Losnaði úr fangelsi fjórum mánuðum eftir tveggja ára dóm Margrét Björk Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. nóvember 2023 14:43 Gabríel Douane hefur verið fastagestur í dómsölum landsins undanfarin ár. Vísir Karlmaðurinn sem særðist í skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal í síðustu viku losnaði úr fangelsi í sumar. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í mars fyrir sérlega hættulega líkamsárás, en losnaði úr fangelsi í júlí. Ástæðan mun vera sú að hann hafði þegar afplánað stóran hluta refsingar sinnar í gæsluvarðhaldi. Sex sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins en lögregla telur sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni. Þó hefur hvorki verið upplýst hvort skotvopn hafi fundist né nokkuð um hina handteknu. Gæsluvarðhald yfir mönnunum sex rennur út á föstudaginn. Ekkert hefur komið fram um hvað vakti fyrir árásarmönnunum annað en árásin hafi tengst deilum tveggja hópa. Byssukúla braut rúðu í nærliggjandi húsi og hafnaði í vegg þar sem tvær ungar stelpur sváfu fyrir innan. Margir dómar þrátt fyrir ungan aldur Gabríel Douane á að baki nokkurn fjölda dóma fyrir líkamsárásir undanfarin ár. Hann er hluti af svokölluðum „Latino hóp.“ Meðlimir hópsins voru stungnir með hníf í hópárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club fyrir tæpu ári. Þá myndaðist rúmlega tuttugu manna hópur í miðbænum og hélt á fyrrnefndan skemmtistað í Bankastræti og réðst á þrjá meðlimi „Latino hópsins“. Málið vakti óhug í samfélaginu og hafði lögregla aukin viðbúnað á höfuðborgarsvæðinu í kjölfarið. Hóparnir gripu til hefndaraðgerða þar sem bensínsprengjum var meðal annars kastað í hús. Aðalmeðferð í málinu fór fram fyrir tæpum fjórum vikum og er von á dómi í málinu. Gabríel var ekki á meðal þeirra þriggja sem voru stungnir í árásinni á Bankastræti Club. Strokufangi Tveir urðu fyrir skoti fyrir utan Silfratjörn í liðinni viku. Gabríel var fluttur á sjúkrahús vegna sárs á kálfa en kúlan mun hafa farið í gegnum fót hans. Hann var útskrifaður síðdegis sama dag. Gabríel var í mars dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Borgarholtsskóla og fleiri brot. Hann losnaði úr fangelsi aðeins fjórum mánuðum síðar en hann hafði afplánað stóran hluta dómsins með setu í gæsluvarðhaldi. Vinir hans tóku á móti honum með kampavíni þar sem hann gekk út af Litla hrauni og sýndu frá móttökunum á Instagram. Gabríel var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir endurteknar líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni, þjófnaðar og fíkniefnalagabrots. Þá var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir rán sem hann framdi við Kjarvalsstaði árið 2021. Hann komst í fréttirnar 19. apríl árið 2022 þegar hann slapp úr haldi lögreglu í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var handtekinn þremur dögum síðar í sumarbústað ásamt félögum sínum. Höfðu afskipti af röngum strák í tvígang Á meðan Gabríels var leitað vorið 2022 hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tvisvar sinnum afskipti af sextán ára gömlum dreng sem henni höfðu borist ábendingar um að gætu verið Gabríel. Í fyrra skiptið var drengurinn staddur í Strætó þegar sérsveit lögreglu ruddist þangað inn , og í það síðara í bakaríi. Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmaður og landsfrægur tónlistarmaður, veltu því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Vilja sex í varðhald vegna skotárásar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir kröfu um að sex einstaklingar sæti gæsluvarðhaldi í allt að eina viku í tengslum við rannsókn embættisins á skotárás í Úlfarsárdal aðfaranótt fimmtudag. 3. nóvember 2023 16:36 „Gríðarlega brugðið eins og allri þjóðinni“ Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess. 3. nóvember 2023 13:48 Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. 3. nóvember 2023 11:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Sex sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins en lögregla telur sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni. Þó hefur hvorki verið upplýst hvort skotvopn hafi fundist né nokkuð um hina handteknu. Gæsluvarðhald yfir mönnunum sex rennur út á föstudaginn. Ekkert hefur komið fram um hvað vakti fyrir árásarmönnunum annað en árásin hafi tengst deilum tveggja hópa. Byssukúla braut rúðu í nærliggjandi húsi og hafnaði í vegg þar sem tvær ungar stelpur sváfu fyrir innan. Margir dómar þrátt fyrir ungan aldur Gabríel Douane á að baki nokkurn fjölda dóma fyrir líkamsárásir undanfarin ár. Hann er hluti af svokölluðum „Latino hóp.“ Meðlimir hópsins voru stungnir með hníf í hópárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club fyrir tæpu ári. Þá myndaðist rúmlega tuttugu manna hópur í miðbænum og hélt á fyrrnefndan skemmtistað í Bankastræti og réðst á þrjá meðlimi „Latino hópsins“. Málið vakti óhug í samfélaginu og hafði lögregla aukin viðbúnað á höfuðborgarsvæðinu í kjölfarið. Hóparnir gripu til hefndaraðgerða þar sem bensínsprengjum var meðal annars kastað í hús. Aðalmeðferð í málinu fór fram fyrir tæpum fjórum vikum og er von á dómi í málinu. Gabríel var ekki á meðal þeirra þriggja sem voru stungnir í árásinni á Bankastræti Club. Strokufangi Tveir urðu fyrir skoti fyrir utan Silfratjörn í liðinni viku. Gabríel var fluttur á sjúkrahús vegna sárs á kálfa en kúlan mun hafa farið í gegnum fót hans. Hann var útskrifaður síðdegis sama dag. Gabríel var í mars dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Borgarholtsskóla og fleiri brot. Hann losnaði úr fangelsi aðeins fjórum mánuðum síðar en hann hafði afplánað stóran hluta dómsins með setu í gæsluvarðhaldi. Vinir hans tóku á móti honum með kampavíni þar sem hann gekk út af Litla hrauni og sýndu frá móttökunum á Instagram. Gabríel var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir endurteknar líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni, þjófnaðar og fíkniefnalagabrots. Þá var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir rán sem hann framdi við Kjarvalsstaði árið 2021. Hann komst í fréttirnar 19. apríl árið 2022 þegar hann slapp úr haldi lögreglu í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var handtekinn þremur dögum síðar í sumarbústað ásamt félögum sínum. Höfðu afskipti af röngum strák í tvígang Á meðan Gabríels var leitað vorið 2022 hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tvisvar sinnum afskipti af sextán ára gömlum dreng sem henni höfðu borist ábendingar um að gætu verið Gabríel. Í fyrra skiptið var drengurinn staddur í Strætó þegar sérsveit lögreglu ruddist þangað inn , og í það síðara í bakaríi. Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmaður og landsfrægur tónlistarmaður, veltu því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Vilja sex í varðhald vegna skotárásar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir kröfu um að sex einstaklingar sæti gæsluvarðhaldi í allt að eina viku í tengslum við rannsókn embættisins á skotárás í Úlfarsárdal aðfaranótt fimmtudag. 3. nóvember 2023 16:36 „Gríðarlega brugðið eins og allri þjóðinni“ Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess. 3. nóvember 2023 13:48 Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. 3. nóvember 2023 11:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Vilja sex í varðhald vegna skotárásar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir kröfu um að sex einstaklingar sæti gæsluvarðhaldi í allt að eina viku í tengslum við rannsókn embættisins á skotárás í Úlfarsárdal aðfaranótt fimmtudag. 3. nóvember 2023 16:36
„Gríðarlega brugðið eins og allri þjóðinni“ Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess. 3. nóvember 2023 13:48
Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. 3. nóvember 2023 11:50