Erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið að komast í undanúrslitin 2024 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með íslenska fánann á heimsleikunum í CrossFit Instagram/@anniethorisdottir CrossFit samtökin hafa tilkynnt fyrirkomulagið í undankeppni heimsleikanna á næsta ári og það er nokkuð um breytingar frá því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á þessu ári. Miklu fleiri komast þannig áfram eftir CrossFit Open á næsta ári en það verður á móti færri sæti í boði fyrir evrópska fólkið í undanúrslitunum. Efstu 25 prósentin af keppendum í opna hlutanum fá tækifæri til að keppa í fjórðungsúrslitunum árið 2024 en það voru bara tíu prósent sem komust áfram í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Við þetta fjölgar mikið keppendum í fjórðungsúrslitunum þar sem keppt verður um laus sæti í undanúrslitunum. Að komast þangað verður aftur á móti erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið af þeirri einföldu ástæðu að það eru færri sæti í boði. Evrópa átti þannig sextíu sæti í karla- og kvennaflokki í undanúrslitunum í ár en þau verða bara fjörutíu í ár. Fjórðungsúrslitin verða því mun meiri sía en áður. Ástæðan fyrir þessu er að CrossFit samtökin ætla ekki lengur að gera svæðum heimsins mismikið undir höfði. Í stað þess að svæði heimsins fái mismarga keppendur í undanúrslitunum munu öll fá jafnmarga eða fjörutíu karla og fjörutíu konur. 33 prósent færri komast því í undanúrslitin frá Evrópu og Norður-Ameríku en aftur á móti komast þangað 25 prósent fleiri frá Asíu, Afríku, Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Þau svæði fengu mun færri sæti í ár og var sérstaklega mikil gagnrýni á það að Eyjaálfa, sem hefur átt marga frábæra keppendur í gegnum tíðina, fékk svo fáa. Nú verður allt jafnt. Tímabilið mun hefjast á hlaupársdag. The open mun standa yfir í þrjár vikur frá 29. febrúar. Fjórðungsúrslitin fara síðan fram í apríl. Sjálfir heimsleikarnir fara fram í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum frá 8. til 11. ágúst en þar verður aðeins keppt í aðalflokkunum. Aldursflokkakeppnin og keppni fatlaðra er ekki lengur hluti af heimsleikunum heldur haldin sér. Það var ekki hefið upp dagsetningu eða staðsetningu þeirra keppa í þessari tilkynningu frá CrossFit samtökunum. Hér fyir neðan má sjá útskýringu CrossFit samtakanna á fyrirkomulaginu á keppnistímabilinu 2024. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Ef Instagram færslurnar opnast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina og þá á það að lagast. CrossFit Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Miklu fleiri komast þannig áfram eftir CrossFit Open á næsta ári en það verður á móti færri sæti í boði fyrir evrópska fólkið í undanúrslitunum. Efstu 25 prósentin af keppendum í opna hlutanum fá tækifæri til að keppa í fjórðungsúrslitunum árið 2024 en það voru bara tíu prósent sem komust áfram í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Við þetta fjölgar mikið keppendum í fjórðungsúrslitunum þar sem keppt verður um laus sæti í undanúrslitunum. Að komast þangað verður aftur á móti erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið af þeirri einföldu ástæðu að það eru færri sæti í boði. Evrópa átti þannig sextíu sæti í karla- og kvennaflokki í undanúrslitunum í ár en þau verða bara fjörutíu í ár. Fjórðungsúrslitin verða því mun meiri sía en áður. Ástæðan fyrir þessu er að CrossFit samtökin ætla ekki lengur að gera svæðum heimsins mismikið undir höfði. Í stað þess að svæði heimsins fái mismarga keppendur í undanúrslitunum munu öll fá jafnmarga eða fjörutíu karla og fjörutíu konur. 33 prósent færri komast því í undanúrslitin frá Evrópu og Norður-Ameríku en aftur á móti komast þangað 25 prósent fleiri frá Asíu, Afríku, Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Þau svæði fengu mun færri sæti í ár og var sérstaklega mikil gagnrýni á það að Eyjaálfa, sem hefur átt marga frábæra keppendur í gegnum tíðina, fékk svo fáa. Nú verður allt jafnt. Tímabilið mun hefjast á hlaupársdag. The open mun standa yfir í þrjár vikur frá 29. febrúar. Fjórðungsúrslitin fara síðan fram í apríl. Sjálfir heimsleikarnir fara fram í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum frá 8. til 11. ágúst en þar verður aðeins keppt í aðalflokkunum. Aldursflokkakeppnin og keppni fatlaðra er ekki lengur hluti af heimsleikunum heldur haldin sér. Það var ekki hefið upp dagsetningu eða staðsetningu þeirra keppa í þessari tilkynningu frá CrossFit samtökunum. Hér fyir neðan má sjá útskýringu CrossFit samtakanna á fyrirkomulaginu á keppnistímabilinu 2024. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Ef Instagram færslurnar opnast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina og þá á það að lagast.
CrossFit Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira