„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 20:25 Fangelsismálastjóri gagnrýndi fjölskylduaðstöðuna á Litla-Hrauni harðlega í fyrra. Vísir/Arnar Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. Birna Ólafsdóttir eiginkona fanga á Litla-hrauni segir að börn eigi ekki að fara inn í fangelsi til þess að heimsækja foreldri í ljósi þeirra aðstæðna sem þar sé boðið upp á. Hún ræddi heimsóknarrýmin í Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er náttúrlega hræðilegt núna. Það er eitt og hálft ár síðan maðurinn minn var tekinn.“ Hún segir heimsóknir nú fara fram í litlum gámi það sem allt er sé á floti. „Um daginn var komin hola ofan í gólfið og ég steig í sokkunum og þeir blotnuðu. Og þeir löguðu þetta með því að setja spýtu og teppi yfir.“ Birna segir frá nýjum reglum um heimsóknir sem fela í sér að allar heimsóknir þurfi að fara fram í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún segir viðmótið svo slæmt þar að hún hafi ekki þorað að heimsækja manninn sinn í marga mánuði. Það sé svo erfitt fyrir börn að mæta þangað. „Þar þurfa börnin að fara í gegnum öryggisleit. Þar eru oft óhæfir fangaverðir sem taka á móti börnunum.“ Hvernig óhæfir? „Þeir kunna ekki að umgangast börn. Bara ónærgætnir og ég hef sent mörg bréf til þeirra varðandi það.“ Birna segir þá leit raunar óþarfi vegna þess að að heimsókninni lokinni þurfi fanginn að fara í allsherjarlíkamsleit hvort sem er. Þá segir hún fjórtán ára son sinn hættan að vilja heimsækja föður sinn vegna þessa. Birna segist margsinnis hafa leitað til Fangelsismálasrofnunar vegna málsins en alltaf mætt þeim svörum að ekki sé til nægilegt fjármagn til úrbóta. „Ég myndi náttúrlega bara vilja að fanginn fengi dagsleyfi og kæmi heim í þeirra [barnanna] aðstæður,“ segir Birna, aðspurð hvernig hún myndi vilja að heimsóknum yrði tilhagað. Maðurinn hennar eigi ekki rétt á slíku leyfi fyrr en eftir fimm ár, vegna þess hve langan dóm hann hlaut. „Það eru bara öll börnin að afplána.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir að nýlega hafi sex einingar af heimsóknaðstöðu, vissulega í skúrum, hafi verið teknar í notkun á Litla-Hrauni. Að auki muni fjórar nýjar einingar frá framkvæmdasýslunni vera teknar í notkun og þær séu hugsaðar til þess að koma í staðinn fyrir Barnakot. Hann segir að nýju einingarnar bjóði upp á fleiri heimsóknarrými fyrir fjölskyldur og að með tilkomu þeirra muni börn ekki þurfa að fara í gegnum öryggisleit. Nýju Barnakotin eigi að opna á næstu vikum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni hefur áður verið gagnrýnd. Fangelsismálastjóri sagði Barnakot, heimsóknaraðstöðu fjölskyldna vera viðbjóðslegt fyrir rúmu ári. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Þá sagði umboðsmaður barna ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum vera gleymdur hópur og ráðast þyrfti í úrbætur. Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Birna Ólafsdóttir eiginkona fanga á Litla-hrauni segir að börn eigi ekki að fara inn í fangelsi til þess að heimsækja foreldri í ljósi þeirra aðstæðna sem þar sé boðið upp á. Hún ræddi heimsóknarrýmin í Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er náttúrlega hræðilegt núna. Það er eitt og hálft ár síðan maðurinn minn var tekinn.“ Hún segir heimsóknir nú fara fram í litlum gámi það sem allt er sé á floti. „Um daginn var komin hola ofan í gólfið og ég steig í sokkunum og þeir blotnuðu. Og þeir löguðu þetta með því að setja spýtu og teppi yfir.“ Birna segir frá nýjum reglum um heimsóknir sem fela í sér að allar heimsóknir þurfi að fara fram í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún segir viðmótið svo slæmt þar að hún hafi ekki þorað að heimsækja manninn sinn í marga mánuði. Það sé svo erfitt fyrir börn að mæta þangað. „Þar þurfa börnin að fara í gegnum öryggisleit. Þar eru oft óhæfir fangaverðir sem taka á móti börnunum.“ Hvernig óhæfir? „Þeir kunna ekki að umgangast börn. Bara ónærgætnir og ég hef sent mörg bréf til þeirra varðandi það.“ Birna segir þá leit raunar óþarfi vegna þess að að heimsókninni lokinni þurfi fanginn að fara í allsherjarlíkamsleit hvort sem er. Þá segir hún fjórtán ára son sinn hættan að vilja heimsækja föður sinn vegna þessa. Birna segist margsinnis hafa leitað til Fangelsismálasrofnunar vegna málsins en alltaf mætt þeim svörum að ekki sé til nægilegt fjármagn til úrbóta. „Ég myndi náttúrlega bara vilja að fanginn fengi dagsleyfi og kæmi heim í þeirra [barnanna] aðstæður,“ segir Birna, aðspurð hvernig hún myndi vilja að heimsóknum yrði tilhagað. Maðurinn hennar eigi ekki rétt á slíku leyfi fyrr en eftir fimm ár, vegna þess hve langan dóm hann hlaut. „Það eru bara öll börnin að afplána.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir að nýlega hafi sex einingar af heimsóknaðstöðu, vissulega í skúrum, hafi verið teknar í notkun á Litla-Hrauni. Að auki muni fjórar nýjar einingar frá framkvæmdasýslunni vera teknar í notkun og þær séu hugsaðar til þess að koma í staðinn fyrir Barnakot. Hann segir að nýju einingarnar bjóði upp á fleiri heimsóknarrými fyrir fjölskyldur og að með tilkomu þeirra muni börn ekki þurfa að fara í gegnum öryggisleit. Nýju Barnakotin eigi að opna á næstu vikum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni hefur áður verið gagnrýnd. Fangelsismálastjóri sagði Barnakot, heimsóknaraðstöðu fjölskyldna vera viðbjóðslegt fyrir rúmu ári. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Þá sagði umboðsmaður barna ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum vera gleymdur hópur og ráðast þyrfti í úrbætur.
Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07