Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2023 19:02 Skórnir fara upp í hillu þegar tímabilinu lýkur þann 12. nóvember. IFK Norrköping Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Frá þessu er greint á vefsíðu IFK Norrköping í kvöld, fimmtudag. Þar segir að Ari Freyr muni taka við sem svokallaður „transitional“ þjálfari en sá á að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. „Það er spennandi verkefni og auðveldaði ákvörðunina. Þetta er auðvitað leiðinlegt en spennandi á sama tíma. Ég hlakka til þess sem næstu ár munu bera í skauti sér,“ segir hinn 36 ára gamli Ari Freyr. Nära två decennier på elitnivå och en av Islands mest meriterade landslagsspelare någonsin. Ari Skúlason avslutar spelarkarriären och blir övergångstränare. Läs mer på https://t.co/F2iAbxNcHj. #ifknorrköping pic.twitter.com/vPt8qFdrKF— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 2, 2023 „Að spila fyrir framan stuðningsmennina, búningsklefans. Þau sem hafa aldrei spilað fótbolta eða aldrei verið í búningsklefa skilja ekki andrúmsloftið þar, það er einstakt,“ sagði Ari Freyr aðspurður hvers hann muni sakna mest. „Þetta snýst um að hjálpa þeim sem eru að taka skrefið upp í aðalliðið sem og þeim sem eru þar nú þegar er kemur að aukaæfingum. Snýst um að aðstoða þá innan vallar sem utan,“ sagði Ari Freyr um nýja starfið. Ari Freyr hefur spilað með IFK Norrköping síðan 2021 en hefur komið víða við á ferlinum. Hann samdi ungur að árum við Heerenveen í Hollandi. Kom síðan heim og spilaði með Val, uppeldisfélagi sínu, áður en hann gekk í raðir BK Häcken í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin til GIF Sundsvall, OB í Danmörku og svo Belgíu þar sem hann spilaði með Lokeren og Oostende áður en hann fór til Norrköping. Þá spilaði hann 83 A-landsleiki og var stór hluti af gullaldarliði Íslands sem fór á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi. Fótbolti Sænski boltinn Tímamót Landslið karla í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu IFK Norrköping í kvöld, fimmtudag. Þar segir að Ari Freyr muni taka við sem svokallaður „transitional“ þjálfari en sá á að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. „Það er spennandi verkefni og auðveldaði ákvörðunina. Þetta er auðvitað leiðinlegt en spennandi á sama tíma. Ég hlakka til þess sem næstu ár munu bera í skauti sér,“ segir hinn 36 ára gamli Ari Freyr. Nära två decennier på elitnivå och en av Islands mest meriterade landslagsspelare någonsin. Ari Skúlason avslutar spelarkarriären och blir övergångstränare. Läs mer på https://t.co/F2iAbxNcHj. #ifknorrköping pic.twitter.com/vPt8qFdrKF— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 2, 2023 „Að spila fyrir framan stuðningsmennina, búningsklefans. Þau sem hafa aldrei spilað fótbolta eða aldrei verið í búningsklefa skilja ekki andrúmsloftið þar, það er einstakt,“ sagði Ari Freyr aðspurður hvers hann muni sakna mest. „Þetta snýst um að hjálpa þeim sem eru að taka skrefið upp í aðalliðið sem og þeim sem eru þar nú þegar er kemur að aukaæfingum. Snýst um að aðstoða þá innan vallar sem utan,“ sagði Ari Freyr um nýja starfið. Ari Freyr hefur spilað með IFK Norrköping síðan 2021 en hefur komið víða við á ferlinum. Hann samdi ungur að árum við Heerenveen í Hollandi. Kom síðan heim og spilaði með Val, uppeldisfélagi sínu, áður en hann gekk í raðir BK Häcken í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin til GIF Sundsvall, OB í Danmörku og svo Belgíu þar sem hann spilaði með Lokeren og Oostende áður en hann fór til Norrköping. Þá spilaði hann 83 A-landsleiki og var stór hluti af gullaldarliði Íslands sem fór á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi.
Fótbolti Sænski boltinn Tímamót Landslið karla í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira