Tilgangur tilgangslausra athafna Pétur Henry Petersen skrifar 3. nóvember 2023 10:31 Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig. Myndskeið í þættinum vísa í kennslu millistríðsáranna – allir steyptir í sama mót að læra ártöl. Í nútímanum, tilgangslaus leit nemenda að svörum sem nú þegar eru þekkt og farsíminn getur fundið fljótt (hve oft skildi Ross í Friends? hver er höfuðborg Kanada?)! Taka saman þekkingu í verkefni sem gervigreind getur allt eins gert á svipstundu (afhverju komst Hitler til valda? er dauði Matthew Perry dauði sakleysinsins?)! Í þættinum er dreginn upp hryllileg mynd af skólakerfinu – framleiðsla á vélmennum, fókuseruðum á utanbókarlærdóm. En endurspeglar þátturinn í raun starf í skólum í dag? Svo er ekki og spyrja má – eru þetta eðlileg efnistök eða setur Kveik niður við slíka aðför að kennurum nútímans og því starfi sem unnið er í skólum núna? Hefði gervigreind getað útbúið betri þátt? Er rétt að nálgast mikilvægt mál á þennan hátt? Spurningin sjálf er gild, hvað þýða þessar breytingar í tækni fyrir skólahald og hugmyndir okkar um menntun? Ég held að þeir sem telja að menntun snúist fyrst og fremst um að læra hluti utanað eða leysa vandamál sem aldrei hafa verið leyst áður, séu á villugötum. Að sjálfsögðu er viss þekking forsenda þess að geta tekið þátt í almennum samræðum (t.d. vita hvað millistríðsárin eru, hvaða stríð um ræðir, hver Ross Geller er) eða getað aflað sér frekari upplýsinga, en almennt eru skólar að leita eftir að byggja upp ákveðna hæfni. Hæfni til að afla sér upplýsinga, eiga í samskiptum, vinna með upplýsingar, nota önnur tungumál en manns eigið, bregðast rétt við ákveðnum aðstæðum, skilja aðra. Er takmarkið kannski að skilja heiminn eða fikra sig í þá átt? Vera þegn í samfélaginu? Þokkalega þenkjandi hjól atvinnulífsins? Geta valið milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Tölvur geta örugglega hafnað verðtryggðum lánum, ef spurðar. En, verðum við ekki að geta lagt eigið mat á svarið? Gefur gervigreind í Rússlandi góð svör við pólitískum spurningum? Við vitum að tölvur geta flestallt betur en við (já, líka skapað og að eiga í fjölbreyttum samskiptum). Það dregur ekki úr möguleikum þess að menntast eða auka hæfni, heldur eykur þá. Það afl þarf að virkja af skynsemi. Það er verkefnið og það er brýnt. Til að komast frá stað A til staðar B, er hægt að keyra bíl. Með því móti kemst maður tiltölulega hratt á milli. Þrátt fyrir það fer fólk út að hlaupa og hleypur jafnvel í hringi (frá A til A) eða á staðnum! Afhverju keyrði það ekki bara, eða sleppti því að fara? Jú, vegna þess að það er innri tilgangur í gjörningnum og líkami hlauparans er ekki sá sami að hlaupi loknu og þegar hann hljóp af stað. Það er tilgangslaust að fara út að hlaupa á bílnum. Jafn slæmt og að gera ekki neitt! Sama má segja um heilann og menntun. Ef takmarkið er að leysa vandamál/finna upplýsingar (Ross skildi þrisvar!), þá er um að gera að nota nýjustu tækni – ef takmarkið er að auka hæfni og jafnvel skilja lausnina sem tæknin kemur með – þá þarf að reima á sig skónna og gera hluti sem utanfrá líta út fyrir að vera gagnslitlir, en eru allt annað en. Höfundur er áhugamaður um nám og kennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Upplýsingatækni Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig. Myndskeið í þættinum vísa í kennslu millistríðsáranna – allir steyptir í sama mót að læra ártöl. Í nútímanum, tilgangslaus leit nemenda að svörum sem nú þegar eru þekkt og farsíminn getur fundið fljótt (hve oft skildi Ross í Friends? hver er höfuðborg Kanada?)! Taka saman þekkingu í verkefni sem gervigreind getur allt eins gert á svipstundu (afhverju komst Hitler til valda? er dauði Matthew Perry dauði sakleysinsins?)! Í þættinum er dreginn upp hryllileg mynd af skólakerfinu – framleiðsla á vélmennum, fókuseruðum á utanbókarlærdóm. En endurspeglar þátturinn í raun starf í skólum í dag? Svo er ekki og spyrja má – eru þetta eðlileg efnistök eða setur Kveik niður við slíka aðför að kennurum nútímans og því starfi sem unnið er í skólum núna? Hefði gervigreind getað útbúið betri þátt? Er rétt að nálgast mikilvægt mál á þennan hátt? Spurningin sjálf er gild, hvað þýða þessar breytingar í tækni fyrir skólahald og hugmyndir okkar um menntun? Ég held að þeir sem telja að menntun snúist fyrst og fremst um að læra hluti utanað eða leysa vandamál sem aldrei hafa verið leyst áður, séu á villugötum. Að sjálfsögðu er viss þekking forsenda þess að geta tekið þátt í almennum samræðum (t.d. vita hvað millistríðsárin eru, hvaða stríð um ræðir, hver Ross Geller er) eða getað aflað sér frekari upplýsinga, en almennt eru skólar að leita eftir að byggja upp ákveðna hæfni. Hæfni til að afla sér upplýsinga, eiga í samskiptum, vinna með upplýsingar, nota önnur tungumál en manns eigið, bregðast rétt við ákveðnum aðstæðum, skilja aðra. Er takmarkið kannski að skilja heiminn eða fikra sig í þá átt? Vera þegn í samfélaginu? Þokkalega þenkjandi hjól atvinnulífsins? Geta valið milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Tölvur geta örugglega hafnað verðtryggðum lánum, ef spurðar. En, verðum við ekki að geta lagt eigið mat á svarið? Gefur gervigreind í Rússlandi góð svör við pólitískum spurningum? Við vitum að tölvur geta flestallt betur en við (já, líka skapað og að eiga í fjölbreyttum samskiptum). Það dregur ekki úr möguleikum þess að menntast eða auka hæfni, heldur eykur þá. Það afl þarf að virkja af skynsemi. Það er verkefnið og það er brýnt. Til að komast frá stað A til staðar B, er hægt að keyra bíl. Með því móti kemst maður tiltölulega hratt á milli. Þrátt fyrir það fer fólk út að hlaupa og hleypur jafnvel í hringi (frá A til A) eða á staðnum! Afhverju keyrði það ekki bara, eða sleppti því að fara? Jú, vegna þess að það er innri tilgangur í gjörningnum og líkami hlauparans er ekki sá sami að hlaupi loknu og þegar hann hljóp af stað. Það er tilgangslaust að fara út að hlaupa á bílnum. Jafn slæmt og að gera ekki neitt! Sama má segja um heilann og menntun. Ef takmarkið er að leysa vandamál/finna upplýsingar (Ross skildi þrisvar!), þá er um að gera að nota nýjustu tækni – ef takmarkið er að auka hæfni og jafnvel skilja lausnina sem tæknin kemur með – þá þarf að reima á sig skónna og gera hluti sem utanfrá líta út fyrir að vera gagnslitlir, en eru allt annað en. Höfundur er áhugamaður um nám og kennslu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun