Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2023 11:10 Bandaríski herinn hefur birtmyndband af atvikinu þegar kínverskri herþotu var flogið upp að bandarískri sprengjuflugvél. AP/Herafli Bandaríkjanna Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. J-11 orrustuþotu var flogið upp að B-52 sprengjuflugvél og flaug kínverski flugmaðurinn undir og framfyrir sprengjuvélina en þegar mest var flaug hann innan þrjá metra frá flugvélinni. Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi segir að herinn hafi áhyggjur af því að kínverski flugmaðurinn hafi ekki áttað sig á því hve nærri hann fór því að valda stórslysi. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að Bandaríkjamönnum sé um að kenna. Það að flugvélinni hafi yfir höfuð verið flogið yfir Suður-Kínahafi hafi verið vísvitandi ögrun. Henni hafi verið flogið í þúsunda kílómetra fjarlægð frá Bandaríkjunum og það stuðli ekki að friði og stöðugleika. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um alþjóðlegt hafsvæði í Suður-Kínahafi og flogið herflugvélum þar yfir, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsa flutninga um svæðið. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25 Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50 Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38 Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31 Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
J-11 orrustuþotu var flogið upp að B-52 sprengjuflugvél og flaug kínverski flugmaðurinn undir og framfyrir sprengjuvélina en þegar mest var flaug hann innan þrjá metra frá flugvélinni. Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi segir að herinn hafi áhyggjur af því að kínverski flugmaðurinn hafi ekki áttað sig á því hve nærri hann fór því að valda stórslysi. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að Bandaríkjamönnum sé um að kenna. Það að flugvélinni hafi yfir höfuð verið flogið yfir Suður-Kínahafi hafi verið vísvitandi ögrun. Henni hafi verið flogið í þúsunda kílómetra fjarlægð frá Bandaríkjunum og það stuðli ekki að friði og stöðugleika. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um alþjóðlegt hafsvæði í Suður-Kínahafi og flogið herflugvélum þar yfir, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsa flutninga um svæðið.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25 Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50 Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38 Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31 Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25
Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50
Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38
Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31
Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47