Hvenær er komið gott? Yousef Ingi Tamimi skrifar 7. nóvember 2023 08:30 Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu. Nú þegar liðinn er mánuður frá því að Ísrael hóf stórsókn sína gagnvart Palestínu hafa viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar verið dræm. Það virðist ríkja óeining milli flokka um hvernig á að bregðast við og á sama tíma hljóma viðvörunarbjöllur innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem kjósendur flokksins eru ekki sama máli og utanríkisráðherra. Vandamálið er að Bjarni Benediktsson hefur með skipun um hjásetu við kosningar um tafarlaust vopnahlé á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðana tekið afstöðu með kúgaranum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og íslensku ríkisstjórnarinnar. Kúgarinn, Ísrael, stundar þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir sem að getur varla samrýmist stefnu Sjálfstæðisflokksins. Utanríkisráðherra virðist ekki fær um að gagnrýna alvarlegar árásir og ítrekuð brot Ísraels á alþjóðalögum á erlendri grundu og með þessu athæfi sínu hefur hann orðið þjóðinni till skammar með orðhengilshætti og útúrsnúningum. Á sama tíma og hann hunsar staðreyndir hefur hann dregið flokkinn sinn niður í það drullusvað sem það er að styðja við þjóðarmorð í Palestínu. Framtíðin ein mun dæma hann en framtíð flokksins liggur í höndum félagsmanna. Þótt að utanríkisráðherrann eigi erfitt með að skilja hugtakið árás þá gerir meirihluti þjóðarinnar það ekki. Það er ekki erfitt að skilja árás á flóttamannabúðir, árásir á sjúkrahús er ekki erfitt að skilja og árásir á saklausa borgara sem eru að reyna flýja stöðugt sprengjuregn ísraelska hersins er ekkert sérstaklega erfitt að skilja. Því miður virðast staðreyndir flækjast fyrir utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar. Á meðan flestar alþjóðastofnanir krefjast tafarlaus vopnahlés, krefjast endaloka hernámsins og krefjast friðar fyrir Palestínu þá virðist vera að utanríkisráðherrann og formaður utanríkismálanefndar hunsa staðreyndir og veruleikann. Þau keyra áfram eina stefnu, Ísrael hefur rétt á að verja sig, og á sama tíma hunsa þau ítrekuð alvarleg brot Ísraels gagnvart Palestínu. Utanríkisráðherrann reynir að halda því fram í fjölmiðlum hérlendis að afstaðan sé skýr en hefur svo allt aðra afstöðu á erlendri grundu. Með afstöðu utanríkisráðherra hefur hann sett svartan blett á utanríkisstefnu Íslands. Heilbrigðiskerfið á Gaza er hrunið, sjúkrahús hafa umturnast í líkhús og enginn staður er öruggur. Yfir 100 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið myrtir, yfir 30 sjúkrabílar eyðilagðir og ráðist sérstaklega á sólarrafhlöður sjúkrahúsa til að fyrirbyggja getu sjúkrahúsanna til að sinna sjúkum og slösuðum. Fyrir utan þær 10 þúsund manneskjur sem hafa verið myrtir í loftárásum Ísraels þá deyja hundruð vegna skorts af lyfjum og meðferða vegna aðgerða Ísraels. Ráðist hefur verið á einstaklinga á flótta undan skriðdrekum ísraelska hersins og hafa loftárásir verið framkvæmdar á sjúkrabíla sem áttu að flytja slasaða til Rafah. Virðing Ísraels fyrir alþjóðalögum og mannréttindum er engin. Á meðan foreldrar í Gaza reyna að finna skjól fyrir börnin sín reynir utanríkismálaráðherra að réttlæta afstöðuleysið sitt með einkaskilaboðum á einstaklinga á samfélagsmiðlum. Á meðan börn liggja grafin undir rústum sundursprengda húsa birtir formaður utanríkismálanefndar myndir af „Halloween“ skreytingum sundurskorna barna. Veruleikafirring, dómgreindarleysi og smekkleysa þessara einstaklinga er algjör og virðast þau ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Blindur stuðningur þeirra við Ísrael og skortur af beinni fordæmingu gagnvart alvarlegum mannréttindabrotum, þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum Ísraels vekur till umhugsunar um raunverulega getu þeirra að sinna því starfi sem að þau hafa. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu. Nú þegar liðinn er mánuður frá því að Ísrael hóf stórsókn sína gagnvart Palestínu hafa viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar verið dræm. Það virðist ríkja óeining milli flokka um hvernig á að bregðast við og á sama tíma hljóma viðvörunarbjöllur innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem kjósendur flokksins eru ekki sama máli og utanríkisráðherra. Vandamálið er að Bjarni Benediktsson hefur með skipun um hjásetu við kosningar um tafarlaust vopnahlé á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðana tekið afstöðu með kúgaranum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og íslensku ríkisstjórnarinnar. Kúgarinn, Ísrael, stundar þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir sem að getur varla samrýmist stefnu Sjálfstæðisflokksins. Utanríkisráðherra virðist ekki fær um að gagnrýna alvarlegar árásir og ítrekuð brot Ísraels á alþjóðalögum á erlendri grundu og með þessu athæfi sínu hefur hann orðið þjóðinni till skammar með orðhengilshætti og útúrsnúningum. Á sama tíma og hann hunsar staðreyndir hefur hann dregið flokkinn sinn niður í það drullusvað sem það er að styðja við þjóðarmorð í Palestínu. Framtíðin ein mun dæma hann en framtíð flokksins liggur í höndum félagsmanna. Þótt að utanríkisráðherrann eigi erfitt með að skilja hugtakið árás þá gerir meirihluti þjóðarinnar það ekki. Það er ekki erfitt að skilja árás á flóttamannabúðir, árásir á sjúkrahús er ekki erfitt að skilja og árásir á saklausa borgara sem eru að reyna flýja stöðugt sprengjuregn ísraelska hersins er ekkert sérstaklega erfitt að skilja. Því miður virðast staðreyndir flækjast fyrir utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar. Á meðan flestar alþjóðastofnanir krefjast tafarlaus vopnahlés, krefjast endaloka hernámsins og krefjast friðar fyrir Palestínu þá virðist vera að utanríkisráðherrann og formaður utanríkismálanefndar hunsa staðreyndir og veruleikann. Þau keyra áfram eina stefnu, Ísrael hefur rétt á að verja sig, og á sama tíma hunsa þau ítrekuð alvarleg brot Ísraels gagnvart Palestínu. Utanríkisráðherrann reynir að halda því fram í fjölmiðlum hérlendis að afstaðan sé skýr en hefur svo allt aðra afstöðu á erlendri grundu. Með afstöðu utanríkisráðherra hefur hann sett svartan blett á utanríkisstefnu Íslands. Heilbrigðiskerfið á Gaza er hrunið, sjúkrahús hafa umturnast í líkhús og enginn staður er öruggur. Yfir 100 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið myrtir, yfir 30 sjúkrabílar eyðilagðir og ráðist sérstaklega á sólarrafhlöður sjúkrahúsa til að fyrirbyggja getu sjúkrahúsanna til að sinna sjúkum og slösuðum. Fyrir utan þær 10 þúsund manneskjur sem hafa verið myrtir í loftárásum Ísraels þá deyja hundruð vegna skorts af lyfjum og meðferða vegna aðgerða Ísraels. Ráðist hefur verið á einstaklinga á flótta undan skriðdrekum ísraelska hersins og hafa loftárásir verið framkvæmdar á sjúkrabíla sem áttu að flytja slasaða til Rafah. Virðing Ísraels fyrir alþjóðalögum og mannréttindum er engin. Á meðan foreldrar í Gaza reyna að finna skjól fyrir börnin sín reynir utanríkismálaráðherra að réttlæta afstöðuleysið sitt með einkaskilaboðum á einstaklinga á samfélagsmiðlum. Á meðan börn liggja grafin undir rústum sundursprengda húsa birtir formaður utanríkismálanefndar myndir af „Halloween“ skreytingum sundurskorna barna. Veruleikafirring, dómgreindarleysi og smekkleysa þessara einstaklinga er algjör og virðast þau ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Blindur stuðningur þeirra við Ísrael og skortur af beinni fordæmingu gagnvart alvarlegum mannréttindabrotum, þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum Ísraels vekur till umhugsunar um raunverulega getu þeirra að sinna því starfi sem að þau hafa. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun