Leikmaður Eagles skellti sér á Instagram í hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:46 Gainwell með boltann í leknum umtalaða gegn Washington Commanders. Vísir/Getty Kenneth Gainwell sem leikur með Philadelphia Eagles í NFL-deildinni virðist ekki hafa verið með einbeitinguna í botni í leik liðsins um helgina. Hann var mættur á Instagram í hálfleik í leiknum gegn Washington Commanders. Philadelphia Eagles er eitt af sterkustu liðunum í NFL-deildinni þetta tímabilið. Kenneth Gainwell er hlaupari hjá Eagles og hann kom sér í fréttirnar eftir umferðina um helgina en á nokkuð sérstökum forsendum. Í hálfleik á leik Philadelphia Eagles og Washington Commanders var Gainwell mættur á Instagram þar sem hann var að svara skilaboðum sem hann hafði fengið frá áhorfanda. Gainwell hafði misst boltann frá sér nálægt marki um miðjan annan leikhlutann. Þeir Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson fóru yfir málið í nýjasta þættinum af Lokasókninni sem sýndur var í gærkvöldi. „Ég segi bara Guð forði þessum manni frá að Guðjón Þórðarson sé ekki að þjálfa liðið því hann væri búinn að rífa af honum höfuðið,“ sagði Magnús en þeir félagar höfðu nokkuð gaman af uppátækinu. „NFL-deildin svíkur ekki,“ bætti Henry Birgir við en umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svaraði á Instagram í hálfleik Í skilaboðunum sem Gainwell fékk var hann vinsamlega beðinn um að halda í boltann og það var hlauparinn knái ekki ánægður með. „Litli strákur, ekki senda á mig,“ svaraði Gainwell. Þjálfari Eagles var vitaskuld ekki ánægður með sinn mann en sagði að Gainwell vissi upp á sig skömmina. „Þetta er hluti af lífi þessara manna. Ætti hann að vera að svara einhverjum skilaboðum? Nei, hann ætti ekki að svara þessu yfirhöfuð. Að sjálfsögðu töluðum við um þetta við hann, um að vera einbeittur og ekki vera að spá í þessum látum. Hann veit að að hann gerði mistök með því að svara þessum einstaklingi. Ég geri ráð fyrir að þetta sé stuðningsmaður Eagles sem hafi tekið skjáskot og birt á netinu,“ sagði þjálfarinn Nick Sirianni. Gainwell var valinn af Eagles í fimmtu umferð nýliðavalsins 2021 er búinn að skora eitt snertimark í sjö leikjum á tímabilinu til þessa. NFL Lokasóknin Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Philadelphia Eagles er eitt af sterkustu liðunum í NFL-deildinni þetta tímabilið. Kenneth Gainwell er hlaupari hjá Eagles og hann kom sér í fréttirnar eftir umferðina um helgina en á nokkuð sérstökum forsendum. Í hálfleik á leik Philadelphia Eagles og Washington Commanders var Gainwell mættur á Instagram þar sem hann var að svara skilaboðum sem hann hafði fengið frá áhorfanda. Gainwell hafði misst boltann frá sér nálægt marki um miðjan annan leikhlutann. Þeir Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson fóru yfir málið í nýjasta þættinum af Lokasókninni sem sýndur var í gærkvöldi. „Ég segi bara Guð forði þessum manni frá að Guðjón Þórðarson sé ekki að þjálfa liðið því hann væri búinn að rífa af honum höfuðið,“ sagði Magnús en þeir félagar höfðu nokkuð gaman af uppátækinu. „NFL-deildin svíkur ekki,“ bætti Henry Birgir við en umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svaraði á Instagram í hálfleik Í skilaboðunum sem Gainwell fékk var hann vinsamlega beðinn um að halda í boltann og það var hlauparinn knái ekki ánægður með. „Litli strákur, ekki senda á mig,“ svaraði Gainwell. Þjálfari Eagles var vitaskuld ekki ánægður með sinn mann en sagði að Gainwell vissi upp á sig skömmina. „Þetta er hluti af lífi þessara manna. Ætti hann að vera að svara einhverjum skilaboðum? Nei, hann ætti ekki að svara þessu yfirhöfuð. Að sjálfsögðu töluðum við um þetta við hann, um að vera einbeittur og ekki vera að spá í þessum látum. Hann veit að að hann gerði mistök með því að svara þessum einstaklingi. Ég geri ráð fyrir að þetta sé stuðningsmaður Eagles sem hafi tekið skjáskot og birt á netinu,“ sagði þjálfarinn Nick Sirianni. Gainwell var valinn af Eagles í fimmtu umferð nýliðavalsins 2021 er búinn að skora eitt snertimark í sjö leikjum á tímabilinu til þessa.
NFL Lokasóknin Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira