Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2023 13:15 Robert Fico, nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, þykir hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. AP Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. El País greinir frá því að þetta hafi verið á meðal kosningaloforða hans og Smer, flokks hans sem bar sigur úr býtum í þingkosningum þar í landi í síðasta mánuði. Robert Fico var forsætisráðherra Slóvakíu á árunum 2006 til 2010 og aftur frá 2012 til 2018 en tapaði kosningum 2020 í kjölfar spillingarmála. Í sigurræðu sinni sagði hann að „slóvakíska þjóðin hefði stærri vandamál en Úkraínu“ og bætti við að „frekari dráp hjálpi engum.“ Fico hefur áður lýst aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem hefur margsinnis verið sakaður um einræðistilburði og að grafa undan lýðræði og frelsi dómstóla þar í landi. Þá hefur hann einnig gagnrýnt refsiaðgerðir á hendur Rússlandi og þykir hliðhollur Pútín og stjórn hans. Andrej Danko, formaður hægriöfgaflokksins Þjóðarflokks Slóvakíu sem er einn samstarfsflokka Smer í ríkisstjórn, hefur lýst skýrum stuðningi við Rússland. Hann hefur meðal annars sagt að svæði í Úkraínu sem hafa verið hernumin af Rússlandi séu ekki „sögulega úkraínsk“ og kallað utanríkisráðherra Rússlands, Sergej Lavrov, kæran vin sinn. Í kosningabaráttunni fjallaði Fico mikið um Úkraínu og meðal helstu loforða hans voru algjör stöðvun á hernaðaraðstoð, aukið sjálfstæði Slóvakíu í utanríkismálum og herða tökin á landamærunum. Hingað til hefur Slóvakía stutt við bak Úkraínumanna og gefið hernaðargögn ásamt því að opna landamæri sín fyrir Úkraínumönnum sem hafa flúið land vegna átakanna. Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. 1. október 2023 10:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
El País greinir frá því að þetta hafi verið á meðal kosningaloforða hans og Smer, flokks hans sem bar sigur úr býtum í þingkosningum þar í landi í síðasta mánuði. Robert Fico var forsætisráðherra Slóvakíu á árunum 2006 til 2010 og aftur frá 2012 til 2018 en tapaði kosningum 2020 í kjölfar spillingarmála. Í sigurræðu sinni sagði hann að „slóvakíska þjóðin hefði stærri vandamál en Úkraínu“ og bætti við að „frekari dráp hjálpi engum.“ Fico hefur áður lýst aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem hefur margsinnis verið sakaður um einræðistilburði og að grafa undan lýðræði og frelsi dómstóla þar í landi. Þá hefur hann einnig gagnrýnt refsiaðgerðir á hendur Rússlandi og þykir hliðhollur Pútín og stjórn hans. Andrej Danko, formaður hægriöfgaflokksins Þjóðarflokks Slóvakíu sem er einn samstarfsflokka Smer í ríkisstjórn, hefur lýst skýrum stuðningi við Rússland. Hann hefur meðal annars sagt að svæði í Úkraínu sem hafa verið hernumin af Rússlandi séu ekki „sögulega úkraínsk“ og kallað utanríkisráðherra Rússlands, Sergej Lavrov, kæran vin sinn. Í kosningabaráttunni fjallaði Fico mikið um Úkraínu og meðal helstu loforða hans voru algjör stöðvun á hernaðaraðstoð, aukið sjálfstæði Slóvakíu í utanríkismálum og herða tökin á landamærunum. Hingað til hefur Slóvakía stutt við bak Úkraínumanna og gefið hernaðargögn ásamt því að opna landamæri sín fyrir Úkraínumönnum sem hafa flúið land vegna átakanna.
Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. 1. október 2023 10:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. 1. október 2023 10:44