Gula stjarnan Árni Már Jensson skrifar 9. nóvember 2023 10:00 Það er í senn mikilvægt og heilbrigt í lýðræðisríkjum að iðka tjáningarétt sinn til mótmæla á rangindum og ofbeldi. En hafa ber í huga að mótmælin beinist ekki gegn þolandanum sjálfum. Árásin 7. oktober s.l. var einungis örlítið brot af þeim árásum sem Ísrael hefur mátt þola af hálfu islamskra þjóða og hryðjuverkasamtaka umliðin 75 ár. Þennan dag voru 1.400 saklausum íbúum lítils þorps og tónlistarhátíðar pyntuð, limlest og drepin, ásamt því sem 200 til viðbótar var rænt. Fáum frásögnum fer af 4-5 þúsund eldflaugum sem skotið var frá Gaza að íbúðarbyggðum innan landamæra Ísraels þennan sama dag. Eldflaugum sem hefðu auðveldlega getað grandað 20-30 þúsund óbreyttum borgurum til viðbótar á þessum sama degi, ef ekki hefði verið fyrir fyrirhyggju og hugvit Ísraela til sjálfsvarnar að etja, með svonefndu Iron Dome eldflaugavarnarkerfi. Einnig er lítið fjallað um 75 ára varnarbaráttu Ísraela fyrir tilverurétti sínum á þessum litla landskika sem þeim var úthlutað af Sameinuðu þjóðunum 1948. Landskika, sem er þeirra sögulegu heimkynni frá aldaöðli, og einungis 22 þús fer.km. að flatarmáli, eða u.þ.b. 20% af flatarmáli litla Íslands. Ísrael er sem sagt örþjóð með 9,5 milljón íbúa, þ.m.t. 1,7 millj friðsama múslima, umkringt 22 arabaþjóðum miðausturlanda, með 475 milljón íbúa, á landsvæði sem er nálægt 10millj. fer.km. að stærð. M.ö.o. er lýðræðisríkið Ísrael eins og títuprjónshaus í heystakki innan um gríðarstór og fjölmenn islömsk trúar og einræðisríki. Ríki, sem hafa verið fjandsamleg Ísrael umliðin 75 ár. Sögulega eru gyðingar þolendur ofbeldis en ekki gerendur. Þannig hefur Ísrael ekki ráðist að fyrra bragði að nágrannaþjóðum, heldur einungis varist með gagnárásum. Varist til að koma í veg fyrir nýja helför og útrýmingu á eigin þjóð. Hver er uppruni gyðinga andúðar? Þó að margir tengi gyðinga andúð við helförina, hófst þetta hatur ekki á þriðja áratug síðustu aldar, né endaði árið 1945, þegar nasistar voru sigraðir. Gyðingar hafa mátt þola að vera hlutgerðir í staðalímynd, útlægt, hnepptir í þrældóm og beittir ofbeldi á grundvelli margs konar rangra ásakana og forsenda frá aldaöðli. Andgyðingleg hugmyndafræði hefur verið til svo lengi sem sagan nær. Í þúsundir ára hafa gyðingar verið ofsóttir, hraktir og atyrtir fyrir það eitt að að vera gyðingar. Nokkuð sem keyrði um koll í seinni heimstyrjöldinni þegar nasisminn gerði skipulagða tilraun til útrýmingar þeirra meðan umheimurinn leit undan eða þóttist ekki sjá. Í þjóðarmorði helfararinnar voru 6 millj gyðinga pyntaðir í þrælkunarbúðum og myrtir. Á meðan lítið varnarlaust þjóðarbrot, eða þjóðbálkur gyðinga tilbað einn andlegan guð, sem þeirra tilvist grundvallaðist á að vera hluti af, voru þeir fámennur og viðkvæmur hópur meðal annarra fjölmennari ættbálka og þjóða, sem ýmist voru heiðnir eða tilbáðu skurðgoð ýmiskonar. Gáfur, framsýni og andagift gyðinga kann því að vera upphafið að öfundinni og afbrýðiseminni sem ól af sér sögulegt gyðingahatur. Fornrit gyðinga eru t.a.m. merkur vitnisburður þeirra um sagnfræðilega yfirburði og framsýnt hugarfar grundvallað á heiðarlegri söguskráningu og auðmýkt gagnvart því sem æðra er. Athyglivert er hvernig gyðingar skráðu rit Testamenntanna, Gamla og Nýja. Rita sem seinna mynduðu Biblíuna, áhrifamestu bók veraldasögunnar. Nákvæmni og heilindi gagnvart hinum skráðu atburðum voru sem rauður þráður gegnum frásagnir þeirra og vitnisburður um heiðarleika og virðingu fyrir sögu, menningu og trú. Gyðingar búa yfir agaðri menningu sem elur á lausnamiðaðri rökhugsun. Þannig bera gyðingar af meðal þjóða heimsins þegar kemur að listsköpun, vísindalegum uppgötvunum og markaðstengdri auðsöfnun. Mikilfenglegur árangur þeirra á svo mörgum sviðum mannlífsins grundvallast á gagnrýnni og agaðri hugsun, samheldni og trú. Nokkuð sem skipar þeim í fremstu röð á flestum sviðum þrátt fyrir sögulegar ofsóknir og margítrekaðar tilraunir óvinveittra ríkja og hópa, til útrýmingar þeirra. Þrátt fyrir að gyðingar séu aðeins 2% íbúa Bandaríkjanna, og 0,2% jarðarbúa, voru hatursglæpir sem beindust að samfélögum gyðinga meira en helmingur tilkynntra trúarbrota árið 2021. Það ár voru bandarískir gyðingar, bæði fullorðnir og börn, kýldir, stungnir, kúgaðir, skotnir, brenndir af flugeldum, atyrtir og hrækt á, meðan þeir sinntu daglegu lífi sínu, námi og störfum í nærsamfélögunum. Samkvæmt upplýsingum frá New York Police í febrúar 2022 varð 400% aukning á árásum gegn gyðingum s.b.r. árið á undan. Það þarf engan spámann til að lesa í þá þróun sem nú á sér stað. Bent hefur verið á, að umburðarlyndi gagnvart gyðingahatri í nær-samfélögum getur verið vísbending um að lýðræðið standi höllum fæti. Í skýrslu Human Rights First, um gyðingahatur og öfgahyggju í Frakklandi, er varað við því að óheft gyðingahatur leiði til heildaraukningar á kúgun og ofbeldi. Aukning gyðingahaturs er þannig fyrirboði öfga-skautunar og samfélagslegs niðurbrots, eins og nærtækur veruleiki frá tíma nasismans gefur tilefni til. Þetta ætti einnig að vekja Íslendinga til umhugsunar um stöðu lýðræðisins heima fyrir. Ísraelar hata hvorki múslima né araba þrátt fyrir sögulegar ofsóknir Hamas, Hezbollah og fleiri öfgasamtaka gegn þeim. Ísraelum er hins vegar nauðugur einn kostur að verja tilverurétt sinn með því að uppræta samtök þessara illvirkja. Illvirkja, sem hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma gyðingum og lýðræðisríki þeirra, Ísrael. Illvirkjum, sem fela sig í iðrum jarðar um allt Gaza svæðið og þá helst undir mannvirkjum skóla, tilbeiðsluhúsa, sjúkrahúsa og íbúðabyggða. Það er sárara en tárum tekur að fylgjast með styrjöldum og afleiðingum þeirra á líf almennra borgara. Er yfirstandandi styrjöld Ísraels, gegn hryðjuverkasamtökum Hamas, þar engin undantekning. En hafa ber í huga að Ísrael tilkynnti ítrekað og opinberlega til palestínsks almennings á Gaza að öllum bæri að færa sig suður fyrir ákveðin mörk vegna yfirvofandi og lífsógnandi árása gegn vígamönnum Hamas á norðanvert svæðið. M.ö.o. tilkynntu Ísraelar ítrekað og hafa gert daglega, að svæðið yrði sprengt í loft upp til að hægt væri að uppræta neðanjarðarkerfi Hamas og ná til illvirkjanna. Viðbrögð Hamas voru að hamla för almennings sem mest þeir gátu. Viðbrögð annara islamskra nágranna ríkja voru einróma: Að opna ekki landamæri sín fyrir palestínsku flóttafólki í neyð. Af hverju? Jú, helstu ástæðu nefndu þeir, að ógerlegt sé að aðgreina vígamenn úr röðum Hamas frá palestínskum almenningi. Viðhorf sem lýsir betur en nokkuð annað, hversu erfitt viðfangsefni Ísraela er. Þeir sem nú mótmæla núverandi neyð palestínuaraba á Gaza, og réttilega svo, ættu að beina mótmælum sínum í garð gerendanna, Hamas, og stuðningsaðila þeirra, klerkaveldisins í Íran, en ekki í garð þolendanna-Ísrael. Þolenda, sem deila sameiginlegri ógn með almenningi palestínufólks á Gaza. Ógn sem grundvallast á öfga hugmyndafræði hryðjuverkasamtaka islam. Ef hægt er að merkja eitthvað jákvætt, í þeim skrumskældu mótmælum gegn Ísrael sem nú eiga sér stað um hinn vestræna heim, þá er það helst sú sjálfsafhjúpun islamskrar öfgahyggju sem lúrir eins og tifandi tímasprengja innan vestrænna samfélaga, og bíður þess að kljúfa þau helgu gildi sem grundvallast á kristnum kærleik, dyggðum og mannréttindum. Gildum sem við sækjum til boðskapar og gjörða áhrifamestu persónu veraldarsögunnar, gyðingsins Jesú Krists, sem af fylgjendum sínum er Guð. Áróðursmeistari Hitlers, Joseph Göbbels, sagði: „Endurtaktu lygina nógu oft og hún breytist í sannleika.” Sálfræðilega hefur þessi kenning oft verið staðfærð í raunverulegum rannsóknum og stenst svo lengi sem maðurinn glatar ekki tökum á gagnrýnni hugsun. Hugsun, sem áróðursmeistarar islamskrar öfgahyggju, Hamas, og klerkaveldi Írans, hafa sýkt til að smita út til hinna ýmsu vestrænu samfélaga gegnum islömsk tengslanet og áróðurs-sellur. En vert er að geta þess að klerkaveldið í Íran er ámóta fyrirbæri og Hamas er í Palestínu, Hezbollah í Líbanon, AQAP, ISIS í Yemen og Taliban í Afghanistan. Fyrirbæri sem hægt er að skilgreina sem trúarlegar fasískar valdamafíur í óþökk almennra borgara viðkomandi landa. Mafíur sem sækja heimild til grimmdarverka í öfgaritningu islam. Mafíur, sem halda almenningi viðkomandi þjóða í gíslingu með ógnandi öryggislögreglu og hervaldi. Fáir þeirra vestrænu mótmælenda sem fjölmiðlar hafa rætt við, vilja kannast við að þeir séu að mótmæla vegna andúðar á gyðingum. Þegar mótmælendur eru síðan spurðir af hverju þeir mótmæltu ekki drápum Assads á hálfri milljón múslima í Sýrlandi eða drápum á 24 þúsund múslimum í Myanmar eða drápum á 240 þúsund múslimum í Yemen eða drápum Aserbajana á Armenum eða pyntingum og drápum Írönsku klerkastjórnarinnar á tugþúsundum írana, og þá aðalega saklausum ungum háskólakonum, svo ekki sé minnst á opinberar torg-aftökur LBGTQ fólks í Teheran, þá er fátt um svör - Bara þögn. Skrumskæling pro-palestínskra mótmæla á vesturlöndum einkennast af öðru tvennu; gyðinga-andúð eða skort á gagnrýnni hugsun. En með skorti á gagnrýnni hugsun og söguþekkingu gerast mótmælendur sekir um að að láta misnota sig sem málpípur áróðursmeistara Hamas og klerkaveldis Írans, sem eins og Göbbels nasismans, hafa skipst á praktískum áróðurstækjum fyrr og nú. Og nei, gagnrýni á hugmyndafræði sem unir ekki málfrelsi, ekki trúfrelsi, ekki lýðræði, ekki jafnræði kynjanna og ekki fjölbreytileika kynhneigðar mannsins, grundvallast ekki á fordómum gagnvart fólki eða kynþætti af nokkurri tegund, heldur gagnrýnni rökhugsun í garð neikvæðra áhrifa hugmyndafræði, sem sögulega og hlutlaust sýnir fram á, að þeir sem hugmyndafræðina aðhyllast, líða hvað mest fyrir hana. Á níundu öld eftir krist, tók Islamska caliphate Al-Mutawakkil upp þann sið að merkja gyðinga með gulri stjörnu til aðgreiningar þeirra frá öðru fólki. Þetta var gert til að niðurlægja gyðinga, þ.e. þá sem máttu þola þrælkun, í stað þess að vera afhöfðaðir. Adolf Hitler réði sér ekki fyrir hrifningu og aðdáun á praktískri aðferðarfræði islam við útskúfun og þjóðernishreinsanir og tók því upp gulu stjörnuna í ofsóknum sínum gegn gyðingum í aðdraganda seinni heimstyrjaldarinnar. Christian X, konungur Danmerkur og áður Íslands, var ekki alls varnað er kom að hugrekki. Hann fór á hverjum morgni í reiðtúr um götur Kaupmannahafnar, og lét engan bilbug á sér finna í þeim efnum, þrátt fyrir hernám nasista í seinni heimstyrjöldinni. Þegar nasistar gerðu dönskum gyðingum skylt að bera gula stjörnu til auðkenningar og auðmýkingar, lét hann einnig sauma gula davíðsstjörnuna á sinn klæðnað sem hann bar með reisn, á reiðtúrum sínum um borgina, gyðingum til hluttekningar og nasistum til hnjóðs. Örþjóðin Ísrael, hefur af illri nauðsyn og biturri reynslu þurft að vopnvæðast og verjast ofsóknum, grimmd og illsku umliðin 75 ár, til þess eins að komast hjá útrýmingu og lifa af. Réttur þeirra til varna nú, er óskoraður og land þeirra til framtíðar er Ísrael. Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Það er í senn mikilvægt og heilbrigt í lýðræðisríkjum að iðka tjáningarétt sinn til mótmæla á rangindum og ofbeldi. En hafa ber í huga að mótmælin beinist ekki gegn þolandanum sjálfum. Árásin 7. oktober s.l. var einungis örlítið brot af þeim árásum sem Ísrael hefur mátt þola af hálfu islamskra þjóða og hryðjuverkasamtaka umliðin 75 ár. Þennan dag voru 1.400 saklausum íbúum lítils þorps og tónlistarhátíðar pyntuð, limlest og drepin, ásamt því sem 200 til viðbótar var rænt. Fáum frásögnum fer af 4-5 þúsund eldflaugum sem skotið var frá Gaza að íbúðarbyggðum innan landamæra Ísraels þennan sama dag. Eldflaugum sem hefðu auðveldlega getað grandað 20-30 þúsund óbreyttum borgurum til viðbótar á þessum sama degi, ef ekki hefði verið fyrir fyrirhyggju og hugvit Ísraela til sjálfsvarnar að etja, með svonefndu Iron Dome eldflaugavarnarkerfi. Einnig er lítið fjallað um 75 ára varnarbaráttu Ísraela fyrir tilverurétti sínum á þessum litla landskika sem þeim var úthlutað af Sameinuðu þjóðunum 1948. Landskika, sem er þeirra sögulegu heimkynni frá aldaöðli, og einungis 22 þús fer.km. að flatarmáli, eða u.þ.b. 20% af flatarmáli litla Íslands. Ísrael er sem sagt örþjóð með 9,5 milljón íbúa, þ.m.t. 1,7 millj friðsama múslima, umkringt 22 arabaþjóðum miðausturlanda, með 475 milljón íbúa, á landsvæði sem er nálægt 10millj. fer.km. að stærð. M.ö.o. er lýðræðisríkið Ísrael eins og títuprjónshaus í heystakki innan um gríðarstór og fjölmenn islömsk trúar og einræðisríki. Ríki, sem hafa verið fjandsamleg Ísrael umliðin 75 ár. Sögulega eru gyðingar þolendur ofbeldis en ekki gerendur. Þannig hefur Ísrael ekki ráðist að fyrra bragði að nágrannaþjóðum, heldur einungis varist með gagnárásum. Varist til að koma í veg fyrir nýja helför og útrýmingu á eigin þjóð. Hver er uppruni gyðinga andúðar? Þó að margir tengi gyðinga andúð við helförina, hófst þetta hatur ekki á þriðja áratug síðustu aldar, né endaði árið 1945, þegar nasistar voru sigraðir. Gyðingar hafa mátt þola að vera hlutgerðir í staðalímynd, útlægt, hnepptir í þrældóm og beittir ofbeldi á grundvelli margs konar rangra ásakana og forsenda frá aldaöðli. Andgyðingleg hugmyndafræði hefur verið til svo lengi sem sagan nær. Í þúsundir ára hafa gyðingar verið ofsóttir, hraktir og atyrtir fyrir það eitt að að vera gyðingar. Nokkuð sem keyrði um koll í seinni heimstyrjöldinni þegar nasisminn gerði skipulagða tilraun til útrýmingar þeirra meðan umheimurinn leit undan eða þóttist ekki sjá. Í þjóðarmorði helfararinnar voru 6 millj gyðinga pyntaðir í þrælkunarbúðum og myrtir. Á meðan lítið varnarlaust þjóðarbrot, eða þjóðbálkur gyðinga tilbað einn andlegan guð, sem þeirra tilvist grundvallaðist á að vera hluti af, voru þeir fámennur og viðkvæmur hópur meðal annarra fjölmennari ættbálka og þjóða, sem ýmist voru heiðnir eða tilbáðu skurðgoð ýmiskonar. Gáfur, framsýni og andagift gyðinga kann því að vera upphafið að öfundinni og afbrýðiseminni sem ól af sér sögulegt gyðingahatur. Fornrit gyðinga eru t.a.m. merkur vitnisburður þeirra um sagnfræðilega yfirburði og framsýnt hugarfar grundvallað á heiðarlegri söguskráningu og auðmýkt gagnvart því sem æðra er. Athyglivert er hvernig gyðingar skráðu rit Testamenntanna, Gamla og Nýja. Rita sem seinna mynduðu Biblíuna, áhrifamestu bók veraldasögunnar. Nákvæmni og heilindi gagnvart hinum skráðu atburðum voru sem rauður þráður gegnum frásagnir þeirra og vitnisburður um heiðarleika og virðingu fyrir sögu, menningu og trú. Gyðingar búa yfir agaðri menningu sem elur á lausnamiðaðri rökhugsun. Þannig bera gyðingar af meðal þjóða heimsins þegar kemur að listsköpun, vísindalegum uppgötvunum og markaðstengdri auðsöfnun. Mikilfenglegur árangur þeirra á svo mörgum sviðum mannlífsins grundvallast á gagnrýnni og agaðri hugsun, samheldni og trú. Nokkuð sem skipar þeim í fremstu röð á flestum sviðum þrátt fyrir sögulegar ofsóknir og margítrekaðar tilraunir óvinveittra ríkja og hópa, til útrýmingar þeirra. Þrátt fyrir að gyðingar séu aðeins 2% íbúa Bandaríkjanna, og 0,2% jarðarbúa, voru hatursglæpir sem beindust að samfélögum gyðinga meira en helmingur tilkynntra trúarbrota árið 2021. Það ár voru bandarískir gyðingar, bæði fullorðnir og börn, kýldir, stungnir, kúgaðir, skotnir, brenndir af flugeldum, atyrtir og hrækt á, meðan þeir sinntu daglegu lífi sínu, námi og störfum í nærsamfélögunum. Samkvæmt upplýsingum frá New York Police í febrúar 2022 varð 400% aukning á árásum gegn gyðingum s.b.r. árið á undan. Það þarf engan spámann til að lesa í þá þróun sem nú á sér stað. Bent hefur verið á, að umburðarlyndi gagnvart gyðingahatri í nær-samfélögum getur verið vísbending um að lýðræðið standi höllum fæti. Í skýrslu Human Rights First, um gyðingahatur og öfgahyggju í Frakklandi, er varað við því að óheft gyðingahatur leiði til heildaraukningar á kúgun og ofbeldi. Aukning gyðingahaturs er þannig fyrirboði öfga-skautunar og samfélagslegs niðurbrots, eins og nærtækur veruleiki frá tíma nasismans gefur tilefni til. Þetta ætti einnig að vekja Íslendinga til umhugsunar um stöðu lýðræðisins heima fyrir. Ísraelar hata hvorki múslima né araba þrátt fyrir sögulegar ofsóknir Hamas, Hezbollah og fleiri öfgasamtaka gegn þeim. Ísraelum er hins vegar nauðugur einn kostur að verja tilverurétt sinn með því að uppræta samtök þessara illvirkja. Illvirkja, sem hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma gyðingum og lýðræðisríki þeirra, Ísrael. Illvirkjum, sem fela sig í iðrum jarðar um allt Gaza svæðið og þá helst undir mannvirkjum skóla, tilbeiðsluhúsa, sjúkrahúsa og íbúðabyggða. Það er sárara en tárum tekur að fylgjast með styrjöldum og afleiðingum þeirra á líf almennra borgara. Er yfirstandandi styrjöld Ísraels, gegn hryðjuverkasamtökum Hamas, þar engin undantekning. En hafa ber í huga að Ísrael tilkynnti ítrekað og opinberlega til palestínsks almennings á Gaza að öllum bæri að færa sig suður fyrir ákveðin mörk vegna yfirvofandi og lífsógnandi árása gegn vígamönnum Hamas á norðanvert svæðið. M.ö.o. tilkynntu Ísraelar ítrekað og hafa gert daglega, að svæðið yrði sprengt í loft upp til að hægt væri að uppræta neðanjarðarkerfi Hamas og ná til illvirkjanna. Viðbrögð Hamas voru að hamla för almennings sem mest þeir gátu. Viðbrögð annara islamskra nágranna ríkja voru einróma: Að opna ekki landamæri sín fyrir palestínsku flóttafólki í neyð. Af hverju? Jú, helstu ástæðu nefndu þeir, að ógerlegt sé að aðgreina vígamenn úr röðum Hamas frá palestínskum almenningi. Viðhorf sem lýsir betur en nokkuð annað, hversu erfitt viðfangsefni Ísraela er. Þeir sem nú mótmæla núverandi neyð palestínuaraba á Gaza, og réttilega svo, ættu að beina mótmælum sínum í garð gerendanna, Hamas, og stuðningsaðila þeirra, klerkaveldisins í Íran, en ekki í garð þolendanna-Ísrael. Þolenda, sem deila sameiginlegri ógn með almenningi palestínufólks á Gaza. Ógn sem grundvallast á öfga hugmyndafræði hryðjuverkasamtaka islam. Ef hægt er að merkja eitthvað jákvætt, í þeim skrumskældu mótmælum gegn Ísrael sem nú eiga sér stað um hinn vestræna heim, þá er það helst sú sjálfsafhjúpun islamskrar öfgahyggju sem lúrir eins og tifandi tímasprengja innan vestrænna samfélaga, og bíður þess að kljúfa þau helgu gildi sem grundvallast á kristnum kærleik, dyggðum og mannréttindum. Gildum sem við sækjum til boðskapar og gjörða áhrifamestu persónu veraldarsögunnar, gyðingsins Jesú Krists, sem af fylgjendum sínum er Guð. Áróðursmeistari Hitlers, Joseph Göbbels, sagði: „Endurtaktu lygina nógu oft og hún breytist í sannleika.” Sálfræðilega hefur þessi kenning oft verið staðfærð í raunverulegum rannsóknum og stenst svo lengi sem maðurinn glatar ekki tökum á gagnrýnni hugsun. Hugsun, sem áróðursmeistarar islamskrar öfgahyggju, Hamas, og klerkaveldi Írans, hafa sýkt til að smita út til hinna ýmsu vestrænu samfélaga gegnum islömsk tengslanet og áróðurs-sellur. En vert er að geta þess að klerkaveldið í Íran er ámóta fyrirbæri og Hamas er í Palestínu, Hezbollah í Líbanon, AQAP, ISIS í Yemen og Taliban í Afghanistan. Fyrirbæri sem hægt er að skilgreina sem trúarlegar fasískar valdamafíur í óþökk almennra borgara viðkomandi landa. Mafíur sem sækja heimild til grimmdarverka í öfgaritningu islam. Mafíur, sem halda almenningi viðkomandi þjóða í gíslingu með ógnandi öryggislögreglu og hervaldi. Fáir þeirra vestrænu mótmælenda sem fjölmiðlar hafa rætt við, vilja kannast við að þeir séu að mótmæla vegna andúðar á gyðingum. Þegar mótmælendur eru síðan spurðir af hverju þeir mótmæltu ekki drápum Assads á hálfri milljón múslima í Sýrlandi eða drápum á 24 þúsund múslimum í Myanmar eða drápum á 240 þúsund múslimum í Yemen eða drápum Aserbajana á Armenum eða pyntingum og drápum Írönsku klerkastjórnarinnar á tugþúsundum írana, og þá aðalega saklausum ungum háskólakonum, svo ekki sé minnst á opinberar torg-aftökur LBGTQ fólks í Teheran, þá er fátt um svör - Bara þögn. Skrumskæling pro-palestínskra mótmæla á vesturlöndum einkennast af öðru tvennu; gyðinga-andúð eða skort á gagnrýnni hugsun. En með skorti á gagnrýnni hugsun og söguþekkingu gerast mótmælendur sekir um að að láta misnota sig sem málpípur áróðursmeistara Hamas og klerkaveldis Írans, sem eins og Göbbels nasismans, hafa skipst á praktískum áróðurstækjum fyrr og nú. Og nei, gagnrýni á hugmyndafræði sem unir ekki málfrelsi, ekki trúfrelsi, ekki lýðræði, ekki jafnræði kynjanna og ekki fjölbreytileika kynhneigðar mannsins, grundvallast ekki á fordómum gagnvart fólki eða kynþætti af nokkurri tegund, heldur gagnrýnni rökhugsun í garð neikvæðra áhrifa hugmyndafræði, sem sögulega og hlutlaust sýnir fram á, að þeir sem hugmyndafræðina aðhyllast, líða hvað mest fyrir hana. Á níundu öld eftir krist, tók Islamska caliphate Al-Mutawakkil upp þann sið að merkja gyðinga með gulri stjörnu til aðgreiningar þeirra frá öðru fólki. Þetta var gert til að niðurlægja gyðinga, þ.e. þá sem máttu þola þrælkun, í stað þess að vera afhöfðaðir. Adolf Hitler réði sér ekki fyrir hrifningu og aðdáun á praktískri aðferðarfræði islam við útskúfun og þjóðernishreinsanir og tók því upp gulu stjörnuna í ofsóknum sínum gegn gyðingum í aðdraganda seinni heimstyrjaldarinnar. Christian X, konungur Danmerkur og áður Íslands, var ekki alls varnað er kom að hugrekki. Hann fór á hverjum morgni í reiðtúr um götur Kaupmannahafnar, og lét engan bilbug á sér finna í þeim efnum, þrátt fyrir hernám nasista í seinni heimstyrjöldinni. Þegar nasistar gerðu dönskum gyðingum skylt að bera gula stjörnu til auðkenningar og auðmýkingar, lét hann einnig sauma gula davíðsstjörnuna á sinn klæðnað sem hann bar með reisn, á reiðtúrum sínum um borgina, gyðingum til hluttekningar og nasistum til hnjóðs. Örþjóðin Ísrael, hefur af illri nauðsyn og biturri reynslu þurft að vopnvæðast og verjast ofsóknum, grimmd og illsku umliðin 75 ár, til þess eins að komast hjá útrýmingu og lifa af. Réttur þeirra til varna nú, er óskoraður og land þeirra til framtíðar er Ísrael. Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun