Hlutaveikin Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 6. nóvember 2023 11:30 Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa. Síðan sagan kom út hefur neysla Vesturlanda aukist svo um munar. Alin upp í slíku samfélagi stend ég mig oft að því að vera með hlutaveikina. Hún brýst öðruvísi út hjá fólki á fullorðinsaldri. Í stað þess að henda mér í jörðina læt ég glepjast af alls kyns gylliboðum um snyrtivörur, föt, snjallúr og allskonar sniðugt í eldhúsið sem mig vantar alls ekki. Þessir hlutir hlaðast upp heima fyrir þar sem ég á fullt í fangi með að koma þeim öllum fyrir þangað til ég fer í átak að hætti Marie Kondo, og spyr mig hvort hver og einn hlutur veki hjá mér hamingju og þegar ég kemst að því að því að þeir gera það svo sannarlega fæstir þá fylli ég kassa af dóti og fer með í nytjagám þar sem ég trúi því að einhver annar hljóti að geta notað þessa kertastjaka, ostabox, jólapeysu, óþægilegan kjól og hrísgrjónapott sem mér hefur mistekist að koma í gagnið. Eftir að hafa losað mig við fjall af dóti kemur hlutapúkinn aftur upp í hugann og sannfærir mig um að fyrst að ég losaði mig við svona mikið dót hljóti það að réttlæta „hófleg“ innkaup á alvöru sniðugum og minimalískum hlutum í staðinn - og sama hringrásin hefst að nýju. Ofurneysla er sem sjúkdómur og lækningin er núvitund Landvernd keyrir átak í nóvember undir nafninu Nægjusamur nóvember þar sem bent er á hvernig neysla Vesturlandaþjóða kallar yfir okkur neyðarástand í loftslagsmálum, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Ábyrgðin liggur ekki síst hjá stjórnvöldum og atvinnulífi. Markmiðið hér er ekki að ala á samviskubiti heldur að valdefla almenning til þess að búa til betri heim. Öll þurfum við að lifa og eigum miserfitt með að uppfylla grunnþarfir okkar og ná endum saman. Nægjusamur nóvember bendir á óþarfa og sóun. Átakið snýst um að opna augu fólks fyrir því hvað skiptir raunverulega máli og að þegar grunnþörfum um mat, skjól, heilbrigðisþjónustu og fleira hefur verið mætt, sé hægt að njóta lífsins án þess að það þurfi að kosta mikla peninga og/eða náttúrulegar auðlindir. Með því að staldra við í dagsins amstri og anda djúpt minnum við okkur á gleðina og fegurðina. Hér eru nokkur dæmi um það sem vekur hjá mér hamingju og ánægju og kostar lítið eða ekkert: Að hlæja með vinum mínum Fara í sund og slappa af laus við áreiti frá síma og tölvupóstum Gönguferðir í náttúrunni Að dansa Spil og leikir Ég passa mig að eiga alltaf tíma fyrir þessa hluti því ég veit að það er helst í stressinu og kvíðanum sem ég finn mig knúna til þess að kaupa óþarfa dót. Í nóvember fyllist allt af tilboðum sem VERÐUR að nýta STRAX! Svartur föstudagur, rafrænn mánudagur, dagur einhleypra og jólin alveg á næsta leiti, allt þetta vekur hjá mér stress og kvíða og mér finnst ég frekar þurfa að nota tilboðin því annars muni ég sjá eftir því seinna meir. Neysla á óþarfa og sóun helst hönd í hönd við óhamingju og þá tilfinningu að aldrei sé nóg og alltaf þurfi meira. Að takast á við eigin hlutaveiki er stanslaus vinna en helst vel í hendur við aðra heilsurækt bæði fyrir líkama og sál. Ég hvet ykkur öll til þess að hugsa ykkur vel um fyrir jólin hverju er ábótavant í lífi ykkar og þeirra sem eru í kring um ykkur. Ef það er enginn sérstakur hlutur er tilvalið að gefa hvert öðru tíma til þess að hlæja, ganga, dansa og leika frekar en að gefa hluti sem rata í Marie Kondo kassann eftir nokkra mánuði. Svo er auðvitað hægt að styrkja góð málefni í nafni vina og fjölskyldu, til dæmis Landvernd. Haustið og aðventan er dásamlegur tími og ég ætla að njóta hans í botn án óþarfa og sóunar. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa. Síðan sagan kom út hefur neysla Vesturlanda aukist svo um munar. Alin upp í slíku samfélagi stend ég mig oft að því að vera með hlutaveikina. Hún brýst öðruvísi út hjá fólki á fullorðinsaldri. Í stað þess að henda mér í jörðina læt ég glepjast af alls kyns gylliboðum um snyrtivörur, föt, snjallúr og allskonar sniðugt í eldhúsið sem mig vantar alls ekki. Þessir hlutir hlaðast upp heima fyrir þar sem ég á fullt í fangi með að koma þeim öllum fyrir þangað til ég fer í átak að hætti Marie Kondo, og spyr mig hvort hver og einn hlutur veki hjá mér hamingju og þegar ég kemst að því að því að þeir gera það svo sannarlega fæstir þá fylli ég kassa af dóti og fer með í nytjagám þar sem ég trúi því að einhver annar hljóti að geta notað þessa kertastjaka, ostabox, jólapeysu, óþægilegan kjól og hrísgrjónapott sem mér hefur mistekist að koma í gagnið. Eftir að hafa losað mig við fjall af dóti kemur hlutapúkinn aftur upp í hugann og sannfærir mig um að fyrst að ég losaði mig við svona mikið dót hljóti það að réttlæta „hófleg“ innkaup á alvöru sniðugum og minimalískum hlutum í staðinn - og sama hringrásin hefst að nýju. Ofurneysla er sem sjúkdómur og lækningin er núvitund Landvernd keyrir átak í nóvember undir nafninu Nægjusamur nóvember þar sem bent er á hvernig neysla Vesturlandaþjóða kallar yfir okkur neyðarástand í loftslagsmálum, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Ábyrgðin liggur ekki síst hjá stjórnvöldum og atvinnulífi. Markmiðið hér er ekki að ala á samviskubiti heldur að valdefla almenning til þess að búa til betri heim. Öll þurfum við að lifa og eigum miserfitt með að uppfylla grunnþarfir okkar og ná endum saman. Nægjusamur nóvember bendir á óþarfa og sóun. Átakið snýst um að opna augu fólks fyrir því hvað skiptir raunverulega máli og að þegar grunnþörfum um mat, skjól, heilbrigðisþjónustu og fleira hefur verið mætt, sé hægt að njóta lífsins án þess að það þurfi að kosta mikla peninga og/eða náttúrulegar auðlindir. Með því að staldra við í dagsins amstri og anda djúpt minnum við okkur á gleðina og fegurðina. Hér eru nokkur dæmi um það sem vekur hjá mér hamingju og ánægju og kostar lítið eða ekkert: Að hlæja með vinum mínum Fara í sund og slappa af laus við áreiti frá síma og tölvupóstum Gönguferðir í náttúrunni Að dansa Spil og leikir Ég passa mig að eiga alltaf tíma fyrir þessa hluti því ég veit að það er helst í stressinu og kvíðanum sem ég finn mig knúna til þess að kaupa óþarfa dót. Í nóvember fyllist allt af tilboðum sem VERÐUR að nýta STRAX! Svartur föstudagur, rafrænn mánudagur, dagur einhleypra og jólin alveg á næsta leiti, allt þetta vekur hjá mér stress og kvíða og mér finnst ég frekar þurfa að nota tilboðin því annars muni ég sjá eftir því seinna meir. Neysla á óþarfa og sóun helst hönd í hönd við óhamingju og þá tilfinningu að aldrei sé nóg og alltaf þurfi meira. Að takast á við eigin hlutaveiki er stanslaus vinna en helst vel í hendur við aðra heilsurækt bæði fyrir líkama og sál. Ég hvet ykkur öll til þess að hugsa ykkur vel um fyrir jólin hverju er ábótavant í lífi ykkar og þeirra sem eru í kring um ykkur. Ef það er enginn sérstakur hlutur er tilvalið að gefa hvert öðru tíma til þess að hlæja, ganga, dansa og leika frekar en að gefa hluti sem rata í Marie Kondo kassann eftir nokkra mánuði. Svo er auðvitað hægt að styrkja góð málefni í nafni vina og fjölskyldu, til dæmis Landvernd. Haustið og aðventan er dásamlegur tími og ég ætla að njóta hans í botn án óþarfa og sóunar. Höfundur er formaður Landverndar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun