Grunar að netverslun útskýri færri ferðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 13:39 Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum. Vísir/Vilhelm Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum síðan. Í febrúar 2002 fóru íbúar að meðaltali 4,1 ferð á dag en í nóvember í fyrra fóru íbúar að meðaltali 3,3 ferðir daglega. Gallup grunar að netverslun útskýri þessa fækkun ferða. Fækkun ferða hefur verið mikil síðastliðin tíu ár. Árið 2011 voru daglegar ferðir íbúa að meðaltali 4,2. Það sama var uppi á teningnum árið 2014 og 2017 fóru íbúar um 4,1 ferð á dag. Árið 2019 fóru íbúar að meðaltali 3,9 ferðir á dag og í nóvember í fyra voru ferðirnar orðnar 3,3. Þetta kom fram í kynningu Ólafs Veigars Hrafnssonar, sviðsstjóra markaðsrannsókna Gallup á fundinum Léttum á umferðinni, sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. „Þetta kom okkur svolítið á óvart því þetta er ekki beint upplifunin í umferðinni. Manni finnst eins og umferðin sé að þyngjast. Við veltum þessu mikið fyrir okkur og meðal annars skoðuðum við hvort að þeir sem vinna heima og eru í heimanámi ferðist minna. Það er ekki svo,“ sagði Ólafur í kynningunni. „Þeir sem vinna heima og læra heima eru með sama meðaltal í ferðum og þeir sem vinna úti. Eitt af því sem mér þykir kannski líklegt að skýri þetta er þessi aukna netverslun.“ Ólafur bætir við að um 36 prósent landsmanna versli á netinu og þannig geti þessi fækkun ferða skýrst. „Þú verslar á netinu, bankinn þinn er á netinu, svo mikil þjónusta er á netinu. Þar af leiðandi ertu ekki að ferðast til að sækja þessa þjónustu.“ Fleiri ganga og ferðast á rafhlaupahjóli Eins benti Ólafur á að bílaumferð hafi minnkað um 2 prósent milli kannanna, annars vegar árið 2019 og 2022. Árið 2019 sögðust 57 prósent svarenda ferðast um á bíl, sem bílstjóri, en í fyrra voru það 55 prósent. Ólafur segist ekki telja þetta einhvers konar vikmörk heldur þróun sem sé í raun og veru að gerast. „Við sjáum líka að þeir sem fara fótgangandi, þeim fjölgar. Farþegum í einkabíl, þeim hefur fækkað jafnt og þétt á tuttugu árum. Þeir voru 17 prósent fyrir tuttugu árum og eru nú um 12 prósent,“ sagði Ólafur. Færri nota bíl sem sinn aðalferðamáta en fyrir tuttugu árum. Rafhlaupahjólið hefur hafið innreið sína. Gallup „Það sem kom mér á óvart í þessu er hvers vegna reiðhjólið er ekki stærra. Hlutdeild reiðhjólsins í ferðamátum er 6 prósent miðað við þessa könnun frá 2022. Maður hefði haldið að það væri meira. Það er búið að byggja upp mjög góða aðstöðu á mörgum vinnustöðum til dæmis,“ segir Ólafur. „Það sem kannski skýrir þetta er að fólk er í raun og veru ekki að nota reiðhjól sem aðal ferðamáta. Það hjólar í vinnuna og heim en notar bílinn í eitthvað annað.“ Um sex prósent svarenda nota strætisvagn sem sinn aðalferðamáta og stendur það hlutfall í stað. Það merkilegasta úr könnuninni sé innreið rafhlaupahjólsins, en um 2 prósent nota það sem sinn aðalferðamáta. Samgöngur Reykjavík Skipulag Verslun Tengdar fréttir Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41 Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Fækkun ferða hefur verið mikil síðastliðin tíu ár. Árið 2011 voru daglegar ferðir íbúa að meðaltali 4,2. Það sama var uppi á teningnum árið 2014 og 2017 fóru íbúar um 4,1 ferð á dag. Árið 2019 fóru íbúar að meðaltali 3,9 ferðir á dag og í nóvember í fyra voru ferðirnar orðnar 3,3. Þetta kom fram í kynningu Ólafs Veigars Hrafnssonar, sviðsstjóra markaðsrannsókna Gallup á fundinum Léttum á umferðinni, sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. „Þetta kom okkur svolítið á óvart því þetta er ekki beint upplifunin í umferðinni. Manni finnst eins og umferðin sé að þyngjast. Við veltum þessu mikið fyrir okkur og meðal annars skoðuðum við hvort að þeir sem vinna heima og eru í heimanámi ferðist minna. Það er ekki svo,“ sagði Ólafur í kynningunni. „Þeir sem vinna heima og læra heima eru með sama meðaltal í ferðum og þeir sem vinna úti. Eitt af því sem mér þykir kannski líklegt að skýri þetta er þessi aukna netverslun.“ Ólafur bætir við að um 36 prósent landsmanna versli á netinu og þannig geti þessi fækkun ferða skýrst. „Þú verslar á netinu, bankinn þinn er á netinu, svo mikil þjónusta er á netinu. Þar af leiðandi ertu ekki að ferðast til að sækja þessa þjónustu.“ Fleiri ganga og ferðast á rafhlaupahjóli Eins benti Ólafur á að bílaumferð hafi minnkað um 2 prósent milli kannanna, annars vegar árið 2019 og 2022. Árið 2019 sögðust 57 prósent svarenda ferðast um á bíl, sem bílstjóri, en í fyrra voru það 55 prósent. Ólafur segist ekki telja þetta einhvers konar vikmörk heldur þróun sem sé í raun og veru að gerast. „Við sjáum líka að þeir sem fara fótgangandi, þeim fjölgar. Farþegum í einkabíl, þeim hefur fækkað jafnt og þétt á tuttugu árum. Þeir voru 17 prósent fyrir tuttugu árum og eru nú um 12 prósent,“ sagði Ólafur. Færri nota bíl sem sinn aðalferðamáta en fyrir tuttugu árum. Rafhlaupahjólið hefur hafið innreið sína. Gallup „Það sem kom mér á óvart í þessu er hvers vegna reiðhjólið er ekki stærra. Hlutdeild reiðhjólsins í ferðamátum er 6 prósent miðað við þessa könnun frá 2022. Maður hefði haldið að það væri meira. Það er búið að byggja upp mjög góða aðstöðu á mörgum vinnustöðum til dæmis,“ segir Ólafur. „Það sem kannski skýrir þetta er að fólk er í raun og veru ekki að nota reiðhjól sem aðal ferðamáta. Það hjólar í vinnuna og heim en notar bílinn í eitthvað annað.“ Um sex prósent svarenda nota strætisvagn sem sinn aðalferðamáta og stendur það hlutfall í stað. Það merkilegasta úr könnuninni sé innreið rafhlaupahjólsins, en um 2 prósent nota það sem sinn aðalferðamáta.
Samgöngur Reykjavík Skipulag Verslun Tengdar fréttir Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41 Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41
Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16