Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2023 08:50 Ferðamaður staddur á Marienbrücke þangað sem margir leita til að ná góðu útsýni af Neuschwanstein-kastalanum fræga. EPA Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi hrint konunum ofan í fimmtíu metra djúpt gljúfur þann 14. júní síðastliðinn. Önnur kvennanna lést en hin slasaðist alvarlega. Konurnar tvær voru í gönguferð í Þýskalandi eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Í frétt DW er haft eftir saksóknurum að maðurinn sé sakaður um að hafa vísvitandi beint konunum tveimur að útsýnisstað, nokkrum metrum frá gönguleiðinni. Þar hafi hann svo ýtt konunum niður í gljúfrið. Fram kemur að eftir að maðurinn hafði sannfært konurnar um að fylgja sér að útsýnisstaðnum þar sem hann er sagður hafa ýtt við yngri konunni, sem var 21 árs, og reynt að afklæða hana. Þegar sú eldri, sem er 22 ára, reyndi að stöðva manninn er hann sagður hafa ýtt henni niður gljúfrið. Atvikið átti sér stað ekki langt frá Marienbrücke, skammt frá Neuschwanstein-kastalanum syðst í Bæjaralandi.EPA Maðurinn hafi svo þrengt að öndunarvegi yngri konunnar þar til að hún missti meðvitund, nauðgað henni og svo ýtt henni niður líka. Eldri konan komst lífs af en slasaðist alvarlega, en sú yngri var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún var lést af sárum sínum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, líkamsmeiðingar og vörslu barnakláms. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð hefst í málinu. Neuschwanstein er að finna nærri bænum Hohenschwangau, sunnarlega í Bæjaralandi og þykir einn fallegasti kastali í heimi, enda sækja þangað um ein og hálf milljón manna á ári hverju. Lúðvík II konungur lét reisa kastalann á sínum tíma og flutti loks inn 1886. Hann lést þó skömmu síðar. Skreytingar kastaland voru tileinkaðar verkum tónskáldsins Richard Wagner. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi hrint konunum ofan í fimmtíu metra djúpt gljúfur þann 14. júní síðastliðinn. Önnur kvennanna lést en hin slasaðist alvarlega. Konurnar tvær voru í gönguferð í Þýskalandi eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Í frétt DW er haft eftir saksóknurum að maðurinn sé sakaður um að hafa vísvitandi beint konunum tveimur að útsýnisstað, nokkrum metrum frá gönguleiðinni. Þar hafi hann svo ýtt konunum niður í gljúfrið. Fram kemur að eftir að maðurinn hafði sannfært konurnar um að fylgja sér að útsýnisstaðnum þar sem hann er sagður hafa ýtt við yngri konunni, sem var 21 árs, og reynt að afklæða hana. Þegar sú eldri, sem er 22 ára, reyndi að stöðva manninn er hann sagður hafa ýtt henni niður gljúfrið. Atvikið átti sér stað ekki langt frá Marienbrücke, skammt frá Neuschwanstein-kastalanum syðst í Bæjaralandi.EPA Maðurinn hafi svo þrengt að öndunarvegi yngri konunnar þar til að hún missti meðvitund, nauðgað henni og svo ýtt henni niður líka. Eldri konan komst lífs af en slasaðist alvarlega, en sú yngri var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún var lést af sárum sínum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, líkamsmeiðingar og vörslu barnakláms. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð hefst í málinu. Neuschwanstein er að finna nærri bænum Hohenschwangau, sunnarlega í Bæjaralandi og þykir einn fallegasti kastali í heimi, enda sækja þangað um ein og hálf milljón manna á ári hverju. Lúðvík II konungur lét reisa kastalann á sínum tíma og flutti loks inn 1886. Hann lést þó skömmu síðar. Skreytingar kastaland voru tileinkaðar verkum tónskáldsins Richard Wagner.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25