Hægt verður að borga strætóferð með korti án aðkomu Klapps Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 14:02 Klappið verður ekki eina lausn fólks til að greiða fyrir strætóferð. Á næsta ári verður hægt að greiða með greiðslukorti. Stöð 2/Egill Stefnt er að því að innleiða þann möguleika að greiða fyrir strætóferð með snertilausu greiðslukorti á fyrrihluta næsta árs. Þannig verður möguleiki fólks á að greiða fyrir staka strætóferð ekki háður því hvort það hafi aðgang að Klappinu. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Einarsdóttur, deildarstjóra skipulag- og leiðarkerfis Strætó, á opnum fundi um samgöngur í Reykjavík í morgun. Frá því að Klappið, app strætó, var tekið í notkun hefur það verið eina leiðin til að greiða fyrir strætóferð en á sama tíma voru hinir margreyndu strætómiðar teknir úr notkun. Þá er ekki hægt að greiða fargjaldið með korti um borð í strætó, eins og er hægt að gera víða annars staðar. Má þar nefna strætókerfi Lundúnaborgar, þar sem hægt er að greiða fargjaldið með snertilausu greiðslukorti, sama hvort kortið sjálft er notað eða kortið í símanum. „Nú þegar er hægt að borga með Klappinu eða plastkorti en nú þegar er verið að vinna að því að innleiða snertilaus greiðslukort og við stefnum að því að það verði komið á fyrri hluta næsta árs. Það virkar þá þannig að þú getur labbað inn í vagninn, notað kreditkortið þitt á skannann sama hvort það er kortið sjálft eða síminn og borgað þannig fyrir farið,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við að vinna að svokölluðu Kappi, sem er greiðsluþak þannig að þú borgar aldrei meira en dagspassi eða vikupassi [kosta]. Þá geturðu bara borgað fullt gjald þegar þú mætir í strætó en þegar þú ert kominn í upp í verð dagspassa þá borgarðu ekki meira þann daginn. Sama með viku. Þú þarft þá minna að hugsa, getur bara borgað í stað þess að ákveða hvort þú ætlir að kaupa dagspassa eða vikupassa.“ Hægt er að horfa á kynningu Ragnheiðar í spilaranum hér að neðan. Samgöngur Tækni Strætó Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14 Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02 Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Einarsdóttur, deildarstjóra skipulag- og leiðarkerfis Strætó, á opnum fundi um samgöngur í Reykjavík í morgun. Frá því að Klappið, app strætó, var tekið í notkun hefur það verið eina leiðin til að greiða fyrir strætóferð en á sama tíma voru hinir margreyndu strætómiðar teknir úr notkun. Þá er ekki hægt að greiða fargjaldið með korti um borð í strætó, eins og er hægt að gera víða annars staðar. Má þar nefna strætókerfi Lundúnaborgar, þar sem hægt er að greiða fargjaldið með snertilausu greiðslukorti, sama hvort kortið sjálft er notað eða kortið í símanum. „Nú þegar er hægt að borga með Klappinu eða plastkorti en nú þegar er verið að vinna að því að innleiða snertilaus greiðslukort og við stefnum að því að það verði komið á fyrri hluta næsta árs. Það virkar þá þannig að þú getur labbað inn í vagninn, notað kreditkortið þitt á skannann sama hvort það er kortið sjálft eða síminn og borgað þannig fyrir farið,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við að vinna að svokölluðu Kappi, sem er greiðsluþak þannig að þú borgar aldrei meira en dagspassi eða vikupassi [kosta]. Þá geturðu bara borgað fullt gjald þegar þú mætir í strætó en þegar þú ert kominn í upp í verð dagspassa þá borgarðu ekki meira þann daginn. Sama með viku. Þú þarft þá minna að hugsa, getur bara borgað í stað þess að ákveða hvort þú ætlir að kaupa dagspassa eða vikupassa.“ Hægt er að horfa á kynningu Ragnheiðar í spilaranum hér að neðan.
Samgöngur Tækni Strætó Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14 Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02 Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14
Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02
Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52