Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 14:15 Andrzej Duda forseti Póllands segist ætla að fara hefðbundna leið í veitingu stjórnarmyndunarumboðs. Leiðtogi stærsta flokksins er ólíklegur til að ná að mynda ríkisstjórn og því talið líklegt að ný stjórn taki ekki við fyrr en í desember. Getty/Beata Zawrzel Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. Frá þessu greinir fréttastofa Guardian. Segir þar að Duda, sem er í stjórnarflokknum Lög og réttlæti, ætli ekki að veita umboð til stjórnarmyndunar fyrr en eftir að nýtt þing kemur saman. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Flokkurinn er hins vegar mjög ólíklegur til að mynda ríkisstjórn þar sem hinir stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins og stjórnarandstöðunnar allrar, hefur þegar fengið vilyrði meirihluta stjórnarandstöðu fyrir því að mynda saman ríkisstjórn. Tusk segist tilbúinn til að taka við embætti forsætisráðherra og hvatti forsetann í vikunni til að sóa ekki meiri tíma með því að reyna að fá Lög og réttlæti til að mynda nýja stjórn. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands hefur forseti landsins þrjátíu daga frá kjördegi til þess að kalla saman nýtt þing og aðra fjórtán daga til að tilnefna forsætisráðherra. Sá verður þá að mynda ríkisstjórn og fá samþykki meirihluta þingsins. „Ég get sagt það að ég stefni á að kalla saman neðri deild þingsins mánudaginn 13. nóvember. Það er fyrsti mögulegi dagurinn til að kalla saman þing miðað við stjórnarskrárbundnar venjur,“ er haft eftir Duda í frétt Guardian. Að hans mati komi tveir menn til greina sem næsti forsætisráðherra landsins: Morawiecki og Tusk. Staðan sem sé uppi sé ný af nálinni í Póllandi. Duda hefur lýst yfir vilja til að fara hina hefðbundnu leið og gefa leiðtoga stærsta stjórnmálaflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Eins og fyrr segir hlaut Lög og regla 35 prósent atkvæða en minnihluti síðasta kjörtímabils skipar nú greinilegan meirihluta, með 248 af 460 þingsætum. Þar sem ólíklegt er að Morawiecki takist að mynda meirihlutastjórn líta stjórnmálaspekingar svo á að hann muni leggja sína bestu tillögu fyrir þingið í nóvember, sem muni þá fella tillögu Morwiecki um ríkisstjórn. Þá verður þinginu frjálst að veita einhverjum öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Ef þessi leið verður farin, sem Duda virðist ætla að láta verða af, er ólíklegt að ný ríkistjórn taki við stjórnartaumunum fyrr en í yrsta lagi um miðjan desember. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Frá þessu greinir fréttastofa Guardian. Segir þar að Duda, sem er í stjórnarflokknum Lög og réttlæti, ætli ekki að veita umboð til stjórnarmyndunar fyrr en eftir að nýtt þing kemur saman. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Flokkurinn er hins vegar mjög ólíklegur til að mynda ríkisstjórn þar sem hinir stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins og stjórnarandstöðunnar allrar, hefur þegar fengið vilyrði meirihluta stjórnarandstöðu fyrir því að mynda saman ríkisstjórn. Tusk segist tilbúinn til að taka við embætti forsætisráðherra og hvatti forsetann í vikunni til að sóa ekki meiri tíma með því að reyna að fá Lög og réttlæti til að mynda nýja stjórn. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands hefur forseti landsins þrjátíu daga frá kjördegi til þess að kalla saman nýtt þing og aðra fjórtán daga til að tilnefna forsætisráðherra. Sá verður þá að mynda ríkisstjórn og fá samþykki meirihluta þingsins. „Ég get sagt það að ég stefni á að kalla saman neðri deild þingsins mánudaginn 13. nóvember. Það er fyrsti mögulegi dagurinn til að kalla saman þing miðað við stjórnarskrárbundnar venjur,“ er haft eftir Duda í frétt Guardian. Að hans mati komi tveir menn til greina sem næsti forsætisráðherra landsins: Morawiecki og Tusk. Staðan sem sé uppi sé ný af nálinni í Póllandi. Duda hefur lýst yfir vilja til að fara hina hefðbundnu leið og gefa leiðtoga stærsta stjórnmálaflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Eins og fyrr segir hlaut Lög og regla 35 prósent atkvæða en minnihluti síðasta kjörtímabils skipar nú greinilegan meirihluta, með 248 af 460 þingsætum. Þar sem ólíklegt er að Morawiecki takist að mynda meirihlutastjórn líta stjórnmálaspekingar svo á að hann muni leggja sína bestu tillögu fyrir þingið í nóvember, sem muni þá fella tillögu Morwiecki um ríkisstjórn. Þá verður þinginu frjálst að veita einhverjum öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Ef þessi leið verður farin, sem Duda virðist ætla að láta verða af, er ólíklegt að ný ríkistjórn taki við stjórnartaumunum fyrr en í yrsta lagi um miðjan desember.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira