Fólkið á Airwaves: Á hátíðinni fyrir einskæra tilviljun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2023 20:16 Sam mætti á Airwaves fyrir einskærra tilviljun en segist hafa notið sín í botn. Vísir/Rafn Ágúst Tónlist ómar um miðborgina í tilefni af Iceland Airwaves sem lauk í dag. Reykjavík var því yfirfull af músíkelsku fólki frá öllum hornum heimsins um helgina og rakst blaðamaður á Bretann Sam sem mætti á hátíðina fyrir tilviljun. Sam starfar sem götulistamaður og hefur ofan af fyrir sér með því að leika á svokallaða hang-trommu á götum Kornbretalands. Hann segist einnig taka að sér gigg við og við. View this post on Instagram A post shared by Samuel (@1q89music) Hér fyrir ofan sést leikið á hang-trommu á Instagram-síðu Sams. Þegar Tilbury spilaði fyrir stútfullri annarri hæðinni á Kex rakst Sam á blaðamann og sagði honum söguna af því hvernig hann endaði óvart á Airwaves. „Ég er alveg óvart á Airwaves, ég kom bara til að skoða íslenska náttúru en fann svo armband á gólfinu. Ég hafði heyrt nafnið áður og horft á nokkur atriði á netinu þannig ég ákvað að skella mér. Í gær hélt ég mér á Kex en í kvöld ætla ég að fara að sjá fleiri atriði.“ Hann sagðist hafa verið sérstaklega spenntur fyrir Bombay Bicycle Club og JD Beck en tók einnig fram hvað íslenska tónlistarfólkið sem hann þekkti ekki fyrir hefðu komið honum skemmtilega á óvart. „Ég var ekkert alveg viss með þetta. Á Englandi eru margar tónlistarhátíðir af svipaðri stærð og þessi og þar er alltaf mikið að atriðum bara til að fylla inn í dagskrána en það er ekki þannig hér. Sumt af því sem ég er búinn að sjá í dag var alveg ótrúlegt.“ Airwaves Tónlist Samkvæmislífið Bretland Reykjavík Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Sam starfar sem götulistamaður og hefur ofan af fyrir sér með því að leika á svokallaða hang-trommu á götum Kornbretalands. Hann segist einnig taka að sér gigg við og við. View this post on Instagram A post shared by Samuel (@1q89music) Hér fyrir ofan sést leikið á hang-trommu á Instagram-síðu Sams. Þegar Tilbury spilaði fyrir stútfullri annarri hæðinni á Kex rakst Sam á blaðamann og sagði honum söguna af því hvernig hann endaði óvart á Airwaves. „Ég er alveg óvart á Airwaves, ég kom bara til að skoða íslenska náttúru en fann svo armband á gólfinu. Ég hafði heyrt nafnið áður og horft á nokkur atriði á netinu þannig ég ákvað að skella mér. Í gær hélt ég mér á Kex en í kvöld ætla ég að fara að sjá fleiri atriði.“ Hann sagðist hafa verið sérstaklega spenntur fyrir Bombay Bicycle Club og JD Beck en tók einnig fram hvað íslenska tónlistarfólkið sem hann þekkti ekki fyrir hefðu komið honum skemmtilega á óvart. „Ég var ekkert alveg viss með þetta. Á Englandi eru margar tónlistarhátíðir af svipaðri stærð og þessi og þar er alltaf mikið að atriðum bara til að fylla inn í dagskrána en það er ekki þannig hér. Sumt af því sem ég er búinn að sjá í dag var alveg ótrúlegt.“
Airwaves Tónlist Samkvæmislífið Bretland Reykjavík Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira