Djúpir vasar skattgreiðenda Páll Steingrímsson skrifar 7. nóvember 2023 10:00 Á haustmánuðum boðaði ríkisstjórnin aðhald í ríkisfjármálum og skýra forgangsröðun verkefna til að nýta fjármuni þjóðarinnar sem best. Því er forvitnilegt að skoða hvernig forgangsröðunin og aðhaldið birtist í meðförum einstaka ráðherra, það er ráðherra fjölmiðla. Alls hlutu 25 fjölmiðlar stuðning. Ekki kemur á óvart að þeir fjölmiðlar sem bera höfuð og herðar yfir aðra hlutu mest, Árvakur og Sýn. Báðir halda úti metnaðarfullri dagskrá, Árvakur á vefmiðlum og prentmiðlum en Sýn á vefmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Ef aðeins er rýnt í vikulega vefmiðlanotkun þeirra sést að báðir hafa á þriðja hundrað þúsund notendur, um hálfa milljón innlita og um tvær milljónir flettinga. Með jafn fjölbreytta fjölmiðlun er fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á hvorum miðli eðlilega þónokkur og fjölmiðlastyrkurinn þetta árið því allhár eða rúmlega 100 milljónir til hvors um sig. Það er þó einn fjölmiðill sem sker sig úr þegar rýnt er í tölfræði – og raunar á alla aðra vegu ef út í það er farið: Missögn, afsakið, Heimildin. Samkvæmt ársreikningi rekstrarfélags Heimildarinnar er fjórði hver blaðamaður á miðlinum með stöðu sakbornings. Líklega er það einsdæmi á heimsvísu. En skoðum aðeins tölfræðina þegar kemur að fjölmiðlastyrknum. Vil ég því bera Heimildina saman við Mannlíf, Árvakur og Sýn. Vert er að taka fram að samanburðurinn er heldur ósanngjarn í garð Árvakurs og Sýnar þar sem þeir fjölmiðlar nýta fjölmiðlastyrkinn ekki eingöngu í vefmiðil sinn heldur einnig í starfsemi sem snýr að prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Það er því varla hægt að segja að eftirfarandi samanburður sé á kostnað Heimildarinnar. Heimildir til samanburðarins eru fengnar af Topplista vefmiðla Gallup í nýliðinni viku og tilkynningu Fjölmiðlanefndar um úthlutun fjölmiðlastyrkja vegna ársins 2023. Skoðaði ég fjölmiðlastyrkinn miðað við fjölda notenda, innlita og flettinga á mbl.is, visir.is, mannlif.is og heimildin.is. Vissulega er um vikulegar tölur að ræða en þær eru engu að síður upplýsandi: 1) Styrkur per notanda a. Árvakur 510 kr. b. Sýn 502 kr. c. Mannlíf 417 kr. d. Heimildin 3299 kr. 2) Styrkur per innlit a. Árvakur 222 kr. b. Sýn 233 kr. c. Mannlíf 309 kr. d. Heimildin 2616 kr. 3) Styrkur per flettingu a. Árvakur 50 kr. b. Sýn 60 kr. c. Mannlíf 169 kr. d. Heimildin 1402 kr. Samkvæmt heimasíðu Heimildarinnar starfa 16 blaðamenn á ritstjórn auk 11 manns í margmiðlun, áskrift og sölu. Mikið held ég að einn ónefndur bloggari í Garðabæ væri sáttur ef hann fengi viðlíka stuðning fyrir að upplýsa um stærstu spillingarmál í íslenskum fjölmiðlaheimi sem styrkþegar keppast um að þagga niður. Til gamans má geta að notendur bloggsins hans eru 75% af vikulegum notendum Heimildarinnar og innlit nema tæplega 70%. Ekki nýtur hann stuðnings 11 manna söluteymis eða 16 manna ritstjórnar. Þrátt fyrir heilan her blaða- og sölumanna, sterkefnaða bakhjarla og samanlagt 37 milljón króna fjölmiðlastyrk árið 2022, töpuðu forverar Heimildarinnar tæplega 50 milljónum króna fyrir skatta samkvæmt ársreikningi 2022. Það er hverjum manni deginum ljósara að reksturinn er eins fjarri því að vera sjálfbær eða traustur og hugsast getur, fjölmiðillinn ofmannaður og neikvæðar og í mörgum tilfellum rangar fréttir þeirra ekki eftirsóknarverðar hjá íslensku þjóðinni. Er það nema von að samkvæmt glænýrri skýrslu um traust í íslensku samfélagi treysta innan við 30% íslenskum fjölmiðlum og fleiri vantreysta þeim heldur en ókunnugu fólki! Þegar rýnt er í framangreindar tölur: ósjálfbæran rekstur Heimildarinnar, lítið traust og mikið vantraust til íslenskra fjölmiðla, er þá lausnin að kasta á sjötta tug milljóna í slíka hít? Væri þá ekki nær að kalla fjölmiðlastyrkinn sínu rétta nafni? Styrk til góðgerðarmála. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Fjölmiðlar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Á haustmánuðum boðaði ríkisstjórnin aðhald í ríkisfjármálum og skýra forgangsröðun verkefna til að nýta fjármuni þjóðarinnar sem best. Því er forvitnilegt að skoða hvernig forgangsröðunin og aðhaldið birtist í meðförum einstaka ráðherra, það er ráðherra fjölmiðla. Alls hlutu 25 fjölmiðlar stuðning. Ekki kemur á óvart að þeir fjölmiðlar sem bera höfuð og herðar yfir aðra hlutu mest, Árvakur og Sýn. Báðir halda úti metnaðarfullri dagskrá, Árvakur á vefmiðlum og prentmiðlum en Sýn á vefmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Ef aðeins er rýnt í vikulega vefmiðlanotkun þeirra sést að báðir hafa á þriðja hundrað þúsund notendur, um hálfa milljón innlita og um tvær milljónir flettinga. Með jafn fjölbreytta fjölmiðlun er fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á hvorum miðli eðlilega þónokkur og fjölmiðlastyrkurinn þetta árið því allhár eða rúmlega 100 milljónir til hvors um sig. Það er þó einn fjölmiðill sem sker sig úr þegar rýnt er í tölfræði – og raunar á alla aðra vegu ef út í það er farið: Missögn, afsakið, Heimildin. Samkvæmt ársreikningi rekstrarfélags Heimildarinnar er fjórði hver blaðamaður á miðlinum með stöðu sakbornings. Líklega er það einsdæmi á heimsvísu. En skoðum aðeins tölfræðina þegar kemur að fjölmiðlastyrknum. Vil ég því bera Heimildina saman við Mannlíf, Árvakur og Sýn. Vert er að taka fram að samanburðurinn er heldur ósanngjarn í garð Árvakurs og Sýnar þar sem þeir fjölmiðlar nýta fjölmiðlastyrkinn ekki eingöngu í vefmiðil sinn heldur einnig í starfsemi sem snýr að prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Það er því varla hægt að segja að eftirfarandi samanburður sé á kostnað Heimildarinnar. Heimildir til samanburðarins eru fengnar af Topplista vefmiðla Gallup í nýliðinni viku og tilkynningu Fjölmiðlanefndar um úthlutun fjölmiðlastyrkja vegna ársins 2023. Skoðaði ég fjölmiðlastyrkinn miðað við fjölda notenda, innlita og flettinga á mbl.is, visir.is, mannlif.is og heimildin.is. Vissulega er um vikulegar tölur að ræða en þær eru engu að síður upplýsandi: 1) Styrkur per notanda a. Árvakur 510 kr. b. Sýn 502 kr. c. Mannlíf 417 kr. d. Heimildin 3299 kr. 2) Styrkur per innlit a. Árvakur 222 kr. b. Sýn 233 kr. c. Mannlíf 309 kr. d. Heimildin 2616 kr. 3) Styrkur per flettingu a. Árvakur 50 kr. b. Sýn 60 kr. c. Mannlíf 169 kr. d. Heimildin 1402 kr. Samkvæmt heimasíðu Heimildarinnar starfa 16 blaðamenn á ritstjórn auk 11 manns í margmiðlun, áskrift og sölu. Mikið held ég að einn ónefndur bloggari í Garðabæ væri sáttur ef hann fengi viðlíka stuðning fyrir að upplýsa um stærstu spillingarmál í íslenskum fjölmiðlaheimi sem styrkþegar keppast um að þagga niður. Til gamans má geta að notendur bloggsins hans eru 75% af vikulegum notendum Heimildarinnar og innlit nema tæplega 70%. Ekki nýtur hann stuðnings 11 manna söluteymis eða 16 manna ritstjórnar. Þrátt fyrir heilan her blaða- og sölumanna, sterkefnaða bakhjarla og samanlagt 37 milljón króna fjölmiðlastyrk árið 2022, töpuðu forverar Heimildarinnar tæplega 50 milljónum króna fyrir skatta samkvæmt ársreikningi 2022. Það er hverjum manni deginum ljósara að reksturinn er eins fjarri því að vera sjálfbær eða traustur og hugsast getur, fjölmiðillinn ofmannaður og neikvæðar og í mörgum tilfellum rangar fréttir þeirra ekki eftirsóknarverðar hjá íslensku þjóðinni. Er það nema von að samkvæmt glænýrri skýrslu um traust í íslensku samfélagi treysta innan við 30% íslenskum fjölmiðlum og fleiri vantreysta þeim heldur en ókunnugu fólki! Þegar rýnt er í framangreindar tölur: ósjálfbæran rekstur Heimildarinnar, lítið traust og mikið vantraust til íslenskra fjölmiðla, er þá lausnin að kasta á sjötta tug milljóna í slíka hít? Væri þá ekki nær að kalla fjölmiðlastyrkinn sínu rétta nafni? Styrk til góðgerðarmála. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun