Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2023 13:45 Séra Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM og sömuleiðis íþróttafélögin Val og Hauka. vísir/vilhelm „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá KFUM og KFUK vegna nýrrar bókar um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda samtakanna og íþróttafélaganna Vals og Hauka. Á heimasíðu Vals segir að félagið fordæmi allt ofbeldi og að Hlíðarendi eigi að vera öruggur staður fyrir alla sem þangað koma. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur sagði ómögulegt að fullyrða um hvort séra Friðrik hefði misnotað unga drengi. Ein frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans, ýti undir það. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsi því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Vilja ekki breiða yfir sannleikann Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Sé hægt að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, sé slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum,“ segir í yfirlýsingunni. „Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.“ Yfirlýsingin í heild að neðan. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK: Í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar um ævi sr. Friðriks, stofnanda KFUM og KFUK, kemur fram vitnisburður manns um að sr. Friðrik hafi leitað á hann. Okkur í forystu KFUM og KFUK er brugðið við að heyra frásögn um að sr. Friðrik hafi brugðist trausti þeirra sem hann starfaði fyrir. Það hryggir okkur meira en orð fá lýst. Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum. Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Knattspyrnufélagið Valur sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu í dag. Hana má sjá að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Val Saga Knattspyrnufélagsins Vals og Séra Friðriks er samofin á margan hátt í þau 112 ár sem félagið hefur starfað. Í fjölmiðlum í gærkvöldi og í dag hafa komið fram alvarlegar ásakanir á Séra Friðrik. Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir. Hugur félagsins er hjá viðkomandi. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir allt ofbeldi í hvaða mynd sem er og kappkostar í öllu starfi sínu að Hlíðarendi sé öruggur staður fyrir þá sem þangað koma. Fyrir hönd aðalstjórnar Vals. Hörður Gunnarsson Formaður Knattspyrnufélagsins Vals. Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu Vals. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Valur Haukar Bókaútgáfa Trúmál Tengdar fréttir Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. 26. október 2023 11:31 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá KFUM og KFUK vegna nýrrar bókar um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda samtakanna og íþróttafélaganna Vals og Hauka. Á heimasíðu Vals segir að félagið fordæmi allt ofbeldi og að Hlíðarendi eigi að vera öruggur staður fyrir alla sem þangað koma. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur sagði ómögulegt að fullyrða um hvort séra Friðrik hefði misnotað unga drengi. Ein frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans, ýti undir það. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsi því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Vilja ekki breiða yfir sannleikann Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Sé hægt að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, sé slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum,“ segir í yfirlýsingunni. „Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.“ Yfirlýsingin í heild að neðan. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK: Í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar um ævi sr. Friðriks, stofnanda KFUM og KFUK, kemur fram vitnisburður manns um að sr. Friðrik hafi leitað á hann. Okkur í forystu KFUM og KFUK er brugðið við að heyra frásögn um að sr. Friðrik hafi brugðist trausti þeirra sem hann starfaði fyrir. Það hryggir okkur meira en orð fá lýst. Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum. Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Knattspyrnufélagið Valur sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu í dag. Hana má sjá að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Val Saga Knattspyrnufélagsins Vals og Séra Friðriks er samofin á margan hátt í þau 112 ár sem félagið hefur starfað. Í fjölmiðlum í gærkvöldi og í dag hafa komið fram alvarlegar ásakanir á Séra Friðrik. Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir. Hugur félagsins er hjá viðkomandi. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir allt ofbeldi í hvaða mynd sem er og kappkostar í öllu starfi sínu að Hlíðarendi sé öruggur staður fyrir þá sem þangað koma. Fyrir hönd aðalstjórnar Vals. Hörður Gunnarsson Formaður Knattspyrnufélagsins Vals. Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu Vals.
Yfirlýsing frá KFUM og KFUK: Í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar um ævi sr. Friðriks, stofnanda KFUM og KFUK, kemur fram vitnisburður manns um að sr. Friðrik hafi leitað á hann. Okkur í forystu KFUM og KFUK er brugðið við að heyra frásögn um að sr. Friðrik hafi brugðist trausti þeirra sem hann starfaði fyrir. Það hryggir okkur meira en orð fá lýst. Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum. Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Val Saga Knattspyrnufélagsins Vals og Séra Friðriks er samofin á margan hátt í þau 112 ár sem félagið hefur starfað. Í fjölmiðlum í gærkvöldi og í dag hafa komið fram alvarlegar ásakanir á Séra Friðrik. Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir. Hugur félagsins er hjá viðkomandi. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir allt ofbeldi í hvaða mynd sem er og kappkostar í öllu starfi sínu að Hlíðarendi sé öruggur staður fyrir þá sem þangað koma. Fyrir hönd aðalstjórnar Vals. Hörður Gunnarsson Formaður Knattspyrnufélagsins Vals.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Valur Haukar Bókaútgáfa Trúmál Tengdar fréttir Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. 26. október 2023 11:31 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. 26. október 2023 11:31
Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53