Falskar ástir (ekki Flóna-lagið) Arent Orri Jónsson skrifar 31. október 2023 12:00 Þegar ég hóf nám við Háskóla Íslands einkenndist samfélagið og kennslan af veirufaraldri. Fáeinum mánuðum síðar flæddi inn í byggingar skólans og sú litla kennsla sem þar var lagðist af. Þá kom upp sú staða að háskólanum vanti milljarð, og nú á síðustu vikum hefur legið fyrir úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema þar sem nefndin taldi útreikning þriðjungshluta skrásetningargjalds skólans ekki byggja á fullnægjandi útreikningum. Hvernig má það vera að skólaganga stúdenta í dag einkennist af einhvers konar hremmingum hvað eftir annað, sem minna á plágurnar sem Móse á að hafa kallað yfir Egypta. Ég held raunar að ég hefði frekar kosið stærðarinnar haglél og þriggja daga myrkur eins og henti Egypta í sögunni, en þær „plágur“ kallast víst vetur hérlendis. En þetta ástand sem hefur komið upp núna, hvaða merkingu hefur það? Með öðrum orðum, hvað þýðir þessi úrskurður nefndarinnar? Fyrir rétt rúmum áratug hóf Vaka þá baráttu, þegar Sigurður Helgi, stjórnarmaður félagsins árið 2013-2014, fór að djöflast í skrásetningargjaldinu. Vaka gekk hart fram í þessu máli en ákvað að leggja niður spjótin í bili þegar samkomulag náðist við skólann um að hækka ekki gjaldið. Árið 2021 kærði stúdent gjaldtökuna, eða krafði skólann um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins. Háskólaráð, æðsta ákvörðunarvald skólans, neitaði henni um það. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndarinnar, og niðurstaða hennar var sú að háskólinn ætti ekki að byggja gjaldið á forsendum fyrri ára heldur ætti að byggja á forsendum og útreikningum fyrir það ár sem um ræðir. Eðlilega. Háskólaráð tók því málið aftur fyrir, ræsti út stærðfræðideildina og reiknaði út þann kostnað sem hlýst af þjónustu skólans, sem ekki telst til kennslu eða rannsókna. Ráðið lagði þá útreikninga til grundvallar nýrri ákvörðun þar sem Háskólaráð hafnaði stúdentinum aftur um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins, sem kærði svo ákvörðunina til nefndarinnar. Það er hérna sem nýi úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema kemur við sögu. Úrskurðurinn er álit nefndarinnar á seinni ákvörðuninni. Mat nefndarinnar er það að ekki sé fullnægjandi að byggja útreikning skrásetningargjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema fyrir liggi greining á því á hverju þau hlutföll byggi. Sem sagt, um þriðjungshluti gjaldsins er ekki talinn nægjanlega rökstuddur. Rétt skal vera rétt, háskólanum er skylt að endurgreiða þennan þriðjungshluta ef í ljós kemur að sá kostnaður sem býr að baki gjaldinu sé minni en gjaldtakan fyrir þriðjungshlutinn. Hins vegar, er ekki inn í neinni mynd, því miður, að háskólanum yrði gert að endurgreiða hinn hluta þess, enda taldi nefndin ekkert varhugavert við þann hluta. Þá er samkvæmt áliti nefndarinnar, skýr heimild fyrir gjaldtökunni í lögum, það hvernig háskólinn stendur að henni er hins vegar ekki fullnægjandi. Þær fullyrðingar sem forseti Stúdentaráðs hefur lagt fram um að skrásetningargjaldið sé ólögmætt, er ekki bara rangt, heldur ósvífið. Álit nefndarinnar er eins og áður segir það að þeir útreikningar sem liggja að baki hluta skrásetningargjaldsins séu ekki nægjanlega rökstuddir. Á engan hátt og hvergi er nefndin að segja að gjaldið sé þar með allt ólöglegt eða að það sé ekki lagaheimild fyrir því. Ekki misskilja mig, ég væri mjög til í að fá 275 þúsund krónur lagðar inn á bankabók, hver væri það ekki? En staðan er bara ekki svona einföld. Fulltrúar Vöku fóru á fund með rektor í gær þar sem afstaða okkar var skýr – að sá hluti gjaldsins sem telst ekki standast skoðun, verði endurgreiddur, og rektor tók vel í þær kröfur og sagði þær eðlilegar og sanngjarnar. Það vekur reyndar upp margar spurningar að forseti Stúdentaráðs hafi ekki minnst einu orði á áðurnefndan úrskurð og fyrirhugaðar yfirlýsingar sínar þegar hún skrifaði undir samning við rektor síðasta þriðjudag um fjárframlög háskólans til Stúdentaráðs. Fjárframlög sem koma úr skrásetningargjaldinu. Forseti Stúdentaráðs minntist raunar ekki á úrskurðinn við Stúdentaráð fyrr en tæpum þremur vikum eftir að hún fékk hann í hendurnar, en það er önnur umræða. Samandregið er það álit mitt, og Vökuliða, að umræðan sem meirihluti Stúdentaráðs og skrifstofa þess hafa farið með, sé mjög villandi. Hún býr til falskar og glæstar vonir hjá stúdentum, lofar þeim endurgreiðslu á skólagjöldum allt til 2014, en byggja á litlu sem engu. Á sandi byggði heimskur maður hús, en á endurgreiðslu alls skrásetningargjaldsins frá og með 2014 byggir veruleikafirrt fólk. Höfundur er formaður Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf nám við Háskóla Íslands einkenndist samfélagið og kennslan af veirufaraldri. Fáeinum mánuðum síðar flæddi inn í byggingar skólans og sú litla kennsla sem þar var lagðist af. Þá kom upp sú staða að háskólanum vanti milljarð, og nú á síðustu vikum hefur legið fyrir úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema þar sem nefndin taldi útreikning þriðjungshluta skrásetningargjalds skólans ekki byggja á fullnægjandi útreikningum. Hvernig má það vera að skólaganga stúdenta í dag einkennist af einhvers konar hremmingum hvað eftir annað, sem minna á plágurnar sem Móse á að hafa kallað yfir Egypta. Ég held raunar að ég hefði frekar kosið stærðarinnar haglél og þriggja daga myrkur eins og henti Egypta í sögunni, en þær „plágur“ kallast víst vetur hérlendis. En þetta ástand sem hefur komið upp núna, hvaða merkingu hefur það? Með öðrum orðum, hvað þýðir þessi úrskurður nefndarinnar? Fyrir rétt rúmum áratug hóf Vaka þá baráttu, þegar Sigurður Helgi, stjórnarmaður félagsins árið 2013-2014, fór að djöflast í skrásetningargjaldinu. Vaka gekk hart fram í þessu máli en ákvað að leggja niður spjótin í bili þegar samkomulag náðist við skólann um að hækka ekki gjaldið. Árið 2021 kærði stúdent gjaldtökuna, eða krafði skólann um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins. Háskólaráð, æðsta ákvörðunarvald skólans, neitaði henni um það. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndarinnar, og niðurstaða hennar var sú að háskólinn ætti ekki að byggja gjaldið á forsendum fyrri ára heldur ætti að byggja á forsendum og útreikningum fyrir það ár sem um ræðir. Eðlilega. Háskólaráð tók því málið aftur fyrir, ræsti út stærðfræðideildina og reiknaði út þann kostnað sem hlýst af þjónustu skólans, sem ekki telst til kennslu eða rannsókna. Ráðið lagði þá útreikninga til grundvallar nýrri ákvörðun þar sem Háskólaráð hafnaði stúdentinum aftur um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins, sem kærði svo ákvörðunina til nefndarinnar. Það er hérna sem nýi úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema kemur við sögu. Úrskurðurinn er álit nefndarinnar á seinni ákvörðuninni. Mat nefndarinnar er það að ekki sé fullnægjandi að byggja útreikning skrásetningargjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema fyrir liggi greining á því á hverju þau hlutföll byggi. Sem sagt, um þriðjungshluti gjaldsins er ekki talinn nægjanlega rökstuddur. Rétt skal vera rétt, háskólanum er skylt að endurgreiða þennan þriðjungshluta ef í ljós kemur að sá kostnaður sem býr að baki gjaldinu sé minni en gjaldtakan fyrir þriðjungshlutinn. Hins vegar, er ekki inn í neinni mynd, því miður, að háskólanum yrði gert að endurgreiða hinn hluta þess, enda taldi nefndin ekkert varhugavert við þann hluta. Þá er samkvæmt áliti nefndarinnar, skýr heimild fyrir gjaldtökunni í lögum, það hvernig háskólinn stendur að henni er hins vegar ekki fullnægjandi. Þær fullyrðingar sem forseti Stúdentaráðs hefur lagt fram um að skrásetningargjaldið sé ólögmætt, er ekki bara rangt, heldur ósvífið. Álit nefndarinnar er eins og áður segir það að þeir útreikningar sem liggja að baki hluta skrásetningargjaldsins séu ekki nægjanlega rökstuddir. Á engan hátt og hvergi er nefndin að segja að gjaldið sé þar með allt ólöglegt eða að það sé ekki lagaheimild fyrir því. Ekki misskilja mig, ég væri mjög til í að fá 275 þúsund krónur lagðar inn á bankabók, hver væri það ekki? En staðan er bara ekki svona einföld. Fulltrúar Vöku fóru á fund með rektor í gær þar sem afstaða okkar var skýr – að sá hluti gjaldsins sem telst ekki standast skoðun, verði endurgreiddur, og rektor tók vel í þær kröfur og sagði þær eðlilegar og sanngjarnar. Það vekur reyndar upp margar spurningar að forseti Stúdentaráðs hafi ekki minnst einu orði á áðurnefndan úrskurð og fyrirhugaðar yfirlýsingar sínar þegar hún skrifaði undir samning við rektor síðasta þriðjudag um fjárframlög háskólans til Stúdentaráðs. Fjárframlög sem koma úr skrásetningargjaldinu. Forseti Stúdentaráðs minntist raunar ekki á úrskurðinn við Stúdentaráð fyrr en tæpum þremur vikum eftir að hún fékk hann í hendurnar, en það er önnur umræða. Samandregið er það álit mitt, og Vökuliða, að umræðan sem meirihluti Stúdentaráðs og skrifstofa þess hafa farið með, sé mjög villandi. Hún býr til falskar og glæstar vonir hjá stúdentum, lofar þeim endurgreiðslu á skólagjöldum allt til 2014, en byggja á litlu sem engu. Á sandi byggði heimskur maður hús, en á endurgreiðslu alls skrásetningargjaldsins frá og með 2014 byggir veruleikafirrt fólk. Höfundur er formaður Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun