Skilorð fyrir að taka tvisvar um háls barnsmóður sinnar Viktor Örn Ásgeirsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 4. nóvember 2023 20:13 Dómurinn féll í Landsrétti í gær. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mána skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Atvikin sem málið varðar áttu sér stað árið 2019 og 2020. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag en karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið þáverandi sambýliskonu, og barnsmóður, hálstaki með báðum höndum. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa slegið í hönd hennar, tekið hana hálstaki, þrengt að hálsi og dregið hana þannig að útidyrahurð þar sem þau duttu bæði í gólfið. Brotaþola tókst að komast út úr íbúð þeirra og leitaði sér aðstoðar hjá nágrönnum. Við síðari líkamsárásina fékk hún blóðnasir, roða og eymsli yfir hálsi og tognun á hálshrygg. Maðurinn var enn fremur ákærður fyrir fíkniefnabrot, fyrir að hafa haft 3,25 grömm af alsælu og töflur merktar lyfinu Kamagra. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hafði áður lýst því við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði með orðum og látbragði, að hann hefði gripið um háls brotaþola með báðum höndum. Þó hélt hann því fram að hann hefði hvorki þrengt né hert að hálsi hennar. Maðurinn vildi meina að fyrri framburður hans væri vegna þess að hann hafi aldrei verið spurður nákvæmlega út í hálstakið. Að mati dómara þótti hann ekki hafa gefið trúverðugar skýringar á misræminu. En í dómnum segir að hann hafi einmitt verið beðinn um að lýsa því nánar hvernig hann greip um háls hennar. Hann vildi enn fremur meina að konan væri með geðhvarfasýki og að hún væri „snargeðveik“. Hann hefði verið að verja sig, enda brotaþoli „hættuleg samfélaginu.“ Framburður konunnar þótti hins vegar stöðugur og trúverðugur. Þá studdi framburður læknis sem hafði skoðað hana í kjölfar seinna brotsins við framburð hennar. Ekki væri ólíklegt að hún hafi verið tekin hálstaki. Bæði konan og maðurinn sammældust um að fyrir seinni árás mannsins hafi hún slegið í, eða tekið í, tösku sem maðurinn var með, og rifið í buxur hans. Vegna þess lagði maðurinn til að hann myndi fá vægari refsingu. Þó umrædd háttsemi konunnar hafi verið „vítalaus“ að mati dómsins þá taldi hann ekki tilefni til að fallast á það. Héraðsdómur Reykjaness hafði í fyrra dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en Landsréttur staðfesti þann dóm í gær. Dómsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag en karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið þáverandi sambýliskonu, og barnsmóður, hálstaki með báðum höndum. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa slegið í hönd hennar, tekið hana hálstaki, þrengt að hálsi og dregið hana þannig að útidyrahurð þar sem þau duttu bæði í gólfið. Brotaþola tókst að komast út úr íbúð þeirra og leitaði sér aðstoðar hjá nágrönnum. Við síðari líkamsárásina fékk hún blóðnasir, roða og eymsli yfir hálsi og tognun á hálshrygg. Maðurinn var enn fremur ákærður fyrir fíkniefnabrot, fyrir að hafa haft 3,25 grömm af alsælu og töflur merktar lyfinu Kamagra. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hafði áður lýst því við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði með orðum og látbragði, að hann hefði gripið um háls brotaþola með báðum höndum. Þó hélt hann því fram að hann hefði hvorki þrengt né hert að hálsi hennar. Maðurinn vildi meina að fyrri framburður hans væri vegna þess að hann hafi aldrei verið spurður nákvæmlega út í hálstakið. Að mati dómara þótti hann ekki hafa gefið trúverðugar skýringar á misræminu. En í dómnum segir að hann hafi einmitt verið beðinn um að lýsa því nánar hvernig hann greip um háls hennar. Hann vildi enn fremur meina að konan væri með geðhvarfasýki og að hún væri „snargeðveik“. Hann hefði verið að verja sig, enda brotaþoli „hættuleg samfélaginu.“ Framburður konunnar þótti hins vegar stöðugur og trúverðugur. Þá studdi framburður læknis sem hafði skoðað hana í kjölfar seinna brotsins við framburð hennar. Ekki væri ólíklegt að hún hafi verið tekin hálstaki. Bæði konan og maðurinn sammældust um að fyrir seinni árás mannsins hafi hún slegið í, eða tekið í, tösku sem maðurinn var með, og rifið í buxur hans. Vegna þess lagði maðurinn til að hann myndi fá vægari refsingu. Þó umrædd háttsemi konunnar hafi verið „vítalaus“ að mati dómsins þá taldi hann ekki tilefni til að fallast á það. Héraðsdómur Reykjaness hafði í fyrra dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en Landsréttur staðfesti þann dóm í gær.
Dómsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira