Tefjast orkuskiptin vegna 208 króna á mánuði? Haraldur Þór Jónsson skrifar 10. nóvember 2023 07:00 Það hefur mikið verið rætt og skrifað um boðuð orkuskipti. Ekki hefur skort á samtalið, samráðið, orkufundi, ráðstefnur, málstofur og vinnuhópana í umræðu um boðuð orkuskipti. Allir eru sammála um kosti þess að skipta út jarðefnaeldsneyti og verða efnahagslega sjálfstæð þjóð þegar kemur að orkunotkun. Fyrr á þessu ári kom babb í bátinn. Sveitarfélögin sem hafa megnið af orkuvinnslunni í sínu nærumhverfi sýndu fram á það að það að takmarkaður ávinningur er fyrir nærsamfélagið í núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu. Orkumannvirki skila takmörkuðum störfum í sitt nærumhverfi og 95% af orkumannvirkjum eru undanþegin fasteignasköttum. Sveitarfélögin með orkumannvirkin í sínu nærumhverfi fá því ekki tekjur í gegnum lögbundna tekjustofna sína. Þess vegna hættu fjölmörg sveitarfélög að skipuleggja orkumannvirki í byrjun þessa árs og við horfðum fram á virkjanastopp á sama tíma og við ætluðum að fara í orkuskipti. En hvað hefur gerst síðan? Jú, sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna og lagt fram fullmótaðar tillögur um hvernig hægt er að skapa sanngjarna umgjörð svo nærumhverfi orkuvinnslu fái sanngjarnar tekjur af grænni orkuframleiðslu. Breið samstaða er á bak við tillögurnar hjá sveitarfélögunum. Engir aðrir hagaðilar orkuframleiðslu né ríkisvaldið hafa komið fram með tillögur um breytingar á núverandi lagaumgjörð sem tryggir forsendur þess að ríkið og sveitarfélögin geti farið að vinna saman að boðuðum orkuskiptum. Kröfur sveitarfélaganna eru ekki miklar, einungis að orkufyrirtækin á Íslandi greiði sambærilega skatta til sveitarfélaganna eins og í Noregi. Í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst vann fyrir Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kemur fram að ef undanþága orkufyrirtækjanna frá lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga yrði afnumin og greiddur yrði skattur til sveitarfélaganna í samræmi við tillögur sveitarfélaganna þyrfti verð á rafmagni að hækka um 0,5 kr./kWst ef því yrði veitt að fullu út í verðlagið, sem engin þörf er á að gera þar sem arðsemi orkufyrirtækjanna hleypur á tugum milljarða. Meðal raforkunotkun heimilis er 5.000 kWst á ári. Að velta öllum kostnaðinum út í verðlagið þýðir árs hækkun uppá 2.500kr. eða 208kr. á mánuði fyrir meðal heimili á Íslandi. Boltinn liggur því hjá ríkisvaldinu að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofni sveitarfélaganna og skapa sanngjarna lagaumgjörð fyrir ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin eru sannarlega tilbúin í orkuskipti sem auka lífsgæði allra íbúa landsins, bæði íbúa í nærumhverfi orkuvinnslu sem og þeirra sem nota orkuna. Höfundur er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur mikið verið rætt og skrifað um boðuð orkuskipti. Ekki hefur skort á samtalið, samráðið, orkufundi, ráðstefnur, málstofur og vinnuhópana í umræðu um boðuð orkuskipti. Allir eru sammála um kosti þess að skipta út jarðefnaeldsneyti og verða efnahagslega sjálfstæð þjóð þegar kemur að orkunotkun. Fyrr á þessu ári kom babb í bátinn. Sveitarfélögin sem hafa megnið af orkuvinnslunni í sínu nærumhverfi sýndu fram á það að það að takmarkaður ávinningur er fyrir nærsamfélagið í núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu. Orkumannvirki skila takmörkuðum störfum í sitt nærumhverfi og 95% af orkumannvirkjum eru undanþegin fasteignasköttum. Sveitarfélögin með orkumannvirkin í sínu nærumhverfi fá því ekki tekjur í gegnum lögbundna tekjustofna sína. Þess vegna hættu fjölmörg sveitarfélög að skipuleggja orkumannvirki í byrjun þessa árs og við horfðum fram á virkjanastopp á sama tíma og við ætluðum að fara í orkuskipti. En hvað hefur gerst síðan? Jú, sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna og lagt fram fullmótaðar tillögur um hvernig hægt er að skapa sanngjarna umgjörð svo nærumhverfi orkuvinnslu fái sanngjarnar tekjur af grænni orkuframleiðslu. Breið samstaða er á bak við tillögurnar hjá sveitarfélögunum. Engir aðrir hagaðilar orkuframleiðslu né ríkisvaldið hafa komið fram með tillögur um breytingar á núverandi lagaumgjörð sem tryggir forsendur þess að ríkið og sveitarfélögin geti farið að vinna saman að boðuðum orkuskiptum. Kröfur sveitarfélaganna eru ekki miklar, einungis að orkufyrirtækin á Íslandi greiði sambærilega skatta til sveitarfélaganna eins og í Noregi. Í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst vann fyrir Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kemur fram að ef undanþága orkufyrirtækjanna frá lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga yrði afnumin og greiddur yrði skattur til sveitarfélaganna í samræmi við tillögur sveitarfélaganna þyrfti verð á rafmagni að hækka um 0,5 kr./kWst ef því yrði veitt að fullu út í verðlagið, sem engin þörf er á að gera þar sem arðsemi orkufyrirtækjanna hleypur á tugum milljarða. Meðal raforkunotkun heimilis er 5.000 kWst á ári. Að velta öllum kostnaðinum út í verðlagið þýðir árs hækkun uppá 2.500kr. eða 208kr. á mánuði fyrir meðal heimili á Íslandi. Boltinn liggur því hjá ríkisvaldinu að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofni sveitarfélaganna og skapa sanngjarna lagaumgjörð fyrir ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin eru sannarlega tilbúin í orkuskipti sem auka lífsgæði allra íbúa landsins, bæði íbúa í nærumhverfi orkuvinnslu sem og þeirra sem nota orkuna. Höfundur er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun