Tuttugu milljónir í bætur eftir uppsögn í skugga eineltismáls Árni Sæberg skrifar 27. október 2023 16:43 Konan starfaði á bæjarskrifstofu Kópavogsbæjar í Hamraborg. Vísir/Vilhelm Konu, sem var um skamman tíma starfsmannastjóri Kópavogsbæjar, voru dæmdar tuttugu milljónir króna í skaða- og miskabætur í Landsrétti í dag. Henni var sagt upp störfum þegar staða hennar var lögð niður vegna skipulagsbreytinga árið 2020 en hafði sama ár verið sökuð um einelti í garð undirmanns. Í dómi Landsréttar, þar sem niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness er staðfest, segir að konan hafi byggt á því að Kópavogur hefði brotið gegn rétti hennar með því að tengja uppsögn hennar ætluðum skipulagsbreytingum án þess að bjóða henni tilfærslu í starfi þegar þeim var hrundið í framkvæmd. Þá hafi hún talið að hin raunverulega ástæða uppsagnarinnar hafi verið kvörtun um einelti hennar gagnvart tilteknum starfsmanni og úttekt sálfræði- og ráðgjafarstofu í tilefni af kvörtuninni, en niðurstaða úttektarinnar hafi verið kynnt henni á sama fundi og henni var sagt upp. Niðurstaðan var sú að konan hefði gerst sek um einelti í sex tilvikum af fjórtán sem voru rannsökuð. Hún hafi byggt á því að málsmeðferð eineltiskvörtunarinnar hafi verið ólögmæt, en henni hefði ekki verið gefinn kostur á að tjá sig um ávirðingarnar. Því til viðbótar hafi rannsókninni aldrei verið formlega lokið. Loks hafi hún byggt á því að horft hefði verið fram hjá henni með ólögmætum hætti við ráðningu í tvær nýjar stöður hjá Kópavogsbæ. Eineltið hafi engu máli skipt Kópavogsbær hafi aftur á móti byggt á því að ástæður uppsagnar konunnar hafi verið skipulagsbreytingar hjá bænum og að engin sambærileg störf hafi komið til greina fyrir konuna eftir þær breytingar. Rannsókn á eineltiskvörtun gegn henni hafi ekki haft neina þýðingu við ákvörðun um uppsögn. Ekki hefði verið þörf á að ljúka meðferð eineltiskvörtunarinnar þar sem henni hafði verið sagt upp vegna skipulagsbreytinganna hvort sem er. Þá hefðu ákvarðanir bæjarins um ráðningu í tvær nýjar stöður verið réttmætar og málefnalegar. Hrakti ekki að svört skýrsla vegna eineltis hafi skipt máli Í niðurstöðukafla dómsins segir þótt hafa verið sýnt fram á að ákvörðun bæjarins um skipulagsbreytingar hafi byggst á mati bæjarins á því hvaða breytinga væri þörf í því skyni að hagræða í rekstri hans. Hins vegar hafi bærinn ekki þótt hafa fært fram viðhlítandi rök eða gögn til stuðnings því að ekki hafi verið unnt að færa konuna til í aðra af sambærilegum stöðum sem urðu til í kjölfar skipulagsbreytinganna og að óhjákvæmilegt hafi verið að segja henni upp störfum. Væri uppsögnin því ólögmæt. Þá væri bærinn ekki talinn hafa hrakið þá málsástæðu konunnar að eineltiskvörtunin og niðurstöður skýrslu sálfræðistofunnar hafi að minnsta kosti átt þátt í að henni var ekki boðið annað starf í kjölfar skipulagsbreytinga. Því væri fallist á að meðferð eineltismálsins hefði verið ábótavant og að bærinn hefði brotið gegn þremur málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga. Fór fram á 45 milljónir króna Loks var rakið að þrátt fyrir talsvert svigrúm bæjarins til þess að ákveða hvaða sjónarmið skyldu lögð til grundvallar við ráðningu í nýjar stöður í kjölfar skipulagsbreytinga væri fallist á, að virtum atvikum málsins í heild, að sömu ómálefnalegu ástæður hefðu ráðið því að konan hlaut ekki starf í ráðningarferlinu og réðu því að henni voru ekki boðin störfin við fyrrgreindar skipulagsbreytingar. Voru konunni því dæmdar samtals 20.162.000 krónur í skaða-og miskabætur, auk dráttarvaxta. Konan hafði farið fram á ríflega 45 milljónir króna, 41 milljón í skaðabætur vegna beins fjártjóns, fjórar milljónir í miskabætur og 162 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar. Bæði héraðsdómur og Landsréttur mátu fjártjón konunnar á átján milljónir króna hæfilegar miskabætur tvær milljónir. Þá var fallist á kröfu vegna útlagðs kostnaðar. Þá var bærinn dæmdur til þess að greiða konunni 2,4 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti í ofanálag við 4,03 milljónir króna í málskostnað í héraði. Kópavogur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Í dómi Landsréttar, þar sem niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness er staðfest, segir að konan hafi byggt á því að Kópavogur hefði brotið gegn rétti hennar með því að tengja uppsögn hennar ætluðum skipulagsbreytingum án þess að bjóða henni tilfærslu í starfi þegar þeim var hrundið í framkvæmd. Þá hafi hún talið að hin raunverulega ástæða uppsagnarinnar hafi verið kvörtun um einelti hennar gagnvart tilteknum starfsmanni og úttekt sálfræði- og ráðgjafarstofu í tilefni af kvörtuninni, en niðurstaða úttektarinnar hafi verið kynnt henni á sama fundi og henni var sagt upp. Niðurstaðan var sú að konan hefði gerst sek um einelti í sex tilvikum af fjórtán sem voru rannsökuð. Hún hafi byggt á því að málsmeðferð eineltiskvörtunarinnar hafi verið ólögmæt, en henni hefði ekki verið gefinn kostur á að tjá sig um ávirðingarnar. Því til viðbótar hafi rannsókninni aldrei verið formlega lokið. Loks hafi hún byggt á því að horft hefði verið fram hjá henni með ólögmætum hætti við ráðningu í tvær nýjar stöður hjá Kópavogsbæ. Eineltið hafi engu máli skipt Kópavogsbær hafi aftur á móti byggt á því að ástæður uppsagnar konunnar hafi verið skipulagsbreytingar hjá bænum og að engin sambærileg störf hafi komið til greina fyrir konuna eftir þær breytingar. Rannsókn á eineltiskvörtun gegn henni hafi ekki haft neina þýðingu við ákvörðun um uppsögn. Ekki hefði verið þörf á að ljúka meðferð eineltiskvörtunarinnar þar sem henni hafði verið sagt upp vegna skipulagsbreytinganna hvort sem er. Þá hefðu ákvarðanir bæjarins um ráðningu í tvær nýjar stöður verið réttmætar og málefnalegar. Hrakti ekki að svört skýrsla vegna eineltis hafi skipt máli Í niðurstöðukafla dómsins segir þótt hafa verið sýnt fram á að ákvörðun bæjarins um skipulagsbreytingar hafi byggst á mati bæjarins á því hvaða breytinga væri þörf í því skyni að hagræða í rekstri hans. Hins vegar hafi bærinn ekki þótt hafa fært fram viðhlítandi rök eða gögn til stuðnings því að ekki hafi verið unnt að færa konuna til í aðra af sambærilegum stöðum sem urðu til í kjölfar skipulagsbreytinganna og að óhjákvæmilegt hafi verið að segja henni upp störfum. Væri uppsögnin því ólögmæt. Þá væri bærinn ekki talinn hafa hrakið þá málsástæðu konunnar að eineltiskvörtunin og niðurstöður skýrslu sálfræðistofunnar hafi að minnsta kosti átt þátt í að henni var ekki boðið annað starf í kjölfar skipulagsbreytinga. Því væri fallist á að meðferð eineltismálsins hefði verið ábótavant og að bærinn hefði brotið gegn þremur málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga. Fór fram á 45 milljónir króna Loks var rakið að þrátt fyrir talsvert svigrúm bæjarins til þess að ákveða hvaða sjónarmið skyldu lögð til grundvallar við ráðningu í nýjar stöður í kjölfar skipulagsbreytinga væri fallist á, að virtum atvikum málsins í heild, að sömu ómálefnalegu ástæður hefðu ráðið því að konan hlaut ekki starf í ráðningarferlinu og réðu því að henni voru ekki boðin störfin við fyrrgreindar skipulagsbreytingar. Voru konunni því dæmdar samtals 20.162.000 krónur í skaða-og miskabætur, auk dráttarvaxta. Konan hafði farið fram á ríflega 45 milljónir króna, 41 milljón í skaðabætur vegna beins fjártjóns, fjórar milljónir í miskabætur og 162 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar. Bæði héraðsdómur og Landsréttur mátu fjártjón konunnar á átján milljónir króna hæfilegar miskabætur tvær milljónir. Þá var fallist á kröfu vegna útlagðs kostnaðar. Þá var bærinn dæmdur til þess að greiða konunni 2,4 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti í ofanálag við 4,03 milljónir króna í málskostnað í héraði.
Kópavogur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent