza sem olli efnahagslegri kyrrstöðu. Nú hafa þær staðið í tæp 20 ár. Á Gaza er atvinnuleysið um 50% og um 60% á meðal hinna ungu, mesta atvinnuleysi sem til er. Helmingur íbúa Gaza eru börn. Flóttamenn og afkomendur þeirra frá stríðinu 1948 eru um 70%, reknir frá svæðum sem urðu Ísrael, flóttamenn í 75 ár. Fæðuöryggi er ekkert á Gaza, undir „venjulegum‟ kringumstæðum. Einn af fyrrum háttsettum embættismönnum í Ísrael, Giora Eiland sem enn er í innsta hring Benjamins Netanyahus, lýsti Gaza árið 2006 sem „risa fangabúðum‟. Baruch Kimmerling, ísraelskur þjóðfélagsfræðingur við Hebreska háskólann í Jerúsalem, kallaði Gaza, „stærstu fangabúðir sem nokkurn tíma hafa verið til.‟ Þegar Hamas hlaut kosningu 2006, sendu þeir út friðartilboð, endurtekið, til að reyna að leysa átökin við Ísrael. Staðreynd, þrátt fyrir orðspor Hamas. Tilboð þeirra byggði á tveggja ríkja lausninni með tilliti til landamæranna fyrir 6. daga stríðið 1967. Í þessu felst, að sjálfsögðu, viðurkenning á tilvist Ísraels. Í júní 2008 var gert vopnahlé milli Ísraels og Hamas. Það hélt til 4. nóvember, í 5 mánuði. Og hver rauf vopnahléið? Hamas? Nei, heldur Ísrael, sem notaði tækifærið til að ráðast á Hamas þegar allra augu voru á kosningunum í Bandaríkjunum, þegar Obama var kosinn. Þá hóf Ísrael að gera það sem þeir eru bestir í, að framkvæma hátækni fjöldamorð. Þeir drápu rúmlega 1.400 manns, þar af 350 börn. Innviðir Gaza voru markvisst eyðilagðir. Samkvæmt skýrslu sem kennd er við Golstone, voru þetta stríðsglæpir og mögulega glæpir gegn mannkyni. Gaza má ekki blómstra Eftir OperationCast Lead, 2008-09, varð smá slaki á ofbeldisfullri herkví á Gaza. Efnahagurinn þar sýndi smá bata. Peningar byrjuðu að koma inn frá Katar. Erdoğan sem þá var forsætisráðherra Tyrklands, áætlaði að heimsækja Gaza. Þetta pirraði Ísrael verulega því Gaza átti alls ekki að fá að blómstra. Hvað gerði Ísrael? Þeir tóku af lífi háttsettan embættismann innan Hamas, Ahmed Jabari. Skömmu síðar eða 14. nóvember 2012, hóf Ísrael árásir á Gaza, Pillar of Defence. A. Jabari bar ábyrgð á samningaviðræðum um vopnahlé við Ísrael. Einmitt á þeim tíma sem hann var tekinn af lífi, var hann í miðjum samningaviðræðum við Ísrael um langtíma vopnahlé. Árið 2014 hófu þeir að slá blettinn aftur; 2200 drepnir og þar af 550 börn. Peter Moore hjá Rauða krossinum sem hafði það hlutverk að greina og yfirfara stríðssvæðið, sagðist aldrei hafa orðið vitni að slíkri eyðileggingu á sínum ferli og þá á Gaza. Hamas á sér fleiri hliðar, öllum er kunnugt um hryðjuverkasögu þeirra. Ég leyfi mér að fullyrða að þau blikna í samanburði við ríkisrekin hryðjuverk Ísraels með samþykki Bandaríkjanna og fleiri. Í ágætri heimildarmynd á vegum BBC, (Púðurtunnan/The Tinderbox) sem sýnd var í sjónvarpinu um miðjan október, kom fram að Hamas leiðtogi hafi verið myrtur af Ísrael 2017 (01:19:28), Jamal Mansour. Nú veit ég ekkert um þennan mann eða A. Jabari að öðru leyti og er ekkert að réttlæta þeirra gjörðir, hverjar sem þær kunna að vera. En það er sláandi að hann skuli hafa verið drepinn, ásamt fleiri leiðtogum Hamas, eftir að hann gaf út yfirlýsingu sem birt var víða, um að hann styddi að hryðjuverkum skyldi hætt og gefa skyldi friðarviðræðum tækifæri. Því miður er umræðan um þetta mál á samfélagsmiðlum stundum þannig að maður er stimplaður sem gyðingahatari og Hamas-vinur. Það sem hér hefur verið rakið er hryllingur sem maður hélt að ekki yrði yfirboðinn. Það hefur því miður gerst í þessu stríði þar sem yfir 11 þús manns hafa verið drepin. Ljár dauðans athafnar sig að vild á Gaza blettinum sem aldrei fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Orðatiltæki þetta var mjög vinsælt innan stjórnsýslu Ísraels; „að slá blettinn“ og bletturinn er Gaza. Árið 2006 voru haldnar þingkosningar á Vesturbakkanum og á Gaza. Hamas var hvatt til þátttöku, að taka þátt í þessari stórkostlegu tilraun. Þeir brutu odd á oflæti sínu og létu tilleiðast. Fram að því voru þeir á móti öllum kosningum á hernumdu svæðunum, vegna þess að þessar kosningar voru afleiðingar Oslóar samkomulagsins, sem þeir voru andsnúnir, líkt og margir aðrir. Þeim og öðrum til mikillar undrunar, unnu þeir kosningarnar á Gaza. Samkvæmt eftirlitsteymi Jimmys Carters, voru þær fullkomlega heiðarlegar og sanngjarnar. Hvað gerðu Ísrael og Bandaríkin í kjölfarið? Settu viðskiptahindranir á Gaza sem olli efnahagslegri kyrrstöðu. Nú hafa þær staðið í tæp 20 ár. Á Gaza er atvinnuleysið um 50% og um 60% á meðal hinna ungu, mesta atvinnuleysi sem til er. Helmingur íbúa Gaza eru börn. Flóttamenn og afkomendur þeirra frá stríðinu 1948 eru um 70%, reknir frá svæðum sem urðu Ísrael, flóttamenn í 75 ár. Fæðuöryggi er ekkert á Gaza, undir „venjulegum‟ kringumstæðum. Einn af fyrrum háttsettum embættismönnum í Ísrael, Giora Eiland sem enn er í innsta hring Benjamins Netanyahus, lýsti Gaza árið 2006 sem „risa fangabúðum‟. Baruch Kimmerling, ísraelskur þjóðfélagsfræðingur við Hebreska háskólann í Jerúsalem, kallaði Gaza, „stærstu fangabúðir sem nokkurn tíma hafa verið til.‟ Þegar Hamas hlaut kosningu 2006, sendu þeir út friðartilboð, endurtekið, til að reyna að leysa átökin við Ísrael. Staðreynd, þrátt fyrir orðspor Hamas. Tilboð þeirra byggði á tveggja ríkja lausninni með tilliti til landamæranna fyrir 6. daga stríðið 1967. Í þessu felst, að sjálfsögðu, viðurkenning á tilvist Ísraels. Í júní 2008 var gert vopnahlé milli Ísraels og Hamas. Það hélt til 4. nóvember, í 5 mánuði. Og hver rauf vopnahléið? Hamas? Nei, heldur Ísrael, sem notaði tækifærið til að ráðast á Hamas þegar allra augu voru á kosningunum í Bandaríkjunum, þegar Obama var kosinn. Þá hóf Ísrael að gera það sem þeir eru bestir í, að framkvæma hátækni fjöldamorð. Þeir drápu rúmlega 1.400 manns, þar af 350 börn. Innviðir Gaza voru markvisst eyðilagðir. Samkvæmt skýrslu sem kennd er við Golstone, voru þetta stríðsglæpir og mögulega glæpir gegn mannkyni. Gaza má ekki blómstra Eftir OperationCast Lead, 2008-09, varð smá slaki á ofbeldisfullri herkví á Gaza. Efnahagurinn þar sýndi smá bata. Peningar byrjuðu að koma inn frá Katar. Erdoğan sem þá var forsætisráðherra Tyrklands, áætlaði að heimsækja Gaza. Þetta pirraði Ísrael verulega því Gaza átti alls ekki að fá að blómstra. Hvað gerði Ísrael? Þeir tóku af lífi háttsettan embættismann innan Hamas, Ahmed Jabari. Skömmu síðar eða 14. nóvember 2012, hóf Ísrael árásir á Gaza, Pillar of Defence. A. Jabari bar ábyrgð á samningaviðræðum um vopnahlé við Ísrael. Einmitt á þeim tíma sem hann var tekinn af lífi, var hann í miðjum samningaviðræðum við Ísrael um langtíma vopnahlé. Árið 2014 hófu þeir að slá blettinn aftur; 2200 drepnir og þar af 550 börn. Peter Moore hjá Rauða krossinum sem hafði það hlutverk að greina og yfirfara stríðssvæðið, sagðist aldrei hafa orðið vitni að slíkri eyðileggingu á sínum ferli og þá á Gaza. Hamas á sér fleiri hliðar, öllum er kunnugt um hryðjuverkasögu þeirra. Ég leyfi mér að fullyrða að þau blikna í samanburði við ríkisrekin hryðjuverk Ísraels með samþykki Bandaríkjanna og fleiri. Í ágætri heimildarmynd á vegum BBC, (Púðurtunnan/The Tinderbox) sem sýnd var í sjónvarpinu um miðjan október, kom fram að Hamas leiðtogi hafi verið myrtur af Ísrael 2017 (01:19:28), Jamal Mansour. Nú veit ég ekkert um þennan mann eða A. Jabari að öðru leyti og er ekkert að réttlæta þeirra gjörðir, hverjar sem þær kunna að vera. En það er sláandi að hann skuli hafa verið drepinn, ásamt fleiri leiðtogum Hamas, eftir að hann gaf út yfirlýsingu sem birt var víða, um að hann styddi að hryðjuverkum skyldi hætt og gefa skyldi friðarviðræðum tækifæri. Því miður er umræðan um þetta mál á samfélagsmiðlum stundum þannig að maður er stimplaður sem gyðingahatari og Hamas-vinur. Það sem hér hefur verið rakið er hryllingur sem maður hélt að ekki yrði yfirboðinn. Það hefur því miður gerst í þessu stríði þar sem yfir 11 þús manns hafa verið drepin. Ljár dauðans athafnar sig að vild á Gaza blettinum sem aldrei fyrr.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun