Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2023 01:23 Steinar Nói ber töskur út í bíl. Sonur hans hefur sig til. Vísir/Vilhelm Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. „Þetta er búinn að vera öðruvísi dagur. Segjum það,“ segir Steinar Nói í samtali við Vísi. Þótt heldur betur hafi dregið til tíðinda í dag minnir Steinar Nói á að í Grindavík hafi þetta verið ástand í nokkurn tíma. Nötraði næstum stöðugt „En þetta var alveg hundleiðinlegt í dag því húsið skalf og nötraði næstum stöðugt. Það var ekki mikill tími sem leið á milli skjálfta. Einn var varla búinn áður en fór að nötra.“ Skemmdir urðu á vegum í Grindavík og sömuleiðis húsnæði. Hitavatnslögn fór í sundur á hjúkrunarheimili í bænum og stærðar sprunga klauf húsið því sem næst í stundur. Þá brotnuðu munir í heimahúsum, munir eins og hundrað þúsund krónur vasi. Borgarhraunið í Grindavík yfirgefið í bili. Fram undan gisting hjá ömmu og afa við Grundarfjörð.vísir/vilhelm „Við sluppum þokkalega,“ segir Steinar Nói sem starfar sem vélstjóri hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. „Það sem ekki mátti fara í gólfið var tekið niður. Það var búið að gera sjóklárt.“ Ætlaði að sofa þetta af sér í enn eitt skiptið Steinar Nói segir hlutina hafa gerst hratt. „Þetta blundaði kannski í manni en ég taldi nú að það væri nú hægt að sofa þetta af sér eins og undanfarna daga. Þetta voru bara svo harðir skjálftar,“ segir Steinar Nói. Fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fundið verulega fyrir skjálftum undanfarinna vikna, þangað til í dag. Grindvíkingar hafa fundið fyrir stöðugum skjálftum í langan tíma. „Alltaf þegar koma fyrirsagnir um að skjáflti fannst í Reykjavík þá hugsum við „æj æj, aumingja Reykvíkingar,“ segir Steinar Nói og hlær. Besti vinur mannsins og fjölskyldunnar á leið á Snæfellsnesið með fjölskyldunni.Vísir/Vilhelm „Við setjum liggur við sængina ofan á skjálftana. Rúmið er ofan á þessu.“ Tilkynnt um allsherjarrýmingu Það dró til tíðinda á ellefta tímanum í kvöld þegar ákveðið var að fara í allsherjarrýmingu í Grindavík. Nokkur fjöldi hafði þegar yfirgefið bæinn auk þess sem búið var að rýma hjúkrunarheimili og sambýli fyrir fatlað fólk. „Ég ætlaði nú bara að sofa þetta af mér. Ætlaði að reyna að harka þetta af mér. Svo kemur tilkynningin. Þá verður maður að setjast upp í bíl og keyra út fyrir bæjarmörkin.“ Víðir Reynisson, sviðsstjóri hjá almannavörnum, sagði á upplýsingafundi í kvöld að um sögulegar aðgerðir væri að ræða. Ekki hefði verið ráðist í slíkar aðgerðir síðan Heimaey var rýmd þann 23. janúar 1973. „Það er auðvitað hundleiðinilegt að þurfa að fara að heiman. Svo er það óvissan hvenær við fáum að fara heim aftur. Hvort það gerist eitthvað í nótt eða næstu daga.“ Þó til hafi staðið að gista í Grindavík í nótt var fjölskyldan búin að pakka. Var við öllu búin. „Það var eiginlega komið ef að kallið skyldi koma. Svo við þyrftum ekki að gera allt.“ Steinar Nói, Sigrún Ísdal og synir þeirra tveir voru akandi á leiðinni til Grundarfjarðar þegar blaðamaður náði á þá. „Strákarnir taka þessu svona misvel. Finnst þetta vera eitthvað sem meira en góðu hófi gegnir,“ segir Steinar Nói. Ástandið sé sérstakt. „Það gerist ekki oft að það þarf heilt bæjarfélag að flýja.“ Amma og afi á leiðarenda Steinar hugsar til starfsfólks Vísis hf í landvinnslu í Grindavík. „Það eru nær allir starfsmenn hjá Vísi af erlendu bergi brotnir og hafa ekki upplifað svona lagað. Þetta tekur kannski enn meira á þá en okkur sem hafa bakland. Spurning hvort það verði vinna á mánudaginn og þá hvernig.“ Strákarnir ásamt mömmu sinni og ömmu.Vísir/Vilhelm Það er þó bót í máli að á leiðarenda við Grundarfjörð á Snæfellsnesi er gott fólk. Raunar það besta. „Mamma og pabbi. Þau búa þarna. Þar eru engir jarðskjálfar fyrir vestan og gott að fá smá pásu. Ég held að við komumst ekki á betri stað held ég til að geta slakað aðeins á.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grundarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 Ræða Víðis Reynissonar í heild sinni Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, greindi frá því á upplýsingafundi upp úr ellefu að Almannavarnir hafi lýst yfir neyðarstigi og að í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum hafi verið tekin ákvörðun um að rýma Grindavík. 11. nóvember 2023 00:19 Stærri kvikugangur en í síðustu eldgosum og mikil kvika Veðurstofa hefur upplýst að ekki sé hægt að útiloka að kvikugangur nái til Grindavíkur og geti opnast. Að sögn sviðsstjóra almannavarna er um stærri kvikugang að ræða en sást í síðustu eldgosum á Reykjanesskaga og er mikil kvika undir jörðinni. 10. nóvember 2023 23:47 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Þetta er búinn að vera öðruvísi dagur. Segjum það,“ segir Steinar Nói í samtali við Vísi. Þótt heldur betur hafi dregið til tíðinda í dag minnir Steinar Nói á að í Grindavík hafi þetta verið ástand í nokkurn tíma. Nötraði næstum stöðugt „En þetta var alveg hundleiðinlegt í dag því húsið skalf og nötraði næstum stöðugt. Það var ekki mikill tími sem leið á milli skjálfta. Einn var varla búinn áður en fór að nötra.“ Skemmdir urðu á vegum í Grindavík og sömuleiðis húsnæði. Hitavatnslögn fór í sundur á hjúkrunarheimili í bænum og stærðar sprunga klauf húsið því sem næst í stundur. Þá brotnuðu munir í heimahúsum, munir eins og hundrað þúsund krónur vasi. Borgarhraunið í Grindavík yfirgefið í bili. Fram undan gisting hjá ömmu og afa við Grundarfjörð.vísir/vilhelm „Við sluppum þokkalega,“ segir Steinar Nói sem starfar sem vélstjóri hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. „Það sem ekki mátti fara í gólfið var tekið niður. Það var búið að gera sjóklárt.“ Ætlaði að sofa þetta af sér í enn eitt skiptið Steinar Nói segir hlutina hafa gerst hratt. „Þetta blundaði kannski í manni en ég taldi nú að það væri nú hægt að sofa þetta af sér eins og undanfarna daga. Þetta voru bara svo harðir skjálftar,“ segir Steinar Nói. Fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fundið verulega fyrir skjálftum undanfarinna vikna, þangað til í dag. Grindvíkingar hafa fundið fyrir stöðugum skjálftum í langan tíma. „Alltaf þegar koma fyrirsagnir um að skjáflti fannst í Reykjavík þá hugsum við „æj æj, aumingja Reykvíkingar,“ segir Steinar Nói og hlær. Besti vinur mannsins og fjölskyldunnar á leið á Snæfellsnesið með fjölskyldunni.Vísir/Vilhelm „Við setjum liggur við sængina ofan á skjálftana. Rúmið er ofan á þessu.“ Tilkynnt um allsherjarrýmingu Það dró til tíðinda á ellefta tímanum í kvöld þegar ákveðið var að fara í allsherjarrýmingu í Grindavík. Nokkur fjöldi hafði þegar yfirgefið bæinn auk þess sem búið var að rýma hjúkrunarheimili og sambýli fyrir fatlað fólk. „Ég ætlaði nú bara að sofa þetta af mér. Ætlaði að reyna að harka þetta af mér. Svo kemur tilkynningin. Þá verður maður að setjast upp í bíl og keyra út fyrir bæjarmörkin.“ Víðir Reynisson, sviðsstjóri hjá almannavörnum, sagði á upplýsingafundi í kvöld að um sögulegar aðgerðir væri að ræða. Ekki hefði verið ráðist í slíkar aðgerðir síðan Heimaey var rýmd þann 23. janúar 1973. „Það er auðvitað hundleiðinilegt að þurfa að fara að heiman. Svo er það óvissan hvenær við fáum að fara heim aftur. Hvort það gerist eitthvað í nótt eða næstu daga.“ Þó til hafi staðið að gista í Grindavík í nótt var fjölskyldan búin að pakka. Var við öllu búin. „Það var eiginlega komið ef að kallið skyldi koma. Svo við þyrftum ekki að gera allt.“ Steinar Nói, Sigrún Ísdal og synir þeirra tveir voru akandi á leiðinni til Grundarfjarðar þegar blaðamaður náði á þá. „Strákarnir taka þessu svona misvel. Finnst þetta vera eitthvað sem meira en góðu hófi gegnir,“ segir Steinar Nói. Ástandið sé sérstakt. „Það gerist ekki oft að það þarf heilt bæjarfélag að flýja.“ Amma og afi á leiðarenda Steinar hugsar til starfsfólks Vísis hf í landvinnslu í Grindavík. „Það eru nær allir starfsmenn hjá Vísi af erlendu bergi brotnir og hafa ekki upplifað svona lagað. Þetta tekur kannski enn meira á þá en okkur sem hafa bakland. Spurning hvort það verði vinna á mánudaginn og þá hvernig.“ Strákarnir ásamt mömmu sinni og ömmu.Vísir/Vilhelm Það er þó bót í máli að á leiðarenda við Grundarfjörð á Snæfellsnesi er gott fólk. Raunar það besta. „Mamma og pabbi. Þau búa þarna. Þar eru engir jarðskjálfar fyrir vestan og gott að fá smá pásu. Ég held að við komumst ekki á betri stað held ég til að geta slakað aðeins á.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grundarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 Ræða Víðis Reynissonar í heild sinni Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, greindi frá því á upplýsingafundi upp úr ellefu að Almannavarnir hafi lýst yfir neyðarstigi og að í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum hafi verið tekin ákvörðun um að rýma Grindavík. 11. nóvember 2023 00:19 Stærri kvikugangur en í síðustu eldgosum og mikil kvika Veðurstofa hefur upplýst að ekki sé hægt að útiloka að kvikugangur nái til Grindavíkur og geti opnast. Að sögn sviðsstjóra almannavarna er um stærri kvikugang að ræða en sást í síðustu eldgosum á Reykjanesskaga og er mikil kvika undir jörðinni. 10. nóvember 2023 23:47 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32
Ræða Víðis Reynissonar í heild sinni Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, greindi frá því á upplýsingafundi upp úr ellefu að Almannavarnir hafi lýst yfir neyðarstigi og að í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum hafi verið tekin ákvörðun um að rýma Grindavík. 11. nóvember 2023 00:19
Stærri kvikugangur en í síðustu eldgosum og mikil kvika Veðurstofa hefur upplýst að ekki sé hægt að útiloka að kvikugangur nái til Grindavíkur og geti opnast. Að sögn sviðsstjóra almannavarna er um stærri kvikugang að ræða en sást í síðustu eldgosum á Reykjanesskaga og er mikil kvika undir jörðinni. 10. nóvember 2023 23:47