Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 18:49 Casey Bloys forstjóri HBO á frumsýningu Game of Thrones House of the Dragon í fyrra. EPA Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra. Casey Bloys, fyrrverandi forstjóri HBO, er sagður hafa beðið meðstjóranda sinn um að svara kvikmyndagagnrýnandanum Kathryn VanArendonk inni á fölsuðum Twitter-reikningi þegar hún tístaði ummælum um þættina Perry Manson, sem eru úr smiðju HBO og fjalla um rannsóknarlögreglumann í Los Angeles-borg sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Bloys hefði mislíkað ummæli VanArendonk, sem voru eftirfarandi: „Kæra virðulega sjónvarp, vinsamlegast finndu leið til þess að miðla áföllum karla án þess að sýna endurminningar af hetjudáðum karlanna í skotgrafahernaði.“ Samkvæmt smáskilaboðum sem fréttaveitan The Rolling Stone hefur undir höndunum spurði Bloys samstarfskonu sína, Kathleen KcCaffrey, forritara hjá fyrirtækinu, hvort hún ætti falsaðan Twitter reikning. Hann sagði ummælin endurspegla óvirðingu í garð hermanna og að þeim þyrfti að svara. „Leyniher“ Bloys svaraði ummælum VanArendonk inni á fölsuðum reikningi þar sem hann sagði ummæli hennar elítísk. „Er til eitthvað stærra áfall fyrir menn og konur en að berjast í stríði? Fyrirgefðu ef þér finnist slíkt of þægilegt“. Í öðru tilfelli var nýr aðgangur búinn til, til þess að svara gagnrýni sjónvarpsgagnrýnandans Alan Sepinwall á sjónvarpsþáttunum The Nevers. Undir nafninu Kelly Shepherd sögðu þau skoðanir Sepinwall fyrirsjáanlegar og endurspegla hræðslu. Þá svöruðu þau James Poniewozik, sjónvarpsgagnrýnanda The New York Times, þegar hann birti dóm um sömu þætti, sem Kelly Shepherd. Þau sökuðu hann um að vera miðaldra hvítan karlmann sem fyrirsjáanlega væri með skítkast á sjónvarpsþætti um konur. Svör af þessu tagi eru að minnsta kosti sex talsins og voru birt á tæplega árslöngu tímabili árin 2020 til 2021 þar sem Bloyes og McCaffrey svöruðu sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum Twitter-aðgöngum. Þau kölluðu sig leyniher sem svaraði gagnrýnendum fullum hálsi, oftast með dónalegum ummælum. Samskiptin eru hluti af gögnum sem safnað var í undirbúningi fyrir mál vegna ólögmætrar uppsagnar sem fyrrverandi starfsmaður HBO hefur höfðað gegn fyrirtækinu og nokkrum fyrrverandi yfirmönnum innan þess fyrir hæstarétti Los Angeles. Starfsmaðurinn, Sully Temori, sakar yfirmenn sína hjá fyrirtækinu um áreiti og mismunun eftir að hann sagði frá geðsjúkdómsgreiningu sem hann hefði fengið. Þá sakar hann yfirmenn sína um að hafa beðið hann um að sinna verkefnum sem voru utan hans verkahrings. Þar á meðal segist hann hafa verið beðinn um að búa til falsaða Twitter-reikninga í þeim tilgangi að svara sjónvarpsgagnrýnendum. Forsvarsmenn HBO neituðu allri sök í yfirlýsingu til The Rolling Stone. Bíó og sjónvarp Hollywood Twitter Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Casey Bloys, fyrrverandi forstjóri HBO, er sagður hafa beðið meðstjóranda sinn um að svara kvikmyndagagnrýnandanum Kathryn VanArendonk inni á fölsuðum Twitter-reikningi þegar hún tístaði ummælum um þættina Perry Manson, sem eru úr smiðju HBO og fjalla um rannsóknarlögreglumann í Los Angeles-borg sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Bloys hefði mislíkað ummæli VanArendonk, sem voru eftirfarandi: „Kæra virðulega sjónvarp, vinsamlegast finndu leið til þess að miðla áföllum karla án þess að sýna endurminningar af hetjudáðum karlanna í skotgrafahernaði.“ Samkvæmt smáskilaboðum sem fréttaveitan The Rolling Stone hefur undir höndunum spurði Bloys samstarfskonu sína, Kathleen KcCaffrey, forritara hjá fyrirtækinu, hvort hún ætti falsaðan Twitter reikning. Hann sagði ummælin endurspegla óvirðingu í garð hermanna og að þeim þyrfti að svara. „Leyniher“ Bloys svaraði ummælum VanArendonk inni á fölsuðum reikningi þar sem hann sagði ummæli hennar elítísk. „Er til eitthvað stærra áfall fyrir menn og konur en að berjast í stríði? Fyrirgefðu ef þér finnist slíkt of þægilegt“. Í öðru tilfelli var nýr aðgangur búinn til, til þess að svara gagnrýni sjónvarpsgagnrýnandans Alan Sepinwall á sjónvarpsþáttunum The Nevers. Undir nafninu Kelly Shepherd sögðu þau skoðanir Sepinwall fyrirsjáanlegar og endurspegla hræðslu. Þá svöruðu þau James Poniewozik, sjónvarpsgagnrýnanda The New York Times, þegar hann birti dóm um sömu þætti, sem Kelly Shepherd. Þau sökuðu hann um að vera miðaldra hvítan karlmann sem fyrirsjáanlega væri með skítkast á sjónvarpsþætti um konur. Svör af þessu tagi eru að minnsta kosti sex talsins og voru birt á tæplega árslöngu tímabili árin 2020 til 2021 þar sem Bloyes og McCaffrey svöruðu sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum Twitter-aðgöngum. Þau kölluðu sig leyniher sem svaraði gagnrýnendum fullum hálsi, oftast með dónalegum ummælum. Samskiptin eru hluti af gögnum sem safnað var í undirbúningi fyrir mál vegna ólögmætrar uppsagnar sem fyrrverandi starfsmaður HBO hefur höfðað gegn fyrirtækinu og nokkrum fyrrverandi yfirmönnum innan þess fyrir hæstarétti Los Angeles. Starfsmaðurinn, Sully Temori, sakar yfirmenn sína hjá fyrirtækinu um áreiti og mismunun eftir að hann sagði frá geðsjúkdómsgreiningu sem hann hefði fengið. Þá sakar hann yfirmenn sína um að hafa beðið hann um að sinna verkefnum sem voru utan hans verkahrings. Þar á meðal segist hann hafa verið beðinn um að búa til falsaða Twitter-reikninga í þeim tilgangi að svara sjónvarpsgagnrýnendum. Forsvarsmenn HBO neituðu allri sök í yfirlýsingu til The Rolling Stone.
Bíó og sjónvarp Hollywood Twitter Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira