Engin friðhelgi fyrir forseta Íslands og ráðherra Ástþór Magnússon skrifar 31. október 2023 15:33 Breski þingmaðurinn Crispin Blunt sem jafnframt er stjórnarmaður í Alþjóðasamtökum réttlætis fyrir Palestínu undirbýr nú aðgerðir gegn ráðamönnum fyrir að stuðla að stríðsglæpum á Gaza. Íslenskir ráðamenn verða kærðir til alþjóða stríðsglæpadómstólsins Alþjóðastofnunin Friður 2000 styður slíkar aðgerðir gegn ráðamönnum sem styðja fjöldamorðin á almennum borgurum og börnum sem við erum nú að sjá af hálfu Ísrael. Ísland grefur undan alþjóðalögum Íslenskir ráðamenn hafa verið með yfirlýsingar um að þeir standi með Ísrael og á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sat Ísland hjá þegar reynt var að stöðva blóðbaðið með sameiginlegri ályktun þjóða heims. Ályktunin var samþykkt. Ísland er nú í hópi útlagaþjóða sem grafa undan alþjóðalögum með stuðningi við aðskilnaðarstefnu, landrán og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni. Nýtt landakort Forsætisráðherra Ísrael og fylgisveinar hans fara í engar grafgötur með áætlanir sínar. Þeir vinna að því fyrir opnum tjöldum að útrýma Palestínu. S.l. september sýndi Benjamin Netanyahu nýtt kort af Ísrael á allsherjarþingi S.Þ. þar sem búið var að afmá Palestínu. Sagðist vera að endurskipuleggja mið austurlönd. Á sama tíma beittu vopnaðir Ísraelskir landtökumenn auknu ofbeldi að sölsa undir sig palestínsk heimili og ræktunarland. Þeir hafa stundað þessa iðju í áratugi, drepið þúsundir og sent milljónir á flótta. Klára verkið með þjóðarmorði Fyrrum dómsmálaráðherra Ísrael birti grein 14 júlí 2014 sem sagði að drepa ætti palestínskar mæður og leggja heimili þeirra í rúst svo þær gætu ekki fætt fleiri “snáka”. Nú, áratug síðar, ráðgerir Ísrael að klára verkið með þjóðarmorði með stuðningi Vestrænna leiðtoga m.a. Íslenskra ráðamanna sem keppast við að styðja stríðsglæpamanninn. Mannúðaraðstoð með líkkistum Hvað felst í því þegar Íslenskir ráðamenn segjast standa með Ísrael? Standa þeir með aðskilnaðarstefnu Ísrael? Standa þeir með því að ráðast inn á heimili fólks, reka það á vergang og jafna byggingar við jörðu með stórtækum vinnuvélum? Standa þeir með áformum Benjamin Netanyahu um að afmá Palestínu? Hvað þarf þetta fólk að sjá mörg börn myrt í Gaza? Hvaða mannúðaraðstoð ætlar Ísland að senda til Gaza? Líkkistur? Ekki í mínu nafni Framtíð Palestínu veltur á almennum borgurum þessa lands. Við þurfum að taka fram fyrir hendurnar á ráðamönnum sem styðja aðskilnaðarstefnu, landrán og fjöldamorð í okkar nafni. Slíkt fólk á ekki heima á Bessastöðum eða Alþingi. Vörpum þeim á dyr í næstu kosningum. Höfundur er stofnandi Friðar 2000 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Breski þingmaðurinn Crispin Blunt sem jafnframt er stjórnarmaður í Alþjóðasamtökum réttlætis fyrir Palestínu undirbýr nú aðgerðir gegn ráðamönnum fyrir að stuðla að stríðsglæpum á Gaza. Íslenskir ráðamenn verða kærðir til alþjóða stríðsglæpadómstólsins Alþjóðastofnunin Friður 2000 styður slíkar aðgerðir gegn ráðamönnum sem styðja fjöldamorðin á almennum borgurum og börnum sem við erum nú að sjá af hálfu Ísrael. Ísland grefur undan alþjóðalögum Íslenskir ráðamenn hafa verið með yfirlýsingar um að þeir standi með Ísrael og á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sat Ísland hjá þegar reynt var að stöðva blóðbaðið með sameiginlegri ályktun þjóða heims. Ályktunin var samþykkt. Ísland er nú í hópi útlagaþjóða sem grafa undan alþjóðalögum með stuðningi við aðskilnaðarstefnu, landrán og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni. Nýtt landakort Forsætisráðherra Ísrael og fylgisveinar hans fara í engar grafgötur með áætlanir sínar. Þeir vinna að því fyrir opnum tjöldum að útrýma Palestínu. S.l. september sýndi Benjamin Netanyahu nýtt kort af Ísrael á allsherjarþingi S.Þ. þar sem búið var að afmá Palestínu. Sagðist vera að endurskipuleggja mið austurlönd. Á sama tíma beittu vopnaðir Ísraelskir landtökumenn auknu ofbeldi að sölsa undir sig palestínsk heimili og ræktunarland. Þeir hafa stundað þessa iðju í áratugi, drepið þúsundir og sent milljónir á flótta. Klára verkið með þjóðarmorði Fyrrum dómsmálaráðherra Ísrael birti grein 14 júlí 2014 sem sagði að drepa ætti palestínskar mæður og leggja heimili þeirra í rúst svo þær gætu ekki fætt fleiri “snáka”. Nú, áratug síðar, ráðgerir Ísrael að klára verkið með þjóðarmorði með stuðningi Vestrænna leiðtoga m.a. Íslenskra ráðamanna sem keppast við að styðja stríðsglæpamanninn. Mannúðaraðstoð með líkkistum Hvað felst í því þegar Íslenskir ráðamenn segjast standa með Ísrael? Standa þeir með aðskilnaðarstefnu Ísrael? Standa þeir með því að ráðast inn á heimili fólks, reka það á vergang og jafna byggingar við jörðu með stórtækum vinnuvélum? Standa þeir með áformum Benjamin Netanyahu um að afmá Palestínu? Hvað þarf þetta fólk að sjá mörg börn myrt í Gaza? Hvaða mannúðaraðstoð ætlar Ísland að senda til Gaza? Líkkistur? Ekki í mínu nafni Framtíð Palestínu veltur á almennum borgurum þessa lands. Við þurfum að taka fram fyrir hendurnar á ráðamönnum sem styðja aðskilnaðarstefnu, landrán og fjöldamorð í okkar nafni. Slíkt fólk á ekki heima á Bessastöðum eða Alþingi. Vörpum þeim á dyr í næstu kosningum. Höfundur er stofnandi Friðar 2000
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun