Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar Þóra Leósdóttir skrifar 30. október 2023 07:30 Þann 27. október ár hvert halda iðjuþjálfar um allan heim upp á alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar. Heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapists) hvetur iðjuþjálfa til þess að kynna fagið á fjölbreyttum starfsvettvangi og í fræðasamfélaginu. Á heimsvísu eru iðjuþjálfar um 650 þúsund talsins. Yfirskrift dagsins í ár var „Samstaða og samfélag“ (e. Unity through Community). Iðjuþjálfafélag Íslands er fag- og stéttarfélag sem var stofnað 1976 af tíu frumkvöðlum, í dag er félagsfólk um 400 talsins. Félagið er eitt af aðildarfélögum BHM og er í hópi níu aðildarfélaga innan heilbrigðisgreina í bandalaginu. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri og lýkur með BSc gráðu auk þess sem krafist er 60 ECTS eininga diplómanáms á meistarastigi til starfsréttinda. Til þess að starfa sem iðjuþjálfi hér á landi þarf starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Iðjuþjálfar hafa þannig fjögurra ára háskólanám að baki hið minnsta. Iðjuþjálfar víða um land nýttu daginn til að kynna fagið á sínum vinnustöðum. Má þar nefna Landspítala háskólasjúkrahús og Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í tilefni af alþjóðlegum degi stóð fræðslunefnd félagsins fyrir málþingi og var það vel sótt. Á málþinginu voru kynnt verkefni og rannsóknir sem ríma við yfirskrift dagsins. Helga Sif Pétursdóttir iðjuþjálfi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar á þýðingu og staðfæringu matslista um kulnun í foreldrahlutverkinu. Carmen Fuch iðjuþjálfi kynnti verkefnið „Þroskafjör“ á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Markmið vekrefnisins er að gefa börnum flóttafólks kost á að taka þátt í leik og iðju sem eflir þroska, þátttöku í leik og tengslamyndun. Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi og sérfræðingur í vinnuvernd hélt erindi um starf iðjuþjálfa á verkfræðistofu þar sem sjónum er beint að mikilvægi þess að vanda vel til hönnunar og aðbúnaðar til að tryggja sem besta líðan fólks og líkamsbeitingu við störf, þannig að koma megi í veg fyrir stoðkerfisvanda. Fram kom að 60% veikindafjarvista starfsfólks í Evrópu megi rekja til slíks heilsufarsvanda. Iðjuþjálfar hér á landi fögnuðu deginum í skugga stríðsreksturs og átaka. Í lok málþingsins var eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands lesin upp: Yfirlýsing frá Iðjuþjálfafélagi Íslands Málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar: „Samstaða og samfélag“ Stríð og hryðjuverk ógna mannréttindum, lífi og heilsu fólks. Átök bitna mest á almennum borgurum með hörmulegum og langvarandi afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög. Öryggi sem og venjur hversdagsins eru hrifsaðar af fólki, tækifæri til þátttöku og iðju verða að engu. Undir öllum kringumstæðum skal virða alþjóðalög og útvega fólki neyðaraðstoð, tryggja öryggi og aðgengi að brýnni heilbrigðisþjónustu. Stríðsátök koma hvað harðast niður á konum, börnum og fötluðu fólki. Veita þarf þeim sérstaka vernd. Árásir á skóla, heilbrigðisstarfsfólk og sjúkrahús eru algerlega óásættanlegar og þeim verður að linna. Iðjuþjálfafélag Íslands fordæmir með öllu hryðjuverk og stríðsátök hvar sem er í heiminum. Félagið vill með þessari yfirlýsingu sýna almennum borgurum í Úkraínu, Palestínu og Ísrael sem og þeim sem lifa á öðrum stríðshrjáðum svæðum stuðning. Hugur okkar er hjá iðjuþjálfum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir störfum sínum við þessar erfiðu og lífshættulegu aðstæður. Vegna átakanna munu félagar okkar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki fagna alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar líkt og við sem búum á Norðurlöndunum. Iðjuþjálfafélag Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu gegn stríðsglæpum, taka þátt í samtali og stuðla að friði á alþjóðavísu auk þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarhjálpar á átakasvæðum. Reykjavík 27. október 2023 Stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Sjá meira
Þann 27. október ár hvert halda iðjuþjálfar um allan heim upp á alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar. Heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapists) hvetur iðjuþjálfa til þess að kynna fagið á fjölbreyttum starfsvettvangi og í fræðasamfélaginu. Á heimsvísu eru iðjuþjálfar um 650 þúsund talsins. Yfirskrift dagsins í ár var „Samstaða og samfélag“ (e. Unity through Community). Iðjuþjálfafélag Íslands er fag- og stéttarfélag sem var stofnað 1976 af tíu frumkvöðlum, í dag er félagsfólk um 400 talsins. Félagið er eitt af aðildarfélögum BHM og er í hópi níu aðildarfélaga innan heilbrigðisgreina í bandalaginu. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri og lýkur með BSc gráðu auk þess sem krafist er 60 ECTS eininga diplómanáms á meistarastigi til starfsréttinda. Til þess að starfa sem iðjuþjálfi hér á landi þarf starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Iðjuþjálfar hafa þannig fjögurra ára háskólanám að baki hið minnsta. Iðjuþjálfar víða um land nýttu daginn til að kynna fagið á sínum vinnustöðum. Má þar nefna Landspítala háskólasjúkrahús og Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í tilefni af alþjóðlegum degi stóð fræðslunefnd félagsins fyrir málþingi og var það vel sótt. Á málþinginu voru kynnt verkefni og rannsóknir sem ríma við yfirskrift dagsins. Helga Sif Pétursdóttir iðjuþjálfi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar á þýðingu og staðfæringu matslista um kulnun í foreldrahlutverkinu. Carmen Fuch iðjuþjálfi kynnti verkefnið „Þroskafjör“ á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Markmið vekrefnisins er að gefa börnum flóttafólks kost á að taka þátt í leik og iðju sem eflir þroska, þátttöku í leik og tengslamyndun. Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi og sérfræðingur í vinnuvernd hélt erindi um starf iðjuþjálfa á verkfræðistofu þar sem sjónum er beint að mikilvægi þess að vanda vel til hönnunar og aðbúnaðar til að tryggja sem besta líðan fólks og líkamsbeitingu við störf, þannig að koma megi í veg fyrir stoðkerfisvanda. Fram kom að 60% veikindafjarvista starfsfólks í Evrópu megi rekja til slíks heilsufarsvanda. Iðjuþjálfar hér á landi fögnuðu deginum í skugga stríðsreksturs og átaka. Í lok málþingsins var eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands lesin upp: Yfirlýsing frá Iðjuþjálfafélagi Íslands Málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar: „Samstaða og samfélag“ Stríð og hryðjuverk ógna mannréttindum, lífi og heilsu fólks. Átök bitna mest á almennum borgurum með hörmulegum og langvarandi afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög. Öryggi sem og venjur hversdagsins eru hrifsaðar af fólki, tækifæri til þátttöku og iðju verða að engu. Undir öllum kringumstæðum skal virða alþjóðalög og útvega fólki neyðaraðstoð, tryggja öryggi og aðgengi að brýnni heilbrigðisþjónustu. Stríðsátök koma hvað harðast niður á konum, börnum og fötluðu fólki. Veita þarf þeim sérstaka vernd. Árásir á skóla, heilbrigðisstarfsfólk og sjúkrahús eru algerlega óásættanlegar og þeim verður að linna. Iðjuþjálfafélag Íslands fordæmir með öllu hryðjuverk og stríðsátök hvar sem er í heiminum. Félagið vill með þessari yfirlýsingu sýna almennum borgurum í Úkraínu, Palestínu og Ísrael sem og þeim sem lifa á öðrum stríðshrjáðum svæðum stuðning. Hugur okkar er hjá iðjuþjálfum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir störfum sínum við þessar erfiðu og lífshættulegu aðstæður. Vegna átakanna munu félagar okkar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki fagna alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar líkt og við sem búum á Norðurlöndunum. Iðjuþjálfafélag Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu gegn stríðsglæpum, taka þátt í samtali og stuðla að friði á alþjóðavísu auk þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarhjálpar á átakasvæðum. Reykjavík 27. október 2023 Stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun